Noregur

Fréttamynd

Sau­tján ára Úsbek­i felldi Carl­sen af stallinum

Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni.

Sport
Fréttamynd

„Vinn mikið í nútíð og framtíð en ekki svo mikið í fortíð“

Það að Þórir Hergeirsson stýri norska kvennalandsliðinu í handbolta í verðlaunasæti á stórmótum er orðinn jafn fastur hluti af aðventunni og kertaljós, mandarínur og skata. Á sunnudaginn varð Noregur heimsmeistari eftir sigur á Frakklandi, 29-22. Þórir segir vinnusemi og góðan liðsanda lykilinn að árangrinum sem hann tekur svo sannarlega ekki sem sjálfsögðum hlut.

Handbolti
Fréttamynd

Grindr fær risasekt í Noregi

Norska persónuverndarstofnunin Datatilsynet hefur sektað eigendur stefnumótusmáforritsins Grindr um 65 milljónir norskra króna, tæplega milljarð íslenskra króna Um er að ræða hæstu sekt sem stofnunin hefur beitt til þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn

Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil.

Sport
Fréttamynd

Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn

Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil.

Sport
Fréttamynd

Solskjær látinn fara frá Man. United

Ole Gunnar Solskjær hefur verið leystur frá störfum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum og á vefsíðu sinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Oslóar­tréð fellt í Heið­mörk

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það.

Innlent
Fréttamynd

Yfirvöld víða á tánum vegna tilvika fuglaflensu

Alþjóðlegu dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) hefur borist nokkur fjöldi tilkynninga síðustu daga um alvarlega fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þá hefur 21 maður greinst með undirtýpu H5N6 í Kína á þessu ári, fleiri en allt árið 2020. 

Erlent