Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 15:43 Norski olíuborpallurinn Sleipnir. Leyfin sem voru veitt í gær voru bæði fyrir stækkun núverandi olíusvæða og fyrir vinnslu á nýjum svæðum í Norðursjó og Noregshafi. Vísir/EPA Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum. Leyfin sem norska ríkisstjórnin gaf út í gær auka núverandi vinnslu á olíu og gasi í Norðursjó og Noregshafi og bæta við nýjum svæðum. Stjórnvöld sögðu leyfin meðal annars mikilvæg til þess að tryggja orkuöryggi Evrópu. Grænfriðungar í Noregi og Náttúra og æsku, tvenn náttúruverndarsamtök, mótmæla áformunum um að framlengja framleiðslu á jarðefnaeldsneyti sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni um áratugi. „Þetta er alger vanvirðing við loftslagið, vísindi og jafnvel hæstarétt okkar í því eina skyni að þóknast olíuiðnaðinum,“ sagði Frode Pleym, framkvæmdastjóri Grænfriðunga í Noregi. Samtökin töpuðu svipuðu máli gegn ríkinu vegna leyfa sem voru veitt árið 2016 fyrir Hæstarétti Noregs árið 2020. Dómurinn sagði þá að 112. grein stjórnarskrárinnar sem á að tryggja rétt fólks til hreins umhverfis ætti aðeins við ef ríkið tæki enga ábyrgð á umhverfis- eða loftslagsmálum en sú væri ekki raunin, að því er segir í frétt AFP-fréttaveitunnar. Núna byggja samtökin á því að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert látið rannsaka loftslagsáhrif nýju olíusvæðanna. Stjórnvöld bregðist einnig skyldu sinni að tryggja hagsmuni barna og brjóti þannig bæði gegn stjórnarskrá Noregs og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Noregur Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Leyfin sem norska ríkisstjórnin gaf út í gær auka núverandi vinnslu á olíu og gasi í Norðursjó og Noregshafi og bæta við nýjum svæðum. Stjórnvöld sögðu leyfin meðal annars mikilvæg til þess að tryggja orkuöryggi Evrópu. Grænfriðungar í Noregi og Náttúra og æsku, tvenn náttúruverndarsamtök, mótmæla áformunum um að framlengja framleiðslu á jarðefnaeldsneyti sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni um áratugi. „Þetta er alger vanvirðing við loftslagið, vísindi og jafnvel hæstarétt okkar í því eina skyni að þóknast olíuiðnaðinum,“ sagði Frode Pleym, framkvæmdastjóri Grænfriðunga í Noregi. Samtökin töpuðu svipuðu máli gegn ríkinu vegna leyfa sem voru veitt árið 2016 fyrir Hæstarétti Noregs árið 2020. Dómurinn sagði þá að 112. grein stjórnarskrárinnar sem á að tryggja rétt fólks til hreins umhverfis ætti aðeins við ef ríkið tæki enga ábyrgð á umhverfis- eða loftslagsmálum en sú væri ekki raunin, að því er segir í frétt AFP-fréttaveitunnar. Núna byggja samtökin á því að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert látið rannsaka loftslagsáhrif nýju olíusvæðanna. Stjórnvöld bregðist einnig skyldu sinni að tryggja hagsmuni barna og brjóti þannig bæði gegn stjórnarskrá Noregs og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Noregur Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. 28. júní 2023 13:46