Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 10:57 Það fór vel á með þeim Emmanuel Macron og Dúa J. Landmark á Þingvöllum í morgun. Dúi Landmark Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. Evrópskir þjóðarleiðtogar hafa ýmsir nýtt tækifærið og stytt sér stundir á meðan hægt er þessa tvo daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík fer fram. Norska ríkisútvarpið fylgdi norska forsætisráðherranum eftir en hann segist alltaf skella sér í sund þegar hann er á Íslandi. Með sundsiðina á hreinu „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ segir forsætisráðherrann við NRK. Hann segir Ísland eiga sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. „Það er eitthvað við þá staðreynd að þau tala sama tungumál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég upplifi alltaf hlýjar tilfinningar,“ segir ráðherrann og bendir um leið á vatnið í pottinum. „Þegar ég er hér.“ Haft er eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Er þess getið í umfjöllun NRK að þjóðhátíðardagur Noregs sé í dag 17. maí og heldur ráðherrann heim á leið í hádeginu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld þar í landi síðdegis. Norski forsætisráðherrann er með íslensk pottalögmál á hreinu. NRK Vildi lengja gönguferðina Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, kom við á Þingvöllum í morgun og gekk þar um ásamt föruneyti, sem í voru meðal annars þjóðgarðsvörður og Dúi J. Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. „Ég fékk símtal seint í gærkvöldi og var beðinn um að fara með honum um Þingvelli sem leiðsögumaður. Mér var það auðvitað bara ljúft og skylt,“ segir Dúi sem er með diplóma í frönsku og starfaði eitt sinn hjá Landgræðslunni og átti því auðvelt með að kynna Þingvelli fyrir forsetanum. „Þannig að þetta var einkaheimsókn og þjóðgarðsvörður var með í för,“ segir Dúi sem ber Frakklandsforseta góða sögu. „Hann er hinn almennilegasti maður og var virkilega áhugasamur um svæðið og með fullt af spurningum um land og þjóð,“ segir Dúi sem segir forsetann hafa viljað bera Öxarárfoss augum áður en heimsókn var kláruð. „Hann var mjög hrifinn af landslaginu og það var ekkert á planinu að labba að Öxarárfossi en hann vildi bæta því við og okkur fannst það bara um að gera fyrst hann væri mættur.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Noregur Frakkland Þingvellir Sundlaugar Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Evrópskir þjóðarleiðtogar hafa ýmsir nýtt tækifærið og stytt sér stundir á meðan hægt er þessa tvo daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík fer fram. Norska ríkisútvarpið fylgdi norska forsætisráðherranum eftir en hann segist alltaf skella sér í sund þegar hann er á Íslandi. Með sundsiðina á hreinu „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ segir forsætisráðherrann við NRK. Hann segir Ísland eiga sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. „Það er eitthvað við þá staðreynd að þau tala sama tungumál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég upplifi alltaf hlýjar tilfinningar,“ segir ráðherrann og bendir um leið á vatnið í pottinum. „Þegar ég er hér.“ Haft er eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Er þess getið í umfjöllun NRK að þjóðhátíðardagur Noregs sé í dag 17. maí og heldur ráðherrann heim á leið í hádeginu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld þar í landi síðdegis. Norski forsætisráðherrann er með íslensk pottalögmál á hreinu. NRK Vildi lengja gönguferðina Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, kom við á Þingvöllum í morgun og gekk þar um ásamt föruneyti, sem í voru meðal annars þjóðgarðsvörður og Dúi J. Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. „Ég fékk símtal seint í gærkvöldi og var beðinn um að fara með honum um Þingvelli sem leiðsögumaður. Mér var það auðvitað bara ljúft og skylt,“ segir Dúi sem er með diplóma í frönsku og starfaði eitt sinn hjá Landgræðslunni og átti því auðvelt með að kynna Þingvelli fyrir forsetanum. „Þannig að þetta var einkaheimsókn og þjóðgarðsvörður var með í för,“ segir Dúi sem ber Frakklandsforseta góða sögu. „Hann er hinn almennilegasti maður og var virkilega áhugasamur um svæðið og með fullt af spurningum um land og þjóð,“ segir Dúi sem segir forsetann hafa viljað bera Öxarárfoss augum áður en heimsókn var kláruð. „Hann var mjög hrifinn af landslaginu og það var ekkert á planinu að labba að Öxarárfossi en hann vildi bæta því við og okkur fannst það bara um að gera fyrst hann væri mættur.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Noregur Frakkland Þingvellir Sundlaugar Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira