Rússland

Fréttamynd

Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns

Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum

Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið.

Erlent
Fréttamynd

Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund.

Erlent
Fréttamynd

Mikil fjölgun í af­tökum Rússa á stríðs­föngum

Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei jafn margar drónaárásir

Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 

Erlent
Fréttamynd

Út­sendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flug­vélum

Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­starf verður að Evrópu­vanda­máli

Svið rússneska utanríkisráðuneytisins sem fer með samskipti við Evrópusambandið og NATO verður ekki lengur kennt við Evrópusamstarf heldur „Evrópuvandamál“. Talskona ráðuneytisins segir nafnbreytinguna endurspegla breytingar í stöðu alþjóðamála.

Erlent
Fréttamynd

Kim hafi stutt Rússa frá upp­hafi „heilags stríðs“ þeirra

Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst.

Erlent
Fréttamynd

Sekta Google um meira en allan pening heimsins

Yfirvöld í Rússlandi hafa sektað bandaríska fyrirtækið Google um tvær sextilljónir rúbla, fyrir að meina ríkisreknum fjölmiðlum landsins aðgang að myndbandaveitunni Youtube, sem Google á. Það er mun meira af peningum en magn allra peninga sem til eru í heiminum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný flaug flaug lengra en áður

Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert.

Erlent
Fréttamynd

Sækja hraðar fram í Dónetsk

Rússneskar hersveitir hafa gert umfangsmiklar árásir á undanförnum dögum og vikum í suðausturhluta Úkraínu, nánar tiltekið í Dónetskhéraði. Varnarlínur Úkraínumanna virðast hafa gefið verulega eftir og hafa þær fallið saman á einhverjum stöðum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að her­menn Kim öðlist reynslu af hernaði

Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna.

Erlent