Myndlist

Fréttamynd

Björk hjálpaði Shoplifter að safna fyrir Höfuðstöðinni

Björk Guðmundsdóttir hvatti fylgjendur sína á Twitter til að leggja söfnun myndlistarkonunnar Hrafnhildar Arnardóttur, betur þekktri sem Shoplifter, lið. Síðan Björk birti færsluna í gær hefur söfnunin náð hundrað þúsund dollara markmiði sínu.

Lífið
Fréttamynd

Teiknari Múhameðs­myndanna er látinn

Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, er látinn. Hann var 86 ára.

Erlent
Fréttamynd

Listval opnar nýtt sýningarrými á Granda

Listval, nýtt sýningarrými opnar á Hólmaslóð 6, laugardaginn 26. júní milli 16 og18 en það eru þær Elísabet Alma Svendsen og Helga Björg Kjerúlf sem standa á bakvið Listval.

Lífið
Fréttamynd

Jói Fel var fimm daga að mála andlitsmynd af Rikka

Leynigestur vikunnar í Brennslunni var myndlistarmaðurinn Jóhannes Felixsson eða Jói Fel eins og hann er gjarnan kallaður. Þau Kristín Ruth og Rikki G fengu tíu spurningar til að finna út hver leynigesturinn væri eins og heyra má í meðfylgjandi klippu.

Lífið
Fréttamynd

Listaverk Margeirs Dire heitins komið heim í portið á Prikinu

Strætóskýli sem verið hefur við Njarðargötu í Reykjavík hefur fengið nýtt heimili í Bankastræti. Nánar tiltekið á kaffihúsinu Prikinu þar sem því hefur verið komið fyrir í porti staðarins sem snýr út að Ingólfsstræti. Á skýlið er málað listaverk eftir fastagest á Prikinu sem féll frá langt fyrir aldur fram.

Lífið
Fréttamynd

Þríeykið komið á striga Jóa Fel

Nýjasta viðbótin í málverkasafni bakarans og listamannsins Jóa Fel eru myndir af frægasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.

Lífið
Fréttamynd

Hvar eru brýrnar á evru­seðlunum?

Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur.

Skoðun
Fréttamynd

„Myndin af Kára seldist á núll einni“

„Ég sagði alltaf að þegar ég væri orðinn eldri að þá myndi ég leggja listina fyrir mig, svo er það spurning hvort að þetta „eldri“ sé komið núna?“, segir bakarinn og listamaðurinn Jói Fel í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Anna Rún hand­hafi Guð­mundu­verð­launanna 2021

Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir hlaut í dag Guðmunduverðlaunin 2021 og einnar milljóna króna styrk úr Listasjóði Guðmundu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Önnu viðurkenninguna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag en hún er veitt listakonum sem eru taldar skara fram úr á sínu sviði. 

Menning
Fréttamynd

Kristín Avon heldur frumlega listasýningu

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á list og hef alltaf haft mikla þörf til að skapa eitthvað,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Kristín Avon sem verður með listasýningu í bílakjallaranum við Borgarbókasafnið í Kringlunni á konudaginn.

Menning
Fréttamynd

Pompidou-safninu í París lokað í fjögur ár

Pompidou-safninu í frönsku höfuðborginni París verður lokað í fjögur ár til að hægt verði að ráðast í nauðsynlegar endurbætur. Menningarmálaráðherra landsins segir þá leið að loka safninu alfarið bæði vera ódýrari lausn og þannig taki endurbæturnar líka skemmri tíma.

Erlent
Fréttamynd

Harma að mynd­lista­menn tor­tyggi eigin full­trúa

Samband íslenskra myndlistarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um úthlutunarnefnd starfslauna myndlistarmanna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar gagnrýni Snorra Ásmundarsonar myndlistarmanns, sem telur vinagreiða ráða för við úthlutunina.

Innlent