Málar hrúta, kýr, skeggjaða karla og Emil í Kattholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2022 19:50 Karl Jóhann með hrútinn, sem hann er nýlega búini að mála. Myndin hefur vakið mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútar, svín, kýr, Emil í Kattholti, skeggjaðir karlar, konan hans, börnin þeirra og hann sjálfur er meðal þess, sem myndlistarmaður í Kópavogi málar í frítímum sínum. Hrúturinn þykir einstaklega glæsilegur. Hér erum við að tala um Karl Jóhann Jónsson, myndlistarmanni í Kópavogi. Hann er Reykvíkingur en á mikið af skyldfólki í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi og var meðal annars í sveit á bænum Grafarbakka við Flúðir. Myndirnar hans eru ótrúlega flottar og vekja alltaf mikla athygli, sjáið þið til dæmis þennan flotta hrút, sem hann var að mála og myndin af Emil í Kattholti og svo eru það allar andlitsmyndirnar af honum sjálfum og fjölskyldunni, ásamt öðru fólki. „Ég hef í raun og veru alltaf málað og teiknað frá því að ég man eftir mér en ég fór í myndlistanámið eftir stúdentspróf, var í Myndlistar- og handíðaskólanum. Ég vinn inn í seríur, ég er alltaf að byrja á nýjum seríum, sennilega vegna þess að ég er með svo mikinn athyglisbrest, þá hoppa ég oft yfir í eitthvað annað og byrja aftur á nýrri seríu,“ segir Karl Jóhann og hlær. Karl Jóhann eyðir meira og minna öllum sínum frítíma við að mála myndir inn í bílskúr heima hjá sér. Emil í Kattholti er í miklu uppáhaldi hjá Karli. „Já, ég samsama mig mjög mikið við hann í æsku, var með hvítt hár eins og hann en ekki jafn óþekkur.“ Emil í Kattholti hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo allar dýramyndirnar þínar, þær eru mjög fallegar. „Já, þakka þér fyrir. Dýrin eru eitthvað sem ég hef alltaf haldið mikið upp á. Hrúturinn var allavega málaður fyrir góðan Framsóknarmann. Ég hef málað nokkrar hrútamyndir og yfirleitt mála ég þá eftir myndum því þeir vilja aldrei vera kyrrir þegar ég reyni að mála þá,“ bætir Karl við hlæjandi. Hrúturinn sem var málaður fyrir góðan Framsóknarmann eins og Karl Jóhann segir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl hefur líka mikla ánægju að mála myndir af körlum með skegg. „Það er einhver svona della líklega frá því að pabbi gaf mér bók með málverkum eftir Renbrand þegar ég var bara krakki og ég hreyfst alltaf af þessu klassíska þema,“Men við berad.“ Karlar með skegg eru í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni enda er hann búin að mála margar þannig myndir í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl Jóhann er í fullu starfi í Hörðuvallaskóla, sem myndlistarkennari, syngur í Karlakór Reykjavíkur og málar og málar fyrir fólk óski það eftir mynd frá honum. Þá er bara að setja sig í samband við hann. Sjálfsmynd af Karli Jóhanni, hér með sjóhatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Myndlist Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hér erum við að tala um Karl Jóhann Jónsson, myndlistarmanni í Kópavogi. Hann er Reykvíkingur en á mikið af skyldfólki í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi og var meðal annars í sveit á bænum Grafarbakka við Flúðir. Myndirnar hans eru ótrúlega flottar og vekja alltaf mikla athygli, sjáið þið til dæmis þennan flotta hrút, sem hann var að mála og myndin af Emil í Kattholti og svo eru það allar andlitsmyndirnar af honum sjálfum og fjölskyldunni, ásamt öðru fólki. „Ég hef í raun og veru alltaf málað og teiknað frá því að ég man eftir mér en ég fór í myndlistanámið eftir stúdentspróf, var í Myndlistar- og handíðaskólanum. Ég vinn inn í seríur, ég er alltaf að byrja á nýjum seríum, sennilega vegna þess að ég er með svo mikinn athyglisbrest, þá hoppa ég oft yfir í eitthvað annað og byrja aftur á nýrri seríu,“ segir Karl Jóhann og hlær. Karl Jóhann eyðir meira og minna öllum sínum frítíma við að mála myndir inn í bílskúr heima hjá sér. Emil í Kattholti er í miklu uppáhaldi hjá Karli. „Já, ég samsama mig mjög mikið við hann í æsku, var með hvítt hár eins og hann en ekki jafn óþekkur.“ Emil í Kattholti hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo allar dýramyndirnar þínar, þær eru mjög fallegar. „Já, þakka þér fyrir. Dýrin eru eitthvað sem ég hef alltaf haldið mikið upp á. Hrúturinn var allavega málaður fyrir góðan Framsóknarmann. Ég hef málað nokkrar hrútamyndir og yfirleitt mála ég þá eftir myndum því þeir vilja aldrei vera kyrrir þegar ég reyni að mála þá,“ bætir Karl við hlæjandi. Hrúturinn sem var málaður fyrir góðan Framsóknarmann eins og Karl Jóhann segir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl hefur líka mikla ánægju að mála myndir af körlum með skegg. „Það er einhver svona della líklega frá því að pabbi gaf mér bók með málverkum eftir Renbrand þegar ég var bara krakki og ég hreyfst alltaf af þessu klassíska þema,“Men við berad.“ Karlar með skegg eru í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni enda er hann búin að mála margar þannig myndir í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl Jóhann er í fullu starfi í Hörðuvallaskóla, sem myndlistarkennari, syngur í Karlakór Reykjavíkur og málar og málar fyrir fólk óski það eftir mynd frá honum. Þá er bara að setja sig í samband við hann. Sjálfsmynd af Karli Jóhanni, hér með sjóhatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Myndlist Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira