
Spánn

Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs
Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni.

Dregið úr bílaumferð í borgum Spánar
Allar borgir Spánar þurfa á næstu mánuðum að ákveða hvar umferð eldri og mengandi bifreiða verður bönnuð í framtíðinni. Þá verður borgaryfirvöldum heimilt að innheimta gjald fyrir bílaumferð í miðborgum.

Auðugir Rússar eru aufúsugestir
Þúsundir auðugra Rússa hafa á síðustu árum sest að á Spáni og búa í miklum vellystingum. Grunur leikur á að auð margra þeirra megi rekja til rússnesku mafíunnar. Á sama tíma hafa 15.000 ríkisborgarar Úkraínu sótt um hæli sem flóttamenn, en örfáum úr þeim hópi hefur verið veitt hæli.

Spánverjar áhyggjufullir - öfgahægriflokkur í mikilli sókn
Meirihluti Spánverja hefur miklar áhyggjur af því að þjóðernisflokkur yst á hægri væng stjórnmála gæti sest í ríkisstjórn landsins. 30 prósent þjóðarinnar telja flokkinn hreinræktaðan fasistaflokk.

„Allar borgir ættu að eiga einn Antonio Banderas“
Eftir að Antonio Banderas, tekjuhæsti leikari í sögu Spánar sneri aftur til fæðingarborgar sinnar, Málaga, hefur hann einbeitt sér að því að nýta auð sinn til að efla menningar- og atvinnulíf borgarinnar.

Golfæði runnið á Íslendinga
„Það vilja bókstaflega allir komast út. Páskarnir eru nánast uppseldir hjá okkur og vorið einnig orðið þétt. Við erum þegar farin að huga að haustferðunum. Ég hugsa að hver einasti Íslendingur sem getur haldið á kylfu fljúgi út á þessu ári,“ segir Einar Viðar Gunnlaugsson, golfstjóri hjá Úrval Útsýn en frostbitnir Íslendingar festa sér nú golfferðir til sólarlanda í unnvörpum.

Rannsaka salmonellusýkingu í Evrópu - hópsýking kom upp á Íslandi á sama tíma
Grunur leikur á að uppruna hundruða salmonellusýkinga á meginlandi Evrópu megi rekja til þriggja eggjabúa á Spáni. Umfangsmikil rannsókn stendur yfir, en tilkynnt hefur verið um smit í sex löndum. Hópsýking á salmonellu kom upp á Íslandi í fyrrahaust, á sama tíma og fyrstu tilfellanna varð vart á meginlandinu.

Sökuð um spillingu í upphafi Covid farsóttarinnar
Forseti heimastjórnarinnar í Madrid er sökuð um að hafa látið heilbrigðisyfirvöld í höfuðborginni kaupa sóttvarnagrímur fyrir andvirði 200 milljónir króna af fyrirtæki besta vinar síns og bróður síns og fullyrt er að bróðir hennar hafi hagnast um andvirði 40 milljóna króna á viðskiptunum.

Um helmingur íbúa lést á innan við mánuði
Saksóknari í Katalóníu á Spáni hefur ákært tvo stjórnendur öldrunarheimilis fyrir manndráp, en á innan við mánuði, létust 64 íbúar heimilisins, nær helmingur íbúa, vegna Covid 19. Lýsingar saksóknara á ástandinu á heimilinu minna á atriði úr hryllingsmynd.

Fjórir látnir og fimmtán enn saknað eftir að togari sökk
Fjórir hafa fundist látnir og fimmtán er enn saknað eftir að spænskur togari sökk undan austurströnd Kanada í morgun. Tekist hefur að bjarga þremur.

„Ég er fullorðinn, en ekki fábjáni“
„Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“. Þetta er yfirskrift herferðar sem eftirlaunaþegi á Spáni hefur stofnað til, til þess að þrýsta á banka landsins að veita eldra fólki betri þjónustu. 600.000 manns hafa nú þegar tekið undir kröfur gamla mannsins.

Hefur fengið skammir en ekkert á við spænsku dómnefndarmennina
Felix Bergson, Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri Íslendinga í Eurovision, hefur fengið miklar skammir frá spænskum Eurovisionunnendum undanfarna daga vegna vals dómnefndar á framlagi Spánar til keppninnar.

Fullyrt að Íslendingur hafi látist í eldsvoða á Tenerife
Íslenskur ríkisborgari um fimmtugt er sagður hafa látist í eldsvoða í bílskúr í heimahúsi við Costa Adeje á Tenerife á sunnudag.

Fótboltaþjálfari kvennaliðs hvatti til hópnauðgunar
Spænskur fótboltaþjálfari kvennaliðs í Madrid hvatti þjálfarateymi sitt fyrir nokkrum árum til þess að hópnauðga ungri konu. Það myndi efla liðsandann. Stuðningsmenn félagsins krefjast þess að maðurinn verði rekinn, en stjórn félagsins aftekur það með öllu.

Íslendingur í dómnefnd: Dómnefnd hótað lífláti eftir Eurovision-forval á Spáni
Spænska þjóðin er öskureið eftir að framlag Spánverja í Eurovision var valið með pompi og prakt um síðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu, en fimm manna dómnefnd sérfræðinga hafði svo mikil völd að allt annað lag varð fyrir valinu. Einn Íslendingur sat í dómnefndinni sem hafa borist líflátshótanir vegna úrslitanna.

Sá sigursælasti í sögunni vekur athygli fyrir fótboltatækni sína
Spænski tenniskappinn Rafael Nadal skrifaði nafn sitt á spjöld sögunnar um helgina þegar hann vann sitt 21. risamót á ferlinum.

Ótrúleg endurkoma Nadal | Kominn fram úr Djokovic og Federer
Rafael Nadal lenti tveimur settum undir gegn Daniil Sergeyevich Medvedev í úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis í dag. Hinn þaulreyndi Nadal gafst ekki upp og átti eina mögnuðustu endurkomu síðari ára.

Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja
Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur.

Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp.

Einn mesti sigurvegari fótboltasögunnar látinn
Paco Gento, einn sigursælasti leikmaður fótboltasögunnar, er látinn. Hann var 88 ára.

Lewandowski og Putellas leikmenn ársins að mati FIFA | Chelsea á þjálfara ársins
Verðlaunahátíð Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fór fram með pompi og prakt í kvöld. Robert Lewandowski var valinn besti leikmaðurinn í karlaflokki og Alexia Putellas í kvennaflokki. Þá voru Emma Hayes og Thomas Tuchel kosin þjálfarar ársins.

„Súrrealískur“ Íslendingafans á Tenerife
Heimsferðir hafa nær aldrei selt fleiri jólaferðir til Tenerife og í fyrra en eyjan er jafnframt vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina. Íslendingur á Tenerife lýsir staðnum sem algjörri Íslendinganýlendu.

Faraldursstaðan í Evrópu: „Erfiðust grímuskyldan fyrir börn frá sex ára“
Faraldur kórónuveiru hefur sjaldan verið jafn hátt uppi og nú. Hér á Íslandi hafa aldrei fleiri greinst smitaðir af veirunni en undanfarnar vikur og sömu sögu má segja í mörgum öðrum Evrópuríkjum, þar sem faraldurinn er hvað verstur þessa dagana.

Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans.

Fannst á Google Maps eftir tuttugu ár á flótta
Hinum 61 árs gamla Ítala, Gioacchino Gammino, tókst að flýja úr fangelsi fyrir tuttugu árum síðan. Gammino var ákærður fyrir morð en hann fannst á Spáni með atbeina Google Maps í desember.

Útlit fyrir hertar sóttvarnareglur á Tenerife
Útlit er fyrir að Tenerife í Kanaríeyjum verði sett á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna Covid-19 á næstu dögum. Við það herðast reglurnar varðandi hvað má gera á eyjunni, hve margir mega koma saman og hvar.

Egill Einarsson segir tóma dellu að hann sé sóttvarnadólgur
Egill Einarsson, fjölmiðlamaður og líkamsræktarþjálfari, er staddur úti á Tenerife í góðu yfirlæti. Umdeild frásögn hans á Instagram í gær rataði víða og hún höfð til marks um að Egill væri að hæðast að sóttvörnum. Hann segir ekkert fjær sanni.

Vilja útgöngubann á Tenerife á gamlárskvöld
Lagt hefur verið til að útgöngubann taki gildi á Tenerife á Spáni eftir miðnætti á gamlárskvöld vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. Nái tillagan fram að ganga er gert ráð fyrir að bannið taki gildi eftir miðnætti á gamlárskvöld og þann 5. janúar.

Finnur lítið fyrir veirunni á Tene þrátt fyrir hærra nýgengi en á Íslandi
Nýgengi kórónuveirusmita á spænsku eyjunni Tenerife, sem er vinsæll áfangastaður sólarþyrstra Íslendinga, er hærra en hér á landi. Ísland er með hæsta nýgengi allra Evrópulanda.

Eldgosinu á La Palma lokið
Yfirvöld á spænsku eyjunni La Palma hafa lýst því yfir að eldgosinu sem hófst á eyjunni í september sé lokið, eftir tíu daga án gosvirkni.