Herra Réttlæti settur af sem bæjarstjóri vegna eiturlyfjamisferlis Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. júlí 2022 15:00 Bærinn Cabra del Santo Cristo í Andalúsíu Wikimedia Commons Bæjarstjóri í litlum bæ á Spáni hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að stórtækum eiturlyfjahring sem teygir anga sína um 4 héruð Spánar. Bæjarstjórinn hefur nú látið af embætti, en ekki sjálfviljugur, það var ekki fyrr en bæjarstjórnin setti honum stólinn fyrir dyrnar sem hann lét sér segjast. Segist blásaklaus Hann segist blásaklaus af öllum ásökunum og að réttlætið muni að lokum sigra. Þau ummæli eru að mörgu leyti táknræn því bæjarstjórinn fyrrverandi heitir Francisco Javier Justicia, en eftirnafnið þýðir einmitt réttlæti. Og ekki heitir þorpið hans síður tilþrifamiklu nafni, það heitir Cabra del Santo Cristo, sem á hinu ástkæra og ylhýra máli myndi útleggjast Geit hins heilaga Krists. Það er í Andalúsíu, stærsta sjálfsstjórnarsvæði Spánar og þar búa tæplega 2.000 manns. Og af því að laun sveitarstjóra hafa verið dálítið í umræðunni á Íslandi síðustu vikurnar þá má nefna að herra Réttlæti komst einnig í sviðsljós fjölmiðla fyrir himinhá laun sem bæjarstjóri. Hann er með andvirði 500.000 íslenskra króna á mánuði, næsthæstu laun sem bæjarstjóri hefur í Andalúsíu, fyrir að stýra svo agnarsmáu bæjarfélagi sem 2.000 manna byggð óneitanlega er í héraði sem telur 8 og hálfa milljón íbúa. Rannsóknin styðst meðal annars við símtöl sem Herra Réttlæti átti við tvo meinta fíkniefnasala þar sem hann biður þá um að koma efnum til sín með milligöngu unglings undir lögaldri. Fleiri bæjarbúar liggja undir grun Bæjarbúar sem blaðamaður El País hefur rætt við segja að það hafi svo sem alltaf heyrst sögur um að herra Réttlæti ætti í frjálslegu sambandi við ólögleg fíkniefni en að engan hafi grunað að það væri með þessum hætti. Hann er ekki eini þorpsbúinn sem lögreglan hefur handtekið, sjö karlmenn og ein kona frá Geitabæ liggja enn fremur undir grun um tengsl við eiturlyfjahringinn. Þá liggja níu sveitungar þeirra í öðrum bæjum einnig undir grun. Rannsókn málsins hefur staðið í eitt ár. Hún hófst þegar eigandi fjölbýlishúss vakti athygli lögreglunnar á að einn íbúa hússins hefði breytt íbúðinni sinni í lyfjaverslun þar sem fram færi afar lífleg sala á ólöglegum efnum. Höfuðpaur eiturlyfjahringsins situr hins vegar í fangelsi í 500 km fjarlægð. Duglegur og samviskusamur bæjarstjóri Það eina sem einn af framámönnum sósíalista sem fara með meirihluta í bænum vildi láta hafa eftir sér eftir að herra Réttlæti hafði sagt af sér var að bæjarstjórinn fyrrverandi væri afar trúr sínu fólki og að verk hans sem bæjarstjóri yfirskyggðu allt það slæma sem hann væri sakaður um. Spánn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Sjá meira
Bæjarstjórinn hefur nú látið af embætti, en ekki sjálfviljugur, það var ekki fyrr en bæjarstjórnin setti honum stólinn fyrir dyrnar sem hann lét sér segjast. Segist blásaklaus Hann segist blásaklaus af öllum ásökunum og að réttlætið muni að lokum sigra. Þau ummæli eru að mörgu leyti táknræn því bæjarstjórinn fyrrverandi heitir Francisco Javier Justicia, en eftirnafnið þýðir einmitt réttlæti. Og ekki heitir þorpið hans síður tilþrifamiklu nafni, það heitir Cabra del Santo Cristo, sem á hinu ástkæra og ylhýra máli myndi útleggjast Geit hins heilaga Krists. Það er í Andalúsíu, stærsta sjálfsstjórnarsvæði Spánar og þar búa tæplega 2.000 manns. Og af því að laun sveitarstjóra hafa verið dálítið í umræðunni á Íslandi síðustu vikurnar þá má nefna að herra Réttlæti komst einnig í sviðsljós fjölmiðla fyrir himinhá laun sem bæjarstjóri. Hann er með andvirði 500.000 íslenskra króna á mánuði, næsthæstu laun sem bæjarstjóri hefur í Andalúsíu, fyrir að stýra svo agnarsmáu bæjarfélagi sem 2.000 manna byggð óneitanlega er í héraði sem telur 8 og hálfa milljón íbúa. Rannsóknin styðst meðal annars við símtöl sem Herra Réttlæti átti við tvo meinta fíkniefnasala þar sem hann biður þá um að koma efnum til sín með milligöngu unglings undir lögaldri. Fleiri bæjarbúar liggja undir grun Bæjarbúar sem blaðamaður El País hefur rætt við segja að það hafi svo sem alltaf heyrst sögur um að herra Réttlæti ætti í frjálslegu sambandi við ólögleg fíkniefni en að engan hafi grunað að það væri með þessum hætti. Hann er ekki eini þorpsbúinn sem lögreglan hefur handtekið, sjö karlmenn og ein kona frá Geitabæ liggja enn fremur undir grun um tengsl við eiturlyfjahringinn. Þá liggja níu sveitungar þeirra í öðrum bæjum einnig undir grun. Rannsókn málsins hefur staðið í eitt ár. Hún hófst þegar eigandi fjölbýlishúss vakti athygli lögreglunnar á að einn íbúa hússins hefði breytt íbúðinni sinni í lyfjaverslun þar sem fram færi afar lífleg sala á ólöglegum efnum. Höfuðpaur eiturlyfjahringsins situr hins vegar í fangelsi í 500 km fjarlægð. Duglegur og samviskusamur bæjarstjóri Það eina sem einn af framámönnum sósíalista sem fara með meirihluta í bænum vildi láta hafa eftir sér eftir að herra Réttlæti hafði sagt af sér var að bæjarstjórinn fyrrverandi væri afar trúr sínu fólki og að verk hans sem bæjarstjóri yfirskyggðu allt það slæma sem hann væri sakaður um.
Spánn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Sjá meira