Herra Réttlæti settur af sem bæjarstjóri vegna eiturlyfjamisferlis Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. júlí 2022 15:00 Bærinn Cabra del Santo Cristo í Andalúsíu Wikimedia Commons Bæjarstjóri í litlum bæ á Spáni hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að stórtækum eiturlyfjahring sem teygir anga sína um 4 héruð Spánar. Bæjarstjórinn hefur nú látið af embætti, en ekki sjálfviljugur, það var ekki fyrr en bæjarstjórnin setti honum stólinn fyrir dyrnar sem hann lét sér segjast. Segist blásaklaus Hann segist blásaklaus af öllum ásökunum og að réttlætið muni að lokum sigra. Þau ummæli eru að mörgu leyti táknræn því bæjarstjórinn fyrrverandi heitir Francisco Javier Justicia, en eftirnafnið þýðir einmitt réttlæti. Og ekki heitir þorpið hans síður tilþrifamiklu nafni, það heitir Cabra del Santo Cristo, sem á hinu ástkæra og ylhýra máli myndi útleggjast Geit hins heilaga Krists. Það er í Andalúsíu, stærsta sjálfsstjórnarsvæði Spánar og þar búa tæplega 2.000 manns. Og af því að laun sveitarstjóra hafa verið dálítið í umræðunni á Íslandi síðustu vikurnar þá má nefna að herra Réttlæti komst einnig í sviðsljós fjölmiðla fyrir himinhá laun sem bæjarstjóri. Hann er með andvirði 500.000 íslenskra króna á mánuði, næsthæstu laun sem bæjarstjóri hefur í Andalúsíu, fyrir að stýra svo agnarsmáu bæjarfélagi sem 2.000 manna byggð óneitanlega er í héraði sem telur 8 og hálfa milljón íbúa. Rannsóknin styðst meðal annars við símtöl sem Herra Réttlæti átti við tvo meinta fíkniefnasala þar sem hann biður þá um að koma efnum til sín með milligöngu unglings undir lögaldri. Fleiri bæjarbúar liggja undir grun Bæjarbúar sem blaðamaður El País hefur rætt við segja að það hafi svo sem alltaf heyrst sögur um að herra Réttlæti ætti í frjálslegu sambandi við ólögleg fíkniefni en að engan hafi grunað að það væri með þessum hætti. Hann er ekki eini þorpsbúinn sem lögreglan hefur handtekið, sjö karlmenn og ein kona frá Geitabæ liggja enn fremur undir grun um tengsl við eiturlyfjahringinn. Þá liggja níu sveitungar þeirra í öðrum bæjum einnig undir grun. Rannsókn málsins hefur staðið í eitt ár. Hún hófst þegar eigandi fjölbýlishúss vakti athygli lögreglunnar á að einn íbúa hússins hefði breytt íbúðinni sinni í lyfjaverslun þar sem fram færi afar lífleg sala á ólöglegum efnum. Höfuðpaur eiturlyfjahringsins situr hins vegar í fangelsi í 500 km fjarlægð. Duglegur og samviskusamur bæjarstjóri Það eina sem einn af framámönnum sósíalista sem fara með meirihluta í bænum vildi láta hafa eftir sér eftir að herra Réttlæti hafði sagt af sér var að bæjarstjórinn fyrrverandi væri afar trúr sínu fólki og að verk hans sem bæjarstjóri yfirskyggðu allt það slæma sem hann væri sakaður um. Spánn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Bæjarstjórinn hefur nú látið af embætti, en ekki sjálfviljugur, það var ekki fyrr en bæjarstjórnin setti honum stólinn fyrir dyrnar sem hann lét sér segjast. Segist blásaklaus Hann segist blásaklaus af öllum ásökunum og að réttlætið muni að lokum sigra. Þau ummæli eru að mörgu leyti táknræn því bæjarstjórinn fyrrverandi heitir Francisco Javier Justicia, en eftirnafnið þýðir einmitt réttlæti. Og ekki heitir þorpið hans síður tilþrifamiklu nafni, það heitir Cabra del Santo Cristo, sem á hinu ástkæra og ylhýra máli myndi útleggjast Geit hins heilaga Krists. Það er í Andalúsíu, stærsta sjálfsstjórnarsvæði Spánar og þar búa tæplega 2.000 manns. Og af því að laun sveitarstjóra hafa verið dálítið í umræðunni á Íslandi síðustu vikurnar þá má nefna að herra Réttlæti komst einnig í sviðsljós fjölmiðla fyrir himinhá laun sem bæjarstjóri. Hann er með andvirði 500.000 íslenskra króna á mánuði, næsthæstu laun sem bæjarstjóri hefur í Andalúsíu, fyrir að stýra svo agnarsmáu bæjarfélagi sem 2.000 manna byggð óneitanlega er í héraði sem telur 8 og hálfa milljón íbúa. Rannsóknin styðst meðal annars við símtöl sem Herra Réttlæti átti við tvo meinta fíkniefnasala þar sem hann biður þá um að koma efnum til sín með milligöngu unglings undir lögaldri. Fleiri bæjarbúar liggja undir grun Bæjarbúar sem blaðamaður El País hefur rætt við segja að það hafi svo sem alltaf heyrst sögur um að herra Réttlæti ætti í frjálslegu sambandi við ólögleg fíkniefni en að engan hafi grunað að það væri með þessum hætti. Hann er ekki eini þorpsbúinn sem lögreglan hefur handtekið, sjö karlmenn og ein kona frá Geitabæ liggja enn fremur undir grun um tengsl við eiturlyfjahringinn. Þá liggja níu sveitungar þeirra í öðrum bæjum einnig undir grun. Rannsókn málsins hefur staðið í eitt ár. Hún hófst þegar eigandi fjölbýlishúss vakti athygli lögreglunnar á að einn íbúa hússins hefði breytt íbúðinni sinni í lyfjaverslun þar sem fram færi afar lífleg sala á ólöglegum efnum. Höfuðpaur eiturlyfjahringsins situr hins vegar í fangelsi í 500 km fjarlægð. Duglegur og samviskusamur bæjarstjóri Það eina sem einn af framámönnum sósíalista sem fara með meirihluta í bænum vildi láta hafa eftir sér eftir að herra Réttlæti hafði sagt af sér var að bæjarstjórinn fyrrverandi væri afar trúr sínu fólki og að verk hans sem bæjarstjóri yfirskyggðu allt það slæma sem hann væri sakaður um.
Spánn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent