Herskip, Búddastyttur og ýmsar fornminjar komið í ljós vegna þurrka Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 13:01 Meðal þess sem hefur komið upp á yfirborðið vegna þurrka í Evrópu og Kína eru herskip nasista úr Seinni heimsstyrjöld, spænskir bautasteinar og margra alda gamlar Búddastyttur. Samsett Hitabylgjur og þurrkar um Evrópu og í Kína hafa leitt til þess að vatnsborð í ám og stöðuvötnum hefur lækkað gríðarlega. Við það hafa ýmsar gersemar, sem áður voru á bólakafi, komið í ljós. Þar á meðal forsögulegir spænskir bautasteinar, kínverskar búddastyttur og fornminjar úr seinni heimsstyrjöldinni. Hitabylgja hefur riðið yfir Evrópu í sumar og meðal afleiðinga hennar eru gróðureldar, vatnsskortur og miklir þurrkar. Þegar vatnsborð Valdecanas-vatnsbóls á Spáni lækkaði í síðustu viku komu forsögulegu bautasteinarnir Dolmen de Guadalperal, betur þekktir sem „spænska Stonehenge,“ aftur í ljós en þeir eru frá um 5000 fyrir Krist. Steinarnir eru alveg við jaðar vatnsbólsins.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Þýski fornleifafræðingurinn Hugo Obermeier uppgötvaði bautasteinana, sem samanstanda af um 150 steinum, fyrst árið 1926. En þegar einræðisherrann Francisco Franco lét búa til Valdecanas-vatnsból hurfu steinarnir undir vatn og hafa síðan þá aðeins sést fjórum sinnum. Vegna þurrkana núna sjást steinarnir skýrt og skilmerkilega og hefur fólk kallað eftir því að þeir verði fluttir á safn áður en þeir hverfa aftur undir vatn. Þýsk herskip og tundurdufl fundist í ám Hið merka fljót Dóná sem flæðir í gegnum Evrópu er sömuleiðis ekki svipur með sjón vegna þurrkanna sem tröllríða Evrópu. Vegna þess hafa meira en tuttugu flök þýskra herskipa sem sukku í seinni heimsstyrjöldinni komið í ljós nálægt serbneska bænum Prahovo. Skipsflökin eru meðal meira en hundruð þýskra herskipa sem sukku í ánni árið 1944 þegar sjóherinn flúði undan sovéska hernum. Skipsflökin hafa í gegnum tíðina hamlað umferð skipa þegar vatnsborð árinnar er lágt. Hér fyrir neðan má sjá myndband af skipunum. Low water levels on river Danube have exposed more than 20 German warships sunk during World War Two in Prahovo, Serbia https://t.co/7GxRuqN3di pic.twitter.com/2ODz9VWyN8— Reuters (@Reuters) August 19, 2022 Ítalía hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þurrka á svæðum við ánna Pó, lengstu á landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna þurrkana. Í lok júlí kom í ljós 450 kílóa tundurdufl sem hafði verið á kafi í ánni. Um þrjú þúsund manns sem búa í nágrenni við norður-ítalska þorpið Borgo Virgilio var þá gert að yfirgefa heimili sín á meðan sprengjusérfræðingar gerðu sprengjuna óvirka. Margra alda gamlar Búddastyttur Sumarið í Kína hefur verið það þurrasta og heitasta í rúm sextíu ár og hafa ár, uppistöðulón og kornuppskera liðið fyrir þurrkinn. Kínversk yfirvöld hafa svo miklar áhyggjur af uppskeru landsins að þau hyggjast sá efnum í ský til að fá þau til að rigna. Búddastytturnar þrjár sem fundust á horfnu eyjunni í Yangtze-á. Vatnsborð Yangtze-ár, lengsta fljóts Kína, hefur lækkað töluvert og í síðustu viku kom í ljós eyja sem hafði verið á kafi í ánni við borgina Chonqing. Í kjölfarið fundust á eyjunni þrjár Búddastyttur sem talið er að séu um sex hundruð ára gamlar, að sögn ríkismiðilsins Xinhua. Fornminjar Kína Spánn Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Hitabylgja hefur riðið yfir Evrópu í sumar og meðal afleiðinga hennar eru gróðureldar, vatnsskortur og miklir þurrkar. Þegar vatnsborð Valdecanas-vatnsbóls á Spáni lækkaði í síðustu viku komu forsögulegu bautasteinarnir Dolmen de Guadalperal, betur þekktir sem „spænska Stonehenge,“ aftur í ljós en þeir eru frá um 5000 fyrir Krist. Steinarnir eru alveg við jaðar vatnsbólsins.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Þýski fornleifafræðingurinn Hugo Obermeier uppgötvaði bautasteinana, sem samanstanda af um 150 steinum, fyrst árið 1926. En þegar einræðisherrann Francisco Franco lét búa til Valdecanas-vatnsból hurfu steinarnir undir vatn og hafa síðan þá aðeins sést fjórum sinnum. Vegna þurrkana núna sjást steinarnir skýrt og skilmerkilega og hefur fólk kallað eftir því að þeir verði fluttir á safn áður en þeir hverfa aftur undir vatn. Þýsk herskip og tundurdufl fundist í ám Hið merka fljót Dóná sem flæðir í gegnum Evrópu er sömuleiðis ekki svipur með sjón vegna þurrkanna sem tröllríða Evrópu. Vegna þess hafa meira en tuttugu flök þýskra herskipa sem sukku í seinni heimsstyrjöldinni komið í ljós nálægt serbneska bænum Prahovo. Skipsflökin eru meðal meira en hundruð þýskra herskipa sem sukku í ánni árið 1944 þegar sjóherinn flúði undan sovéska hernum. Skipsflökin hafa í gegnum tíðina hamlað umferð skipa þegar vatnsborð árinnar er lágt. Hér fyrir neðan má sjá myndband af skipunum. Low water levels on river Danube have exposed more than 20 German warships sunk during World War Two in Prahovo, Serbia https://t.co/7GxRuqN3di pic.twitter.com/2ODz9VWyN8— Reuters (@Reuters) August 19, 2022 Ítalía hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þurrka á svæðum við ánna Pó, lengstu á landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna þurrkana. Í lok júlí kom í ljós 450 kílóa tundurdufl sem hafði verið á kafi í ánni. Um þrjú þúsund manns sem búa í nágrenni við norður-ítalska þorpið Borgo Virgilio var þá gert að yfirgefa heimili sín á meðan sprengjusérfræðingar gerðu sprengjuna óvirka. Margra alda gamlar Búddastyttur Sumarið í Kína hefur verið það þurrasta og heitasta í rúm sextíu ár og hafa ár, uppistöðulón og kornuppskera liðið fyrir þurrkinn. Kínversk yfirvöld hafa svo miklar áhyggjur af uppskeru landsins að þau hyggjast sá efnum í ský til að fá þau til að rigna. Búddastytturnar þrjár sem fundust á horfnu eyjunni í Yangtze-á. Vatnsborð Yangtze-ár, lengsta fljóts Kína, hefur lækkað töluvert og í síðustu viku kom í ljós eyja sem hafði verið á kafi í ánni við borgina Chonqing. Í kjölfarið fundust á eyjunni þrjár Búddastyttur sem talið er að séu um sex hundruð ára gamlar, að sögn ríkismiðilsins Xinhua.
Fornminjar Kína Spánn Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26
Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52
Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37