Lýtalæknar með réttarstöðu sakborninga eftir dauðsföll tveggja kvenna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. september 2022 14:32 Bótoxi sprautað í konu á Spáni. Miquel Benitez/GettyImages Lögregla á Spáni rannsakar nú dauðsföll tveggja kvenna sem gengust undir lýtaaðgerðir. 5 læknar og eigandi lýtaðgerðastofu í Madrid hafa réttarstöðu sakborninga. 19 konur hafa stigið fram og vilja skaðabætur vegna misheppnaðra aðgerða. Alls kyns fegrunar- og lýtaaðgerðir eru vinsælar hér á Spáni, rétt eins og annars staðar í okkar heimshluta. Það þarf ekki annað en að ganga um götur stærstu borga landsins til að sannfærast. Það er nefnilega hörð samkeppnin um að fá að gera bragarbót á hinum ýmsu hliðum og hlutum líkamans sem eigendum finnst hafa farið aflaga, ýmist þegar við sköpun eða þá í lífsins ólgusjó. Silvia Idalia var ein þeirra. Hún gekkst undir minni háttar aðgerð í vor á einni af mörgum klínikum höfuðborgarinnar. Fyrst í stað ætlaði hún aðeins að láta minnka brjóstin, en á endanum gekkst hún einnig undir fitusog og stækkun rasskinna. Lést eftir að hafa legið 3 mánuði í dái Silvia var 34ra ára. Hún vaknaði aldrei eftir aðgerðina og lést nýlega eftir að hafa legið 3 mánuði í dái. Eigandi stofunnar er tónlistarframleiðandi og umboðsmaður tónlistarmanna. Hann segist hafa opnað stofuna til þess að gefa þeim sem ekki ættu fullar hendur fjár, tækifæri til þess að gangast undir fegrunaraðgerðir. Hann leggur áherslu á, í samtali við El País, að stofan ábyrgist ekki árangur aðgerðanna og að mjög fáir viðskiptavinir kvarti. Engu að síður hafa 19 konur nú stigið fram opinberlega og krafist skaðabóta af hálfu þessarar sömu stofu. Þess utan hafa 3 læknar sem komu að aðgerðinni sem og eigandinn, nú réttarstöðu sakborninga og eiga yfir höfði sér ákæru um manndráp af gáleysi. Hótar konunum málsókn Eigandinn er kokhraustur, þrátt fyrir allt, og hótar þessum konum málsókn fyrir atvinnuróg. Stofan hans hafi orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessara kvenna og hann segist hafa þurft að segja 30 af 100 starfsmönnum stofunnar upp störfum. Á nýársdag lést önnur kona eftir litla fegrunaraðgerð í borginni Cartagena á suðaustur-Spáni. Ættingjar hennar segja að hún hafi litið út eins og fórnarlamb vopnaðra slagsmála þegar hún lést og verið með um 30 sár víða um líkamann og í innri líffærum. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hafði aldrei framkvæmt lýtaðgerð áður. Hann og svæfingalæknirinn hafa réttarstöðu sakborninga. Þessi dauðsföll hafa vakið upp umræðu hér á Spáni um starfsemi þessara fegrunarstofa, þar sem samkeppnin er hörð og miklir fjármunir í húfi. Stundum líka mannslíf. Spánn Lýtalækningar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Alls kyns fegrunar- og lýtaaðgerðir eru vinsælar hér á Spáni, rétt eins og annars staðar í okkar heimshluta. Það þarf ekki annað en að ganga um götur stærstu borga landsins til að sannfærast. Það er nefnilega hörð samkeppnin um að fá að gera bragarbót á hinum ýmsu hliðum og hlutum líkamans sem eigendum finnst hafa farið aflaga, ýmist þegar við sköpun eða þá í lífsins ólgusjó. Silvia Idalia var ein þeirra. Hún gekkst undir minni háttar aðgerð í vor á einni af mörgum klínikum höfuðborgarinnar. Fyrst í stað ætlaði hún aðeins að láta minnka brjóstin, en á endanum gekkst hún einnig undir fitusog og stækkun rasskinna. Lést eftir að hafa legið 3 mánuði í dái Silvia var 34ra ára. Hún vaknaði aldrei eftir aðgerðina og lést nýlega eftir að hafa legið 3 mánuði í dái. Eigandi stofunnar er tónlistarframleiðandi og umboðsmaður tónlistarmanna. Hann segist hafa opnað stofuna til þess að gefa þeim sem ekki ættu fullar hendur fjár, tækifæri til þess að gangast undir fegrunaraðgerðir. Hann leggur áherslu á, í samtali við El País, að stofan ábyrgist ekki árangur aðgerðanna og að mjög fáir viðskiptavinir kvarti. Engu að síður hafa 19 konur nú stigið fram opinberlega og krafist skaðabóta af hálfu þessarar sömu stofu. Þess utan hafa 3 læknar sem komu að aðgerðinni sem og eigandinn, nú réttarstöðu sakborninga og eiga yfir höfði sér ákæru um manndráp af gáleysi. Hótar konunum málsókn Eigandinn er kokhraustur, þrátt fyrir allt, og hótar þessum konum málsókn fyrir atvinnuróg. Stofan hans hafi orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessara kvenna og hann segist hafa þurft að segja 30 af 100 starfsmönnum stofunnar upp störfum. Á nýársdag lést önnur kona eftir litla fegrunaraðgerð í borginni Cartagena á suðaustur-Spáni. Ættingjar hennar segja að hún hafi litið út eins og fórnarlamb vopnaðra slagsmála þegar hún lést og verið með um 30 sár víða um líkamann og í innri líffærum. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hafði aldrei framkvæmt lýtaðgerð áður. Hann og svæfingalæknirinn hafa réttarstöðu sakborninga. Þessi dauðsföll hafa vakið upp umræðu hér á Spáni um starfsemi þessara fegrunarstofa, þar sem samkeppnin er hörð og miklir fjármunir í húfi. Stundum líka mannslíf.
Spánn Lýtalækningar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira