Ítalía

Fréttamynd

Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu

Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að loka Langbarðalandi

Ríkisstjórn Ítalíu undirbýr nú að setja héraðið Langbarðaland, eða Lombardy á ensku, allt í sóttkví. Í raun að loka fjölmennasta og auðugasta héraði Ítalíu, þar sem um tíu milljónir manna búa.

Erlent
Fréttamynd

Segir að heims­byggðin megi ekki gefast upp fyrir kórónu­veirunni

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp.

Erlent
Fréttamynd

Ítalir íhuga að loka skólum í tvær vikur

Stjórnvöld á Ítalíu íhuga nú að loka öllum skólum og háskólum um land allt næstu tvær vikurnar. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

Erlent
Fréttamynd

Dánar­tíðni vegna kórónu­veirunnar orðin 3,4%

Dauðsföll á Ítalíu vegna kórónuveirunnar í dag eru orðin 27 en fjöldi látinna hefur hækkað úr 52 upp í 79 síðasta sólarhringinn. Tæplega fimm hundruð smit hafa greinst í dag. Þau eru nú orðin 2.502 en í gær voru þau 2.036.

Erlent
Fréttamynd

Segir Íslendinga og heimamenn í Madonna vera hina rólegustu

Íslenskur maður sem staddur er í Madonna á Ítalíu segir Íslendinga og heimamenn vera hina rólegustu vegna kórónuveirunnar. Hann vissi ekki að hann yrði sendur í sóttkví við heimkomu enda var svæðið ekki skilgreint sem hættusvæði þegar hann fór út.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sýni reynst jákvætt

Ekkert þeirra sýna sem rannsökuð hafa verið eftir að íslenskur karlmaður greindist með kórónuveiruna í gær hefur reynst jákvætt fyrir veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar

Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum.

Erlent