Fjörutíu dagar á sjó og þrjár neitanir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 11:08 Hluti hópsins bíður þess hér að færa sig af tankskipinu og yfir í björgunarskipið. Mediterranea Saving Humans via AP Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum. Í frétt breska ríkisútvarpsins er greint frá því að áhöfn danska tankskipsins Maersk Etienne hafi tekið hópinn, sem telur 27 manns og þar af eina ófríska konu, eftir að bátur þeirra sökk stuttu eftir brottför frá norðurafríkulandinu Líbíu, 2. ágúst. Samkvæmt fyrirtækinu sem gerir skipið út höfðu yfirvöld á Möltu óskað eftir því að skipið aðstoðaði við að koma fólkinu til bjargar. Því hafna stjórnvöld þar í landi hins vegar og segja björgunaraðgerðirnar hafa átt sér stað utan hafsögu Möltu. Skipinu var því neitað um að leggjast að bryggju á Möltu og hleypa fólkinu frá borði. Ítalía og Líbía höfnuðu því einnig að taka við fólkinu. Áhöfn skipsins og flóttafólkið var örvæntingarfyllra eftir því sem leið á sjódvölina. Einn farþeganna kom skilaboðum til maltneskra fjölmiðla með það eina markmið að láta fjölskyldu sína vita að hann hefði ekki dáið í Miðjarðarhafinu. Á síðustu dögunum áður en skipinu var leyft að leggjast að landi höfðu þrír flóttamannanna stokkið frá borði og reynt að synda í land. Þeim var fljótlega bjargað og komið aftur um borð í skipið af áhöfn Maersk Erienne. Á föstudag var hópurinn færður í björgunarskip á vegum samtakanna Mediterrenea Saving Humans og kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley í gær. Mediterranea birti skilaboð á Twitter í gær þar sem málið var sagt eitt það skammarlegasta í siglingasögu Evrópu. 🔵 At 22.40 today the 25 people that were transferred from the @maersktankers #Etienne to the #MareJonio landed in #Pozzallo. This puts an end to the longest and most shameful stand-off in European maritime history. pic.twitter.com/tsEufBv5ho— Mediterranea Saving Humans (@RescueMed) September 12, 2020 Ítalía Líbía Malta Flóttamenn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum. Í frétt breska ríkisútvarpsins er greint frá því að áhöfn danska tankskipsins Maersk Etienne hafi tekið hópinn, sem telur 27 manns og þar af eina ófríska konu, eftir að bátur þeirra sökk stuttu eftir brottför frá norðurafríkulandinu Líbíu, 2. ágúst. Samkvæmt fyrirtækinu sem gerir skipið út höfðu yfirvöld á Möltu óskað eftir því að skipið aðstoðaði við að koma fólkinu til bjargar. Því hafna stjórnvöld þar í landi hins vegar og segja björgunaraðgerðirnar hafa átt sér stað utan hafsögu Möltu. Skipinu var því neitað um að leggjast að bryggju á Möltu og hleypa fólkinu frá borði. Ítalía og Líbía höfnuðu því einnig að taka við fólkinu. Áhöfn skipsins og flóttafólkið var örvæntingarfyllra eftir því sem leið á sjódvölina. Einn farþeganna kom skilaboðum til maltneskra fjölmiðla með það eina markmið að láta fjölskyldu sína vita að hann hefði ekki dáið í Miðjarðarhafinu. Á síðustu dögunum áður en skipinu var leyft að leggjast að landi höfðu þrír flóttamannanna stokkið frá borði og reynt að synda í land. Þeim var fljótlega bjargað og komið aftur um borð í skipið af áhöfn Maersk Erienne. Á föstudag var hópurinn færður í björgunarskip á vegum samtakanna Mediterrenea Saving Humans og kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley í gær. Mediterranea birti skilaboð á Twitter í gær þar sem málið var sagt eitt það skammarlegasta í siglingasögu Evrópu. 🔵 At 22.40 today the 25 people that were transferred from the @maersktankers #Etienne to the #MareJonio landed in #Pozzallo. This puts an end to the longest and most shameful stand-off in European maritime history. pic.twitter.com/tsEufBv5ho— Mediterranea Saving Humans (@RescueMed) September 12, 2020
Ítalía Líbía Malta Flóttamenn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira