Fjörutíu dagar á sjó og þrjár neitanir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 11:08 Hluti hópsins bíður þess hér að færa sig af tankskipinu og yfir í björgunarskipið. Mediterranea Saving Humans via AP Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum. Í frétt breska ríkisútvarpsins er greint frá því að áhöfn danska tankskipsins Maersk Etienne hafi tekið hópinn, sem telur 27 manns og þar af eina ófríska konu, eftir að bátur þeirra sökk stuttu eftir brottför frá norðurafríkulandinu Líbíu, 2. ágúst. Samkvæmt fyrirtækinu sem gerir skipið út höfðu yfirvöld á Möltu óskað eftir því að skipið aðstoðaði við að koma fólkinu til bjargar. Því hafna stjórnvöld þar í landi hins vegar og segja björgunaraðgerðirnar hafa átt sér stað utan hafsögu Möltu. Skipinu var því neitað um að leggjast að bryggju á Möltu og hleypa fólkinu frá borði. Ítalía og Líbía höfnuðu því einnig að taka við fólkinu. Áhöfn skipsins og flóttafólkið var örvæntingarfyllra eftir því sem leið á sjódvölina. Einn farþeganna kom skilaboðum til maltneskra fjölmiðla með það eina markmið að láta fjölskyldu sína vita að hann hefði ekki dáið í Miðjarðarhafinu. Á síðustu dögunum áður en skipinu var leyft að leggjast að landi höfðu þrír flóttamannanna stokkið frá borði og reynt að synda í land. Þeim var fljótlega bjargað og komið aftur um borð í skipið af áhöfn Maersk Erienne. Á föstudag var hópurinn færður í björgunarskip á vegum samtakanna Mediterrenea Saving Humans og kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley í gær. Mediterranea birti skilaboð á Twitter í gær þar sem málið var sagt eitt það skammarlegasta í siglingasögu Evrópu. 🔵 At 22.40 today the 25 people that were transferred from the @maersktankers #Etienne to the #MareJonio landed in #Pozzallo. This puts an end to the longest and most shameful stand-off in European maritime history. pic.twitter.com/tsEufBv5ho— Mediterranea Saving Humans (@RescueMed) September 12, 2020 Ítalía Líbía Malta Flóttamenn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum. Í frétt breska ríkisútvarpsins er greint frá því að áhöfn danska tankskipsins Maersk Etienne hafi tekið hópinn, sem telur 27 manns og þar af eina ófríska konu, eftir að bátur þeirra sökk stuttu eftir brottför frá norðurafríkulandinu Líbíu, 2. ágúst. Samkvæmt fyrirtækinu sem gerir skipið út höfðu yfirvöld á Möltu óskað eftir því að skipið aðstoðaði við að koma fólkinu til bjargar. Því hafna stjórnvöld þar í landi hins vegar og segja björgunaraðgerðirnar hafa átt sér stað utan hafsögu Möltu. Skipinu var því neitað um að leggjast að bryggju á Möltu og hleypa fólkinu frá borði. Ítalía og Líbía höfnuðu því einnig að taka við fólkinu. Áhöfn skipsins og flóttafólkið var örvæntingarfyllra eftir því sem leið á sjódvölina. Einn farþeganna kom skilaboðum til maltneskra fjölmiðla með það eina markmið að láta fjölskyldu sína vita að hann hefði ekki dáið í Miðjarðarhafinu. Á síðustu dögunum áður en skipinu var leyft að leggjast að landi höfðu þrír flóttamannanna stokkið frá borði og reynt að synda í land. Þeim var fljótlega bjargað og komið aftur um borð í skipið af áhöfn Maersk Erienne. Á föstudag var hópurinn færður í björgunarskip á vegum samtakanna Mediterrenea Saving Humans og kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley í gær. Mediterranea birti skilaboð á Twitter í gær þar sem málið var sagt eitt það skammarlegasta í siglingasögu Evrópu. 🔵 At 22.40 today the 25 people that were transferred from the @maersktankers #Etienne to the #MareJonio landed in #Pozzallo. This puts an end to the longest and most shameful stand-off in European maritime history. pic.twitter.com/tsEufBv5ho— Mediterranea Saving Humans (@RescueMed) September 12, 2020
Ítalía Líbía Malta Flóttamenn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira