Ítalía

Fréttamynd

Frestar fundi G7 aftur

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits.

Erlent
Fréttamynd

Slakað á takmörkunum í Evrópu

Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi látinna kominn yfir 30.000 á Ítalíu

Fleiri en 30.000 manns eru nú látnir á Ítalíu vegna nýs afbrigðis kórónuveiru samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda. Mannskaðinn á Ítalíu er sá þriðji mesti í heiminum og sá mesti innan Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana

Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis.

Erlent
Fréttamynd

Yfir tvær milljónir smita staðfestar á heimsvísu

Staðfest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 eru nú fleiri en tvær milljónir á heimsvísu. Flest eru smitin í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vefsíðu á vegum Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Opnuðu nýtt sjúkra­hús í Mílanó

Nýtt sjúkrahús var opnað í Mílanó á Ítalíu í gær. Á nýja spítalanum eru 200 gjörgæslupláss og er vonast til að það létti á álaginu á sjúkrahúsin á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Yfir tíu þúsund látnir á Ítalíu

Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru orðin meira en 10 þúsund talsins á Ítalíu og 889 dóu af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn.

Erlent