Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 23:04 Það virðist sem forráðamenn liðanna 12 hafi ekki viljað eyða of miklu púðri í merki deildarinnar en það var greinilega búið til í tölvuforritinu Paint. The Super League Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Fyrr í dag fór Vísir yfir það sem virtust eingöngu verða orðrómar varðandi stofnun ofurdeildar Evrópu. Þar kom fram að tólf lið - sex frá Englandi, þrjú frá Ítalíu og þrjú frá Spáni - stefndu á að opinbera hugmynd sína um slíka deild og hvernig henni yrði háttað í kvöld. Nú seint í kvöld staðfestu félögin loks að þau ætluðu sér að stofna slíka deild og ætti hún að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu. Liðin tolf eru eftirfarandi: Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United og City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur. Formaður deildarinnar er Florentino Perez, forseti Real Madrid, og varaformenn eru Andrea Agnelli, einn af stjórnarmönnum Juventus, og Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United. Ofurdeild Evrópu er ætlað að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Alls verða 20 félög í deildinni, þar af 15 „stofnmeðlimir“ sem geta ekki fallið. Ekki hefur verið ákveðið hvernig hin fimm liðin verða valin hverju sinni. Fyrirkomulagið er svo ekki endanlega staðfest en sem stendur væri um tvo riðla að ræða með tíu liðum hvort. Spilað yrði heima og að heiman í hvorum riðli. Síðan færu eflaust efstu fjögur liðin í 8-liða úrslit. Hvernig dregið yrði í riðla hefur ekki verið útskýrt nánar. Liðin hafa ákveðið að tilkynna áform sín þó svo að knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar hafi gefið það út að þau lið sem taka þátt í keppni sem þessari – sem væri ekki á vegum UEFA né FIFA – yrði meinaður aðgangur í deildarkeppni þess lands sem liðið er frá. Það er ljóst að næstu dagar verða forvitnilegir en við fyrstu sýn virðist almennt mikið ósætti með ákvörðun félaganna. Gary Neville lét til að mynda sitt fyrrum félag, Manchester United, heyra það í beinni útsendingu á Sky Sports í kvöld. And there you go.... pic.twitter.com/l8fwvhEo60— James Pearce (@JamesPearceLFC) April 18, 2021 Þá hefur gjörningurinn fengið nær eingöngu slæm viðbrögð á samfélagsmiðlum. Athygli vekur að liðin tólf sögðu í yfirlýsingu sinni að þau vildu stofna deildina í samvinnu við UEFA og FIFA. Það virðist sem enginn hafi verið að hlusta þegar UEFA gaf þeim afarkosti fyrr í dag. UEFA could ban every player and club involved in the European Super League from ALL European or international competitions, according to @FabrizioRomano. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 18, 2021 Fyrr í dag staðfestu Þýskalands- og Evrópumeistarar Bayern Munchen að félagið myndi ekki þátt í deildinni. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain tóku í sama streng. Liðin í 7. og 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem og 5. sæti á Ítalíu eru hins vegar meðal stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Bretland England Ítalía Spánn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira
Fyrr í dag fór Vísir yfir það sem virtust eingöngu verða orðrómar varðandi stofnun ofurdeildar Evrópu. Þar kom fram að tólf lið - sex frá Englandi, þrjú frá Ítalíu og þrjú frá Spáni - stefndu á að opinbera hugmynd sína um slíka deild og hvernig henni yrði háttað í kvöld. Nú seint í kvöld staðfestu félögin loks að þau ætluðu sér að stofna slíka deild og ætti hún að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu. Liðin tolf eru eftirfarandi: Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United og City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur. Formaður deildarinnar er Florentino Perez, forseti Real Madrid, og varaformenn eru Andrea Agnelli, einn af stjórnarmönnum Juventus, og Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United. Ofurdeild Evrópu er ætlað að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Alls verða 20 félög í deildinni, þar af 15 „stofnmeðlimir“ sem geta ekki fallið. Ekki hefur verið ákveðið hvernig hin fimm liðin verða valin hverju sinni. Fyrirkomulagið er svo ekki endanlega staðfest en sem stendur væri um tvo riðla að ræða með tíu liðum hvort. Spilað yrði heima og að heiman í hvorum riðli. Síðan færu eflaust efstu fjögur liðin í 8-liða úrslit. Hvernig dregið yrði í riðla hefur ekki verið útskýrt nánar. Liðin hafa ákveðið að tilkynna áform sín þó svo að knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar hafi gefið það út að þau lið sem taka þátt í keppni sem þessari – sem væri ekki á vegum UEFA né FIFA – yrði meinaður aðgangur í deildarkeppni þess lands sem liðið er frá. Það er ljóst að næstu dagar verða forvitnilegir en við fyrstu sýn virðist almennt mikið ósætti með ákvörðun félaganna. Gary Neville lét til að mynda sitt fyrrum félag, Manchester United, heyra það í beinni útsendingu á Sky Sports í kvöld. And there you go.... pic.twitter.com/l8fwvhEo60— James Pearce (@JamesPearceLFC) April 18, 2021 Þá hefur gjörningurinn fengið nær eingöngu slæm viðbrögð á samfélagsmiðlum. Athygli vekur að liðin tólf sögðu í yfirlýsingu sinni að þau vildu stofna deildina í samvinnu við UEFA og FIFA. Það virðist sem enginn hafi verið að hlusta þegar UEFA gaf þeim afarkosti fyrr í dag. UEFA could ban every player and club involved in the European Super League from ALL European or international competitions, according to @FabrizioRomano. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 18, 2021 Fyrr í dag staðfestu Þýskalands- og Evrópumeistarar Bayern Munchen að félagið myndi ekki þátt í deildinni. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain tóku í sama streng. Liðin í 7. og 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem og 5. sæti á Ítalíu eru hins vegar meðal stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Bretland England Ítalía Spánn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira