Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 23:04 Það virðist sem forráðamenn liðanna 12 hafi ekki viljað eyða of miklu púðri í merki deildarinnar en það var greinilega búið til í tölvuforritinu Paint. The Super League Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Fyrr í dag fór Vísir yfir það sem virtust eingöngu verða orðrómar varðandi stofnun ofurdeildar Evrópu. Þar kom fram að tólf lið - sex frá Englandi, þrjú frá Ítalíu og þrjú frá Spáni - stefndu á að opinbera hugmynd sína um slíka deild og hvernig henni yrði háttað í kvöld. Nú seint í kvöld staðfestu félögin loks að þau ætluðu sér að stofna slíka deild og ætti hún að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu. Liðin tolf eru eftirfarandi: Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United og City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur. Formaður deildarinnar er Florentino Perez, forseti Real Madrid, og varaformenn eru Andrea Agnelli, einn af stjórnarmönnum Juventus, og Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United. Ofurdeild Evrópu er ætlað að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Alls verða 20 félög í deildinni, þar af 15 „stofnmeðlimir“ sem geta ekki fallið. Ekki hefur verið ákveðið hvernig hin fimm liðin verða valin hverju sinni. Fyrirkomulagið er svo ekki endanlega staðfest en sem stendur væri um tvo riðla að ræða með tíu liðum hvort. Spilað yrði heima og að heiman í hvorum riðli. Síðan færu eflaust efstu fjögur liðin í 8-liða úrslit. Hvernig dregið yrði í riðla hefur ekki verið útskýrt nánar. Liðin hafa ákveðið að tilkynna áform sín þó svo að knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar hafi gefið það út að þau lið sem taka þátt í keppni sem þessari – sem væri ekki á vegum UEFA né FIFA – yrði meinaður aðgangur í deildarkeppni þess lands sem liðið er frá. Það er ljóst að næstu dagar verða forvitnilegir en við fyrstu sýn virðist almennt mikið ósætti með ákvörðun félaganna. Gary Neville lét til að mynda sitt fyrrum félag, Manchester United, heyra það í beinni útsendingu á Sky Sports í kvöld. And there you go.... pic.twitter.com/l8fwvhEo60— James Pearce (@JamesPearceLFC) April 18, 2021 Þá hefur gjörningurinn fengið nær eingöngu slæm viðbrögð á samfélagsmiðlum. Athygli vekur að liðin tólf sögðu í yfirlýsingu sinni að þau vildu stofna deildina í samvinnu við UEFA og FIFA. Það virðist sem enginn hafi verið að hlusta þegar UEFA gaf þeim afarkosti fyrr í dag. UEFA could ban every player and club involved in the European Super League from ALL European or international competitions, according to @FabrizioRomano. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 18, 2021 Fyrr í dag staðfestu Þýskalands- og Evrópumeistarar Bayern Munchen að félagið myndi ekki þátt í deildinni. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain tóku í sama streng. Liðin í 7. og 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem og 5. sæti á Ítalíu eru hins vegar meðal stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Bretland England Ítalía Spánn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira
Fyrr í dag fór Vísir yfir það sem virtust eingöngu verða orðrómar varðandi stofnun ofurdeildar Evrópu. Þar kom fram að tólf lið - sex frá Englandi, þrjú frá Ítalíu og þrjú frá Spáni - stefndu á að opinbera hugmynd sína um slíka deild og hvernig henni yrði háttað í kvöld. Nú seint í kvöld staðfestu félögin loks að þau ætluðu sér að stofna slíka deild og ætti hún að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu. Liðin tolf eru eftirfarandi: Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United og City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur. Formaður deildarinnar er Florentino Perez, forseti Real Madrid, og varaformenn eru Andrea Agnelli, einn af stjórnarmönnum Juventus, og Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United. Ofurdeild Evrópu er ætlað að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Alls verða 20 félög í deildinni, þar af 15 „stofnmeðlimir“ sem geta ekki fallið. Ekki hefur verið ákveðið hvernig hin fimm liðin verða valin hverju sinni. Fyrirkomulagið er svo ekki endanlega staðfest en sem stendur væri um tvo riðla að ræða með tíu liðum hvort. Spilað yrði heima og að heiman í hvorum riðli. Síðan færu eflaust efstu fjögur liðin í 8-liða úrslit. Hvernig dregið yrði í riðla hefur ekki verið útskýrt nánar. Liðin hafa ákveðið að tilkynna áform sín þó svo að knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar hafi gefið það út að þau lið sem taka þátt í keppni sem þessari – sem væri ekki á vegum UEFA né FIFA – yrði meinaður aðgangur í deildarkeppni þess lands sem liðið er frá. Það er ljóst að næstu dagar verða forvitnilegir en við fyrstu sýn virðist almennt mikið ósætti með ákvörðun félaganna. Gary Neville lét til að mynda sitt fyrrum félag, Manchester United, heyra það í beinni útsendingu á Sky Sports í kvöld. And there you go.... pic.twitter.com/l8fwvhEo60— James Pearce (@JamesPearceLFC) April 18, 2021 Þá hefur gjörningurinn fengið nær eingöngu slæm viðbrögð á samfélagsmiðlum. Athygli vekur að liðin tólf sögðu í yfirlýsingu sinni að þau vildu stofna deildina í samvinnu við UEFA og FIFA. Það virðist sem enginn hafi verið að hlusta þegar UEFA gaf þeim afarkosti fyrr í dag. UEFA could ban every player and club involved in the European Super League from ALL European or international competitions, according to @FabrizioRomano. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 18, 2021 Fyrr í dag staðfestu Þýskalands- og Evrópumeistarar Bayern Munchen að félagið myndi ekki þátt í deildinni. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain tóku í sama streng. Liðin í 7. og 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem og 5. sæti á Ítalíu eru hins vegar meðal stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Bretland England Ítalía Spánn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira