Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 23:22 AstraZeneca sótti um að flytja 250.000 skammta af bóluefni sem var framleitt á Ítalíu til Ástralíu. Ríkisstjórnin í Róm hafnaði því. AP/Virginia Mayo Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. AstraZeneca virðist aðeins ætla að afhenda um 40% þess bóluefnis sem Evrópusambandið samdi um við fyrirtækið á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það hefur borið fyrir sig vandræði í framleiðslu. Samningur fyrirtækisins við ESB hljóðaði upp 300 milljónir skammta með möguleika á 100 milljónum til viðbótar síðar meir. ESB hefur sakað AstraZeneca um að heiðra ekki samninginn. Í kjölfarið samþykkti sambandið útflutningshömlur á bóluefni sem skyldar framleiðendur bóluefna til að leita leyfis áður en þau geta afgreitt sendingar til landa utan sambandsins. Ítalía er fyrsta ríkið sem nýtir heimild til þess að stöðva útflutning á bóluefni. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið afar hægt fyrir sig í Evrópu og sæti sambandið gagnrýni fyrir það. Í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni sagði ítalska utanríkisráðuneytið að Ástralía væri ekki á lista yfir „viðkvæm“ ríki, varanlegur skortur á bóluefni væri í Evrópusambandinu og á Ítalíu og að um mikinn fjölda skammta væri að ræða í samanburði við þá skammta sem AstraZeneca hefði afhent sambandinu og Ítalíu til þessa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra Ástralíu, segir að fyrsta sending á bóluefni sé þegar komin til landsins og hún dugi þar til næsti skammtur frá innlendum framleiðanda verður tilbúinn. Sendingin frá Ítalíu skipti ekki sköpum fyrir bólusetningaráætlun næstu vikna að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Hunt. AP-fréttastofan segir að fulltrúar AstraZeneca hafi ekki viljað tjá sig um ákvörðun ítalskra stjórnvalda. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Evrópusambandið Ástralía Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira
AstraZeneca virðist aðeins ætla að afhenda um 40% þess bóluefnis sem Evrópusambandið samdi um við fyrirtækið á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það hefur borið fyrir sig vandræði í framleiðslu. Samningur fyrirtækisins við ESB hljóðaði upp 300 milljónir skammta með möguleika á 100 milljónum til viðbótar síðar meir. ESB hefur sakað AstraZeneca um að heiðra ekki samninginn. Í kjölfarið samþykkti sambandið útflutningshömlur á bóluefni sem skyldar framleiðendur bóluefna til að leita leyfis áður en þau geta afgreitt sendingar til landa utan sambandsins. Ítalía er fyrsta ríkið sem nýtir heimild til þess að stöðva útflutning á bóluefni. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið afar hægt fyrir sig í Evrópu og sæti sambandið gagnrýni fyrir það. Í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni sagði ítalska utanríkisráðuneytið að Ástralía væri ekki á lista yfir „viðkvæm“ ríki, varanlegur skortur á bóluefni væri í Evrópusambandinu og á Ítalíu og að um mikinn fjölda skammta væri að ræða í samanburði við þá skammta sem AstraZeneca hefði afhent sambandinu og Ítalíu til þessa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra Ástralíu, segir að fyrsta sending á bóluefni sé þegar komin til landsins og hún dugi þar til næsti skammtur frá innlendum framleiðanda verður tilbúinn. Sendingin frá Ítalíu skipti ekki sköpum fyrir bólusetningaráætlun næstu vikna að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Hunt. AP-fréttastofan segir að fulltrúar AstraZeneca hafi ekki viljað tjá sig um ákvörðun ítalskra stjórnvalda.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Evrópusambandið Ástralía Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira