Neikvæð niðurstaða úr fíkniefnaprófi söngvarans Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 16:48 Damiano David söng framlag Ítalíu í ár, Zitti E Buoni, sem vann keppnina. Getty/Dean Mouhtaropoulos Niðurstöður fíkniefnaprófs söngvarans Damiano David leiddu í ljós að hann hefði ekki neytt fíkniefna á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar. David er söngvari hljómsveitarinnar Måneskin sem fór með sigur af hólmi í keppninni í ár fyrir hönd Ítalíu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Söngvakeppni evrópskra sjónarpsstöðva nú síðdegis. Samkvæmt tilkynningunni er litið svo á að málinu sé lokið og staðfest að engin fíkniefnaneysla hafi átt sér stað í Græna herberginu umrætt kvöld. Farið var yfir myndbandsupptökur af svæði keppenda og málið rannsakað frá öllum hliðum. „Okkur þykir miður að rangar vangaveltur, sem leiddu til falsfrétta, hafi varpað skugga á andann og niðurstöður keppninnar og haft neikvæð áhrif á hljómsveitina,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum keppninnar. Sjálfur hefur David, sem er 22 ára gamall, sagst vera móðgaður vegna ásakana um neyslu kókaíns en eftir keppnina sagðist hann hafa verið að líta niður á glas sem hljómsveitarfélagi hans hafði brotið. Hann samþykkti strax að undirgangast fíkniefnapróf. „Mér finnst þetta eiginlega fáránlegt. Við erum ungir með mikla ástríðu fyrir tónlist og þetta er í alvöru að skyggja á sigurinn okkar,“ sagði David um sögusagnirnar. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu sem fór á flug á samfélagsmiðlum eftir keppnina og var kveikjan að sögusögnum um kókaínneyslu söngvarans. What did Mr Italy just sniff off the table then? #Eurovision pic.twitter.com/vCKl5XA6LV— Rebecca Skelly 🌻 (@becckss) May 22, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Ítalía Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Söngvakeppni evrópskra sjónarpsstöðva nú síðdegis. Samkvæmt tilkynningunni er litið svo á að málinu sé lokið og staðfest að engin fíkniefnaneysla hafi átt sér stað í Græna herberginu umrætt kvöld. Farið var yfir myndbandsupptökur af svæði keppenda og málið rannsakað frá öllum hliðum. „Okkur þykir miður að rangar vangaveltur, sem leiddu til falsfrétta, hafi varpað skugga á andann og niðurstöður keppninnar og haft neikvæð áhrif á hljómsveitina,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum keppninnar. Sjálfur hefur David, sem er 22 ára gamall, sagst vera móðgaður vegna ásakana um neyslu kókaíns en eftir keppnina sagðist hann hafa verið að líta niður á glas sem hljómsveitarfélagi hans hafði brotið. Hann samþykkti strax að undirgangast fíkniefnapróf. „Mér finnst þetta eiginlega fáránlegt. Við erum ungir með mikla ástríðu fyrir tónlist og þetta er í alvöru að skyggja á sigurinn okkar,“ sagði David um sögusagnirnar. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu sem fór á flug á samfélagsmiðlum eftir keppnina og var kveikjan að sögusögnum um kókaínneyslu söngvarans. What did Mr Italy just sniff off the table then? #Eurovision pic.twitter.com/vCKl5XA6LV— Rebecca Skelly 🌻 (@becckss) May 22, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Ítalía Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira