Heilbrigðismál

Fréttamynd

Karl og Dóra og lífs­gæði les­blindra

Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum.

Skoðun
Fréttamynd

Brugðist fólkinu sem hafi byggt upp ís­lenskt sam­fé­lag

Dóttir aldraðs manns með heilabilun segir kerfið hafa brugðist honum og gagnrýnir það fyrir taka ekki betur mið af þörfum sjúklinga. 79 ára faðir hennar hefur glímt við mikil veikindi frá haustinu 2019 og hefur hún beðið í eitt og hálft ár eftir því að hann fái hvíldarinnlögn eða pláss á hjúkrunarheimili. 

Innlent
Fréttamynd

Samningar um læknis­þjónustu

Því miður virðist markmið yfirstjórnar heilbrigðismála nú um stundir vera að skera niður þjónustu sjálfstætt starfandi lækna, draga úr fjármagni og þar með framboði á sérhæfðri læknisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfið: rekstur og gildismat

Sjónvarpsþátturinn Kveikur sem sýndur var á Rúv þann 4. mars sl. fjallaði um rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna. Þar var hulunni, að hálfu, svipt af einni stórri blæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Vonbrigði

Það eru gríðarleg vonbrigði í hvaða farveg málefni hjúkrunarheimilanna eru komin af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Í september 2020 ákvað Fjarðabyggð að segja upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt uppsagnarákvæðum samninganna og skila þannig rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala aftur til ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

„Málefnið skiptir meira máli og ég er ekki yfir gagnrýni hafin“

„Helsti misskilningurinn er þó sá að margir halda að með jákvæðri líkamsímynd leiti fólk í óheilbrigði. Það er ekki rétt en gott er að muna að heilbrigði annara kemur okkur almennt ekkert við,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir rithöfundur, fyrirlesari og aðgerðarsinni í viðtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

„Bara ef það hentar mér“

Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til.

Skoðun
Fréttamynd

WHO: Ekki ástæða til að hætta að nota bóluefni AstraZeneca

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ekki ástæðu fyrir lönd að hætta að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Ekkert bendi til þess að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa stöðvað bólusetningar með efninu tímabundið í öryggisskyni.

Erlent
Fréttamynd

Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti.

Innlent
Fréttamynd

Margir leita til heilsugæslunnar vegna riðutilfinningar

Margir hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna riðutilfinningar sem fylgir skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Forstjóri heilsugæslunnar segir þetta algengt í náttúruhamförum þar sem vöðvaspenna og svefntruflanir geti valdið ójafnvægi í líkamanum.

Innlent
Fréttamynd

Þjónusta á for­sendum þess sem nýtir hana

Þjónusta við eldra fólk er ekki einfalt mál. Mest er það vegna þess að fólk er misjafnt með misjafnar þarfir. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og getu til að sækja sér þjónustu eða óska eftir henni. Þá hefur fólk og þeir sem standa því næst misjafnan áhuga og vilja til að fá þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári

„Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Í leit að sökudólgi?

Titill þessarar greinar „Í leit að sökudólgi?“ vísar til þess að heilbrigðisráðuneytið virðist þessa dagana vera í leit að sökudólgi sem bera eigi ábyrgð á óöryggi og þeim óskynsamlegu ákvörðunum, sem teknar hafa verið varðandi framkvæmd leghálsskimunar. Stjórn Félags íslenskra rannsóknarlækna fullyrðir að sökudólginn í þessu máli sé ekki að finna á meinafræðideild Landspítalans. Miklu líklegra er að ónógur eða óvandaður undirbúningur og tilviljanakenndar ákvarðanir hafi ráðið för.

Skoðun
Fréttamynd

Hinn þögli faraldur

Ákominn heilaskaði og afleiðingar hans hafa ekki fengið mikið pláss í umræðunni hér á landi. Það sinnuleysi hefur leitt af sér skilningsleysi á afleiðingum hans, bæði innan velferðar- og menntakerfisins sem og á vinnumarkaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert sýni jákvætt hingað til

Búið er að skima meirihluta þeirra starfsmanna Landspítalans sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 greindist með kórónuveirusmit. Hingað til hefur ekkert sýni verið jákvætt.

Innlent
Fréttamynd

Gengið út frá því að smit á Landspítala sé breska afbrigðið

Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar eru í sóttkví eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 Landspítalans í Fossvogi greindist með covid-19 í gær. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans í samtali við Vísi. Málið er litið alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Gefum fólki tækifæri

Fyrir nokkru síðan skrifaði 45 ára kona opið bréf til landlæknis þar sem hún rakti baráttu sína við offitu allt frá barnsaldri. Hún hefur einnig mátt glíma við gigt í nokkuð mörg ár og hún var kominn á leiðarenda gagnvart lyfjagjöf vegna gigtarinnar, engin lyf virkuðu lengur en læknirinn sagði henni að það myndi vissulega hjálpa að léttast.

Skoðun
Fréttamynd

Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik

Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum.

Erlent
Fréttamynd

Sá á kvölina sem ekki á völina

Almenningur klórar sér í kollinum yfir þessum biðraðaleik heilbrigðisráðherra. Það er eins og talið sé betra að fólk bíði og kveljist frekar en að ríkið semji við einkaaðila.

Skoðun