Það þýðir ekki að horfa bara á fjölda innlagna Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 12. nóvember 2021 21:01 Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Til að sinna 16 sjúklingum með Covid þarf um það bil helmingi fleira starfsfólk heldur annars. Á Íslandi er ein smitsjúkdómadeild. Þar eru 20 legurými. Rúmanýting þar var um og yfir 100% síðustu þrjá mánuði 2019, fyrir Covid. Þegar Covid-innlagnir aukast þarf að loka smitsjúkdómadeild fyrir öðrum en Covid sjúklingum. Þá þurfa þeir 20 sjúklingar sem þar dvelja jafnan að fara eitthvað annað. Rúmanýting á flestum legudeildum er í kringum 100%, þannig að það gefur augaleið að þegar Covid innlögnum fjölgar hefur það víðtæk áhrif. En það er fleira sem gerist heldur en að fólk leggist inn á smitsjúkdómadeild. Á Covid göngudeildinni í Birkiborg er tekið á móti fólki sem þarf skoðun, eftirlit og stuðningsmeðferð (vökva t.d.). Með því að veita þétt eftirlit og kalla fólk inn í rannsóknir, skoðun og meðferð áður en það verður alvarlega veikt er hægt að koma í veg fyrir frekari versnun og jafnvel innlögn. Til að sinna þessu starfi þarf að sjálfsögðu mikinn mannskap þar sem allir þessi einstaklingar eru í einangrun. Þegar svona mikið af smitum eru í samfélaginu er óhjákvæmilegt að eitthvað berist inn á spítalann. Það hefur gerst a.m.k. tvisvar sinnum í þessari viku. Þá þarf að grípa til víðtækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að smit breiðist út í þeim viðkvæma hópi sem eru sjúklingar Landspítala.Það getur verið flókin rakning, t.d. ef það þarf að rekja ferðir sjúklings sem hefur farið víða í rannsóknir eða önnur inngrip. Þess vegna er spítalinn með sérstakt rakningarteymi, þar starfar sérhæft fólk sem þekkir stofnunina vel og er ótrúlega öflugt að hnýta alla lausa enda. Þetta fólk sinnir venjulega öðrum störfum sem fara á bið.Einnig þarf að loka fyrir innlagnir á viðkomandi deild á meðan á rakningu stendur og það getur tekið nokkra daga, sérstaklega ef smitin reynast fleiri en eitt. Sjúklingar sem þurfa innlögn þurfa þá að fara á aðrar deildir, sem eru fyrir líklega með um og yfir 100% rúmanýtingu, eða bíða áfram á bráðamóttöku. Starfsfólk lendir líka í sóttkví, fær covid eða er heima með börnum í sóttkví. Það er öllum ljóst að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hefur verið bent á skort á hjúkrunarfræðingum undanfarin ár. Það gefur því augaleið að það er mjög erfitt að manna starfsemi þegar mikið er um veikindi eða fjarveru tengda Covid. Á sama tíma eru komur á bráðamóttöku og innlagnir af öðrum ástæðum en Covid svipað margar og í venjulegu árferði. Starfsfólk Landspítala hefur staðið sig gríðarlega vel og lagt á sig ómælda auka vinnu undanfarna 20 mánuði og öll árin þar á undan. Starfsumhverfið krefst útsjónarsemi, seiglu og þrautseigju. Það er krefjandi að vita aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér, að þurfa sífellt að umbreyta starfi sínu og starfa undir miklu álagi í langan tíma. Síðast en ekki síst er mjög krefjandi að þurfa stöðugt að sannfæra fólk um að við séum að segja satt, svona er raunverulega staðan. Sem betur fer starfar á Landspítala stórkostlegt fólk, fólk sem heldur þessu öllu saman gangandi. Starfsfólk Landspítala er allt að gera sitt besta, alltaf að leita leiða til að gera betur. Ef það eru fleiri þarna úti með góðar hugmyndir, endilega látið þær berast. Við erum hér, að vinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Til að sinna 16 sjúklingum með Covid þarf um það bil helmingi fleira starfsfólk heldur annars. Á Íslandi er ein smitsjúkdómadeild. Þar eru 20 legurými. Rúmanýting þar var um og yfir 100% síðustu þrjá mánuði 2019, fyrir Covid. Þegar Covid-innlagnir aukast þarf að loka smitsjúkdómadeild fyrir öðrum en Covid sjúklingum. Þá þurfa þeir 20 sjúklingar sem þar dvelja jafnan að fara eitthvað annað. Rúmanýting á flestum legudeildum er í kringum 100%, þannig að það gefur augaleið að þegar Covid innlögnum fjölgar hefur það víðtæk áhrif. En það er fleira sem gerist heldur en að fólk leggist inn á smitsjúkdómadeild. Á Covid göngudeildinni í Birkiborg er tekið á móti fólki sem þarf skoðun, eftirlit og stuðningsmeðferð (vökva t.d.). Með því að veita þétt eftirlit og kalla fólk inn í rannsóknir, skoðun og meðferð áður en það verður alvarlega veikt er hægt að koma í veg fyrir frekari versnun og jafnvel innlögn. Til að sinna þessu starfi þarf að sjálfsögðu mikinn mannskap þar sem allir þessi einstaklingar eru í einangrun. Þegar svona mikið af smitum eru í samfélaginu er óhjákvæmilegt að eitthvað berist inn á spítalann. Það hefur gerst a.m.k. tvisvar sinnum í þessari viku. Þá þarf að grípa til víðtækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að smit breiðist út í þeim viðkvæma hópi sem eru sjúklingar Landspítala.Það getur verið flókin rakning, t.d. ef það þarf að rekja ferðir sjúklings sem hefur farið víða í rannsóknir eða önnur inngrip. Þess vegna er spítalinn með sérstakt rakningarteymi, þar starfar sérhæft fólk sem þekkir stofnunina vel og er ótrúlega öflugt að hnýta alla lausa enda. Þetta fólk sinnir venjulega öðrum störfum sem fara á bið.Einnig þarf að loka fyrir innlagnir á viðkomandi deild á meðan á rakningu stendur og það getur tekið nokkra daga, sérstaklega ef smitin reynast fleiri en eitt. Sjúklingar sem þurfa innlögn þurfa þá að fara á aðrar deildir, sem eru fyrir líklega með um og yfir 100% rúmanýtingu, eða bíða áfram á bráðamóttöku. Starfsfólk lendir líka í sóttkví, fær covid eða er heima með börnum í sóttkví. Það er öllum ljóst að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hefur verið bent á skort á hjúkrunarfræðingum undanfarin ár. Það gefur því augaleið að það er mjög erfitt að manna starfsemi þegar mikið er um veikindi eða fjarveru tengda Covid. Á sama tíma eru komur á bráðamóttöku og innlagnir af öðrum ástæðum en Covid svipað margar og í venjulegu árferði. Starfsfólk Landspítala hefur staðið sig gríðarlega vel og lagt á sig ómælda auka vinnu undanfarna 20 mánuði og öll árin þar á undan. Starfsumhverfið krefst útsjónarsemi, seiglu og þrautseigju. Það er krefjandi að vita aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér, að þurfa sífellt að umbreyta starfi sínu og starfa undir miklu álagi í langan tíma. Síðast en ekki síst er mjög krefjandi að þurfa stöðugt að sannfæra fólk um að við séum að segja satt, svona er raunverulega staðan. Sem betur fer starfar á Landspítala stórkostlegt fólk, fólk sem heldur þessu öllu saman gangandi. Starfsfólk Landspítala er allt að gera sitt besta, alltaf að leita leiða til að gera betur. Ef það eru fleiri þarna úti með góðar hugmyndir, endilega látið þær berast. Við erum hér, að vinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun