Það þýðir ekki að horfa bara á fjölda innlagna Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 12. nóvember 2021 21:01 Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Til að sinna 16 sjúklingum með Covid þarf um það bil helmingi fleira starfsfólk heldur annars. Á Íslandi er ein smitsjúkdómadeild. Þar eru 20 legurými. Rúmanýting þar var um og yfir 100% síðustu þrjá mánuði 2019, fyrir Covid. Þegar Covid-innlagnir aukast þarf að loka smitsjúkdómadeild fyrir öðrum en Covid sjúklingum. Þá þurfa þeir 20 sjúklingar sem þar dvelja jafnan að fara eitthvað annað. Rúmanýting á flestum legudeildum er í kringum 100%, þannig að það gefur augaleið að þegar Covid innlögnum fjölgar hefur það víðtæk áhrif. En það er fleira sem gerist heldur en að fólk leggist inn á smitsjúkdómadeild. Á Covid göngudeildinni í Birkiborg er tekið á móti fólki sem þarf skoðun, eftirlit og stuðningsmeðferð (vökva t.d.). Með því að veita þétt eftirlit og kalla fólk inn í rannsóknir, skoðun og meðferð áður en það verður alvarlega veikt er hægt að koma í veg fyrir frekari versnun og jafnvel innlögn. Til að sinna þessu starfi þarf að sjálfsögðu mikinn mannskap þar sem allir þessi einstaklingar eru í einangrun. Þegar svona mikið af smitum eru í samfélaginu er óhjákvæmilegt að eitthvað berist inn á spítalann. Það hefur gerst a.m.k. tvisvar sinnum í þessari viku. Þá þarf að grípa til víðtækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að smit breiðist út í þeim viðkvæma hópi sem eru sjúklingar Landspítala.Það getur verið flókin rakning, t.d. ef það þarf að rekja ferðir sjúklings sem hefur farið víða í rannsóknir eða önnur inngrip. Þess vegna er spítalinn með sérstakt rakningarteymi, þar starfar sérhæft fólk sem þekkir stofnunina vel og er ótrúlega öflugt að hnýta alla lausa enda. Þetta fólk sinnir venjulega öðrum störfum sem fara á bið.Einnig þarf að loka fyrir innlagnir á viðkomandi deild á meðan á rakningu stendur og það getur tekið nokkra daga, sérstaklega ef smitin reynast fleiri en eitt. Sjúklingar sem þurfa innlögn þurfa þá að fara á aðrar deildir, sem eru fyrir líklega með um og yfir 100% rúmanýtingu, eða bíða áfram á bráðamóttöku. Starfsfólk lendir líka í sóttkví, fær covid eða er heima með börnum í sóttkví. Það er öllum ljóst að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hefur verið bent á skort á hjúkrunarfræðingum undanfarin ár. Það gefur því augaleið að það er mjög erfitt að manna starfsemi þegar mikið er um veikindi eða fjarveru tengda Covid. Á sama tíma eru komur á bráðamóttöku og innlagnir af öðrum ástæðum en Covid svipað margar og í venjulegu árferði. Starfsfólk Landspítala hefur staðið sig gríðarlega vel og lagt á sig ómælda auka vinnu undanfarna 20 mánuði og öll árin þar á undan. Starfsumhverfið krefst útsjónarsemi, seiglu og þrautseigju. Það er krefjandi að vita aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér, að þurfa sífellt að umbreyta starfi sínu og starfa undir miklu álagi í langan tíma. Síðast en ekki síst er mjög krefjandi að þurfa stöðugt að sannfæra fólk um að við séum að segja satt, svona er raunverulega staðan. Sem betur fer starfar á Landspítala stórkostlegt fólk, fólk sem heldur þessu öllu saman gangandi. Starfsfólk Landspítala er allt að gera sitt besta, alltaf að leita leiða til að gera betur. Ef það eru fleiri þarna úti með góðar hugmyndir, endilega látið þær berast. Við erum hér, að vinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Til að sinna 16 sjúklingum með Covid þarf um það bil helmingi fleira starfsfólk heldur annars. Á Íslandi er ein smitsjúkdómadeild. Þar eru 20 legurými. Rúmanýting þar var um og yfir 100% síðustu þrjá mánuði 2019, fyrir Covid. Þegar Covid-innlagnir aukast þarf að loka smitsjúkdómadeild fyrir öðrum en Covid sjúklingum. Þá þurfa þeir 20 sjúklingar sem þar dvelja jafnan að fara eitthvað annað. Rúmanýting á flestum legudeildum er í kringum 100%, þannig að það gefur augaleið að þegar Covid innlögnum fjölgar hefur það víðtæk áhrif. En það er fleira sem gerist heldur en að fólk leggist inn á smitsjúkdómadeild. Á Covid göngudeildinni í Birkiborg er tekið á móti fólki sem þarf skoðun, eftirlit og stuðningsmeðferð (vökva t.d.). Með því að veita þétt eftirlit og kalla fólk inn í rannsóknir, skoðun og meðferð áður en það verður alvarlega veikt er hægt að koma í veg fyrir frekari versnun og jafnvel innlögn. Til að sinna þessu starfi þarf að sjálfsögðu mikinn mannskap þar sem allir þessi einstaklingar eru í einangrun. Þegar svona mikið af smitum eru í samfélaginu er óhjákvæmilegt að eitthvað berist inn á spítalann. Það hefur gerst a.m.k. tvisvar sinnum í þessari viku. Þá þarf að grípa til víðtækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að smit breiðist út í þeim viðkvæma hópi sem eru sjúklingar Landspítala.Það getur verið flókin rakning, t.d. ef það þarf að rekja ferðir sjúklings sem hefur farið víða í rannsóknir eða önnur inngrip. Þess vegna er spítalinn með sérstakt rakningarteymi, þar starfar sérhæft fólk sem þekkir stofnunina vel og er ótrúlega öflugt að hnýta alla lausa enda. Þetta fólk sinnir venjulega öðrum störfum sem fara á bið.Einnig þarf að loka fyrir innlagnir á viðkomandi deild á meðan á rakningu stendur og það getur tekið nokkra daga, sérstaklega ef smitin reynast fleiri en eitt. Sjúklingar sem þurfa innlögn þurfa þá að fara á aðrar deildir, sem eru fyrir líklega með um og yfir 100% rúmanýtingu, eða bíða áfram á bráðamóttöku. Starfsfólk lendir líka í sóttkví, fær covid eða er heima með börnum í sóttkví. Það er öllum ljóst að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hefur verið bent á skort á hjúkrunarfræðingum undanfarin ár. Það gefur því augaleið að það er mjög erfitt að manna starfsemi þegar mikið er um veikindi eða fjarveru tengda Covid. Á sama tíma eru komur á bráðamóttöku og innlagnir af öðrum ástæðum en Covid svipað margar og í venjulegu árferði. Starfsfólk Landspítala hefur staðið sig gríðarlega vel og lagt á sig ómælda auka vinnu undanfarna 20 mánuði og öll árin þar á undan. Starfsumhverfið krefst útsjónarsemi, seiglu og þrautseigju. Það er krefjandi að vita aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér, að þurfa sífellt að umbreyta starfi sínu og starfa undir miklu álagi í langan tíma. Síðast en ekki síst er mjög krefjandi að þurfa stöðugt að sannfæra fólk um að við séum að segja satt, svona er raunverulega staðan. Sem betur fer starfar á Landspítala stórkostlegt fólk, fólk sem heldur þessu öllu saman gangandi. Starfsfólk Landspítala er allt að gera sitt besta, alltaf að leita leiða til að gera betur. Ef það eru fleiri þarna úti með góðar hugmyndir, endilega látið þær berast. Við erum hér, að vinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun