Öryggi kvenna í óstöðugu heilbrigðiskerfi Sævar Þór Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 15:01 Málefni tengd legháls- og brjóstaskimunum hafa verið mikið í umræðunni og hefur hún bæði snúist um brotalamir við umræddar skimanir innan Krabbameinsfélagsins og yfirfærslu þeirra skimana yfir til heilsugæslunnar. Til undirritaðs hefur leitað fjöldi kvenna sem telja að miklar brotalamir hafi verið á eftirliti og eftirfylgni með krabbameinsskoðunum hjá þeim og að þær hafi orðið fyrir skaða sem fólst í rangri greiningu og þær ekki fengið viðeigandi meðferð til að varna heilsutjóni sem ella hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það er þyngra en tárum taki að sumar þessara kvenna eru látnar í dag. Landlæknisembættið hefur til skoðunar nokkur mál og hefur meðal annars komist að því að verkferlum leghálsskimanna hafi verið ábótavant. Hér ætla ég að nefna nokkur tilvik úr þeim málum sem eru til skoðunar hjá mér. Tilvik 1: Kona hafði farið í skimanir fyrir brjóstakrabbameini og ekkert óeðlilegt fundist annað en „blöðrur“ sem hún var sannfærð um að væru meinlausar. Svo fór hún að fá einkenni og leitaði til annars læknis. Var hún send á sjúkrahús og þar talið að hún væri með klemmda taug í öxl. Hún reyndi að fá skýringar áfram þar sem sprautur í öxl voru ekki að virka sem skyldi. Þá lenti hún í lokunum vegna Covid-19. Loks þegar hún komst að til afleysingarlæknis var hún send í myndatöku og í ljós kom brjóstakrabbamein og meinvörp víða um líkamann. Tilvik 2: Kona hafði sögu um brjóstakrabbamein. Hún leitaði til Leitarstöðvar vegna einkenna í febrúar 2018 og fékk tíma í skimun. Niðurstaða vegna skimunarinnar var að ekkert óeðlilegt væri að finna. Hún var ósátt og leitaði til skurðlæknis sumarið 2018 í því skyni að lagfæra lýtið á brjóstinu (þar sem meinið hafði áður verið) og læknirinn sá ástæðu til að stinga á brjóstið og taka sýni. Í ljós kom brjóstakrabbamein. Tilvik 3: Kona leitaði til Leitarstöðvar vegna hnúts í brjósti árið 2014. Hún fór fyrst í skimun sem kom eðlilega út en gerði kröfu um að fá klíníska skoðun sem og hún fékk. Hún var með krabbameinsgrunsamlegan hnút í öðru brjósti og Leitarstöð sendi erindi til skurðlæknis á Akranesi, þess efnis að fjarlægja þennan hnút. Þegar umrædd kona pantaði sér tíma hjá skurðlækninum, sagði hann að það þyrfti ekki að fjarlægja hann. Hún fór aftur í skimun fyrir brjóstakrabbameini árið 2016 og var hún kölluð aftur í klíníska skoðun en ekkert óeðlilegt kom í ljós. Umrædd kona var ósátt og um mánuði síðar leitaði hún til skurðlæknis til að láta fjarlægja hnútinn. Í ljós kom brjóstakrabbamein. Tilvik 4: Kona fann hnút í brjósti árið 2007 og fór í klíníska skoðun hið sama ár, árið 2009 og 2016 en ekkert athugavert fannst. Mánuði eftir síðustu skoðunina leitaðu hún til skurðlæknis sem fjarlægði hnútinn og í ljós kom brjóstakrabbamein. Tilvik 5: Kona fór í skimun fyrir brjóstakrabbameini í ágúst 2012 en ekkert óeðlilegt kom í ljós. Sumarið 2013 fann hún fyrir hnút í brjósti og fór í klíníska skoðun. Í ljós kom brjóstakrabbamein og bornar voru saman myndir frá 2012 og sáust breytingar þar, þ.e. í skimuninni. Ekki voru merki um fjarmeinvörp. Umrædd kona undirgekkst brjóstnám og eitlar voru fjarlægðir. Við tók lyfja- og geislameðferð og að því loknu var hún á hormónatöflum til að koma í veg fyrir frekari dreifingu á meininu. Hún var einnig í árlegu eftirliti hjá krabbameinslækni og á sex mánaðar fresti í eftirliti vegna BRCA2 stökkbreytingar. Hún var að hugsa um að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir vegna BRCA2 en áður en til þeirra kom þurfti hún að fara í stigun, enda var hún með verki í hægri mjöðm. Í ljós kom að meinvörp voru komin víða svo hún hóf lyfja- og geislameðferð að nýju. Hún sá útprentað blað hjá lækni árið 2019 um að breytingar hafi sést í skimun árið 2012 og tók blaðið með sér heim. Hún lést í nóvember sl. Tilvik 6: kona hafði grun um að hún væri með brjóstakrabbamein í september 2020 og var bent á, af lækni á Domus Medica, að fara á Leitarstöð í skoðun en fékk ekki að fara í skimun vegna ungs aldurs og vegna þess að engir lausir tímar voru. Hún gafst þó ekki upp og fékk loks tíma í skimun í upphafi árs 2021. Ekkert óeðlilegt kom úr skimuninni og átti hún að fá tíma að nýju eftir tvö ár. Hún óskaði eftir að fá klíníska skoðun og þurfti að leita til heimilislæknis sem sendi beiðni um klíníska skoðun. Loksins þegar hún komst að hinn 26. mars 2021 kom í ljós brjóstakrabbamein og hefur hún nú farið í brjóstnám á báðum brjóstum, einnig á því heilbrigða, því hún gat ekki hugsað sér að þurfa að ganga í gegnum þetta aftur. Af þessum málum má sjá að í sex tilvikum eru konur að leita til Leitarstöðvar með einkenni í brjósti. Allar eiga þær það sameiginlegt að ekkert óeðlilegt kom í ljós vegna skimana. Þrjár af þeim leituðu svo til skurðlæknis til þess að láta fjarlægja hnúta eða laga afbrigðilegt útlit brjóstsins. Tvær af þeim höfðu þá þegar fengið klíníska skoðun sem kom eðlilega út. Þá kom í ljós að þær voru með brjóstakrabbamein. Með réttu hefði átt að vísa einni konunni sem hafði ekki fengið klíníska skoðun í slíka strax. Þær höfðu allar einkenni og þar af tvær höfðu sögu um brjóstakrabbamein. Ein fékk ekki sérskoðun og þegar hún fór að leita skýringa var talið að hún væri með frosna öxl og svo lenti hún í töfum vegna Covid-19 lokanna. Ein þeirra hafði sjálf leitað með einkenni um ári eftir athugasemdalausa skimun. Í ljós kom brjóstakrabbamein. Sex árum síðar komu í ljós meinvörp dreifð víða um líkamann, þrátt fyrir eftirfylgni eftir brjóstakrabbamein. Sú kona er látin. Ein konan lenti í því að hafa einkenni en að vera synjað um skoðun ítrekað vegna ungs aldurs og þar sem ekki væru lausir tímar. Hún fékk það í gegn að fara í skimun en var ósátt við athugasemdalausar niðurstöður. Eftir að hafa reynt að komast í klíníska skoðun í tvo mánuði eftir skimunina, kom í ljós brjóstakrabbamein. Svo virðist vera sem skimanir fyrir brjóstakrabbameini séu einhverskonar færibandavinna og að ekki sé rétt staðið að þeim í öll skipti eða að ekki sé lesið rétt úr myndunum. Þá er konum með einkenni ekki vísað í klíníska skoðun í öllum tilvikum, þrátt fyrir að þær óski eftir því sérstaklega að bendi á hnúta eða annað sem þær vilja að skoðað sé frekar. Einnig er erfitt fyrir ungar konur að komast í brjóstaskimanir eða klínískar skoðanir, þeim er einfaldlega neitað þó þær leiti skýringa. Með skimun fyrir brjóstakrabbameini er oft unnt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi. Því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því ólíklegra er að það hafi náð að dreifa sér og þar af leiðandi eru meiri líkur á lækningu. Því fyrr sem hægt er að bregðast við, því betra, svo hægt sé að grípa inn í og fjarlægja meinið. Enn fremur virðist eftirfylgni eftir að konur greinast með brjóstakrabbamein vera ábótavant. Þ.e. ekki er fylgst nægjanlega vel með mögulegum meinvörpum út frá brjóstakrabbameininu. Þrátt fyrir að lyfja- og geislameðferð hefur verið lokið, geta meinvörp komið. Þrátt fyrir að þessar konur eigi tíma hjá krabbameinslæknum reglulega eftir að hafa lokið meðferðum, virðist ekki vera fylgst með meinvörpum en þekkt og algeng meinvörp eru í brjóstinu eða á því svæði sem brjóstið var, í bringunni, í eitlum, í beinum, í lungum eða umhverfi þeirra, í lifur og í heila. Sé fylgst vel með þessu geta konur með meinvörp lifað góðu lífi, enda er það ekki ósigrandi ef þetta er fundið í tíma. Sé það hins vegar dreift víða eru lífslíkurnar og lífsgæðin minni. Raunin er sú að konur eru ekki skoðaðar sérstaklega nema þegar þær fara að finna fyrir einkennum. Vandamálið er það að þegar svo er komið, að konur fara að finna einkenni, er meinið yfirleitt verulega dreift og ávinningur af lyfja- og geislameðferð mun mögulega tímabundið stöðva frekari útbreiðslu á meininu. Í ljósi þess að verið er að synja konum um skimanir eða klínískar skoðanir vegna ungs aldurs eða annarra hluta vegna, þá er vert að taka inn kostnaðarhliðina. Það er jú dýrt að mynda hverja og eina konu og senda í klínískar skoðanir en finnist krabbamein hjá þeim er lyfja- og geislameðferð mikið dýrari. Því er ekki tækt að bera fyrir sig að slíkar skoðanir séu svo kostnaðarsamar og að viðkomandi kona sé „örugglega ekki með krabbamein“. Svo er ávinningurinn auðvitað jafnframt sá að finna og greina brjóstakrabbamein á grunnstigi svo að konan geti lifað góðu lífi. Engin kona kýs að fá brjóstakrabbamein og þiggja sem betur fer margar konur boð í skimun. Þegar konur leita aðstoðar vegna einkenna í brjósti á að hlusta á þær í hvívetna. Þær eiga að upplifa sig öruggar og skimanir veita konum hugarró, þ.e. þær telja sig vera að sinna sinni heilsu. Konur eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum það sem framangreindar konur hafa þurft að gera, ásamt mörgum öðrum konum. Verkferlar og gæðamál í brjóstakrabbameinsmálum verða að breytast. Sé einhver vafi til staðar, á að kalla viðkomandi konu inn aftur í frekari skoðun. Konur eiga að fá tíma ef þær vilja skoðun, burt séð frá aldri, síðustu komu eða hvað eina annað. Þá verður að fylgja málum betur eftir, þ.e. að upplýsa konur um niðurstöður, ef eitthvað fór úrskeiðis, ásamt fræðslu. Það er ekki gott ef verið er að fæla konur í burtu, þ.e. þá eru þær jafnvel líklegar til þess að leita ekki læknisaðstoðar ef eitthvað bjátar á og halda jafnvel að eitthvað andlegt sé að hrjá þær. Þá eru margar hverjar ekki í stakk búnar til þess að taka einhvern slag við kerfið til að fá rannsóknir eða annað skoðað hjá sér, heilsunnar vegna. Til minningar um þær konur sem hafa látist á þessu ári og í virðingarskyni við aðstandendur þeirra ættum við að gera betur í þessum málum. Höfundur er lögmaður og MBA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni tengd legháls- og brjóstaskimunum hafa verið mikið í umræðunni og hefur hún bæði snúist um brotalamir við umræddar skimanir innan Krabbameinsfélagsins og yfirfærslu þeirra skimana yfir til heilsugæslunnar. Til undirritaðs hefur leitað fjöldi kvenna sem telja að miklar brotalamir hafi verið á eftirliti og eftirfylgni með krabbameinsskoðunum hjá þeim og að þær hafi orðið fyrir skaða sem fólst í rangri greiningu og þær ekki fengið viðeigandi meðferð til að varna heilsutjóni sem ella hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það er þyngra en tárum taki að sumar þessara kvenna eru látnar í dag. Landlæknisembættið hefur til skoðunar nokkur mál og hefur meðal annars komist að því að verkferlum leghálsskimanna hafi verið ábótavant. Hér ætla ég að nefna nokkur tilvik úr þeim málum sem eru til skoðunar hjá mér. Tilvik 1: Kona hafði farið í skimanir fyrir brjóstakrabbameini og ekkert óeðlilegt fundist annað en „blöðrur“ sem hún var sannfærð um að væru meinlausar. Svo fór hún að fá einkenni og leitaði til annars læknis. Var hún send á sjúkrahús og þar talið að hún væri með klemmda taug í öxl. Hún reyndi að fá skýringar áfram þar sem sprautur í öxl voru ekki að virka sem skyldi. Þá lenti hún í lokunum vegna Covid-19. Loks þegar hún komst að til afleysingarlæknis var hún send í myndatöku og í ljós kom brjóstakrabbamein og meinvörp víða um líkamann. Tilvik 2: Kona hafði sögu um brjóstakrabbamein. Hún leitaði til Leitarstöðvar vegna einkenna í febrúar 2018 og fékk tíma í skimun. Niðurstaða vegna skimunarinnar var að ekkert óeðlilegt væri að finna. Hún var ósátt og leitaði til skurðlæknis sumarið 2018 í því skyni að lagfæra lýtið á brjóstinu (þar sem meinið hafði áður verið) og læknirinn sá ástæðu til að stinga á brjóstið og taka sýni. Í ljós kom brjóstakrabbamein. Tilvik 3: Kona leitaði til Leitarstöðvar vegna hnúts í brjósti árið 2014. Hún fór fyrst í skimun sem kom eðlilega út en gerði kröfu um að fá klíníska skoðun sem og hún fékk. Hún var með krabbameinsgrunsamlegan hnút í öðru brjósti og Leitarstöð sendi erindi til skurðlæknis á Akranesi, þess efnis að fjarlægja þennan hnút. Þegar umrædd kona pantaði sér tíma hjá skurðlækninum, sagði hann að það þyrfti ekki að fjarlægja hann. Hún fór aftur í skimun fyrir brjóstakrabbameini árið 2016 og var hún kölluð aftur í klíníska skoðun en ekkert óeðlilegt kom í ljós. Umrædd kona var ósátt og um mánuði síðar leitaði hún til skurðlæknis til að láta fjarlægja hnútinn. Í ljós kom brjóstakrabbamein. Tilvik 4: Kona fann hnút í brjósti árið 2007 og fór í klíníska skoðun hið sama ár, árið 2009 og 2016 en ekkert athugavert fannst. Mánuði eftir síðustu skoðunina leitaðu hún til skurðlæknis sem fjarlægði hnútinn og í ljós kom brjóstakrabbamein. Tilvik 5: Kona fór í skimun fyrir brjóstakrabbameini í ágúst 2012 en ekkert óeðlilegt kom í ljós. Sumarið 2013 fann hún fyrir hnút í brjósti og fór í klíníska skoðun. Í ljós kom brjóstakrabbamein og bornar voru saman myndir frá 2012 og sáust breytingar þar, þ.e. í skimuninni. Ekki voru merki um fjarmeinvörp. Umrædd kona undirgekkst brjóstnám og eitlar voru fjarlægðir. Við tók lyfja- og geislameðferð og að því loknu var hún á hormónatöflum til að koma í veg fyrir frekari dreifingu á meininu. Hún var einnig í árlegu eftirliti hjá krabbameinslækni og á sex mánaðar fresti í eftirliti vegna BRCA2 stökkbreytingar. Hún var að hugsa um að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir vegna BRCA2 en áður en til þeirra kom þurfti hún að fara í stigun, enda var hún með verki í hægri mjöðm. Í ljós kom að meinvörp voru komin víða svo hún hóf lyfja- og geislameðferð að nýju. Hún sá útprentað blað hjá lækni árið 2019 um að breytingar hafi sést í skimun árið 2012 og tók blaðið með sér heim. Hún lést í nóvember sl. Tilvik 6: kona hafði grun um að hún væri með brjóstakrabbamein í september 2020 og var bent á, af lækni á Domus Medica, að fara á Leitarstöð í skoðun en fékk ekki að fara í skimun vegna ungs aldurs og vegna þess að engir lausir tímar voru. Hún gafst þó ekki upp og fékk loks tíma í skimun í upphafi árs 2021. Ekkert óeðlilegt kom úr skimuninni og átti hún að fá tíma að nýju eftir tvö ár. Hún óskaði eftir að fá klíníska skoðun og þurfti að leita til heimilislæknis sem sendi beiðni um klíníska skoðun. Loksins þegar hún komst að hinn 26. mars 2021 kom í ljós brjóstakrabbamein og hefur hún nú farið í brjóstnám á báðum brjóstum, einnig á því heilbrigða, því hún gat ekki hugsað sér að þurfa að ganga í gegnum þetta aftur. Af þessum málum má sjá að í sex tilvikum eru konur að leita til Leitarstöðvar með einkenni í brjósti. Allar eiga þær það sameiginlegt að ekkert óeðlilegt kom í ljós vegna skimana. Þrjár af þeim leituðu svo til skurðlæknis til þess að láta fjarlægja hnúta eða laga afbrigðilegt útlit brjóstsins. Tvær af þeim höfðu þá þegar fengið klíníska skoðun sem kom eðlilega út. Þá kom í ljós að þær voru með brjóstakrabbamein. Með réttu hefði átt að vísa einni konunni sem hafði ekki fengið klíníska skoðun í slíka strax. Þær höfðu allar einkenni og þar af tvær höfðu sögu um brjóstakrabbamein. Ein fékk ekki sérskoðun og þegar hún fór að leita skýringa var talið að hún væri með frosna öxl og svo lenti hún í töfum vegna Covid-19 lokanna. Ein þeirra hafði sjálf leitað með einkenni um ári eftir athugasemdalausa skimun. Í ljós kom brjóstakrabbamein. Sex árum síðar komu í ljós meinvörp dreifð víða um líkamann, þrátt fyrir eftirfylgni eftir brjóstakrabbamein. Sú kona er látin. Ein konan lenti í því að hafa einkenni en að vera synjað um skoðun ítrekað vegna ungs aldurs og þar sem ekki væru lausir tímar. Hún fékk það í gegn að fara í skimun en var ósátt við athugasemdalausar niðurstöður. Eftir að hafa reynt að komast í klíníska skoðun í tvo mánuði eftir skimunina, kom í ljós brjóstakrabbamein. Svo virðist vera sem skimanir fyrir brjóstakrabbameini séu einhverskonar færibandavinna og að ekki sé rétt staðið að þeim í öll skipti eða að ekki sé lesið rétt úr myndunum. Þá er konum með einkenni ekki vísað í klíníska skoðun í öllum tilvikum, þrátt fyrir að þær óski eftir því sérstaklega að bendi á hnúta eða annað sem þær vilja að skoðað sé frekar. Einnig er erfitt fyrir ungar konur að komast í brjóstaskimanir eða klínískar skoðanir, þeim er einfaldlega neitað þó þær leiti skýringa. Með skimun fyrir brjóstakrabbameini er oft unnt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi. Því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því ólíklegra er að það hafi náð að dreifa sér og þar af leiðandi eru meiri líkur á lækningu. Því fyrr sem hægt er að bregðast við, því betra, svo hægt sé að grípa inn í og fjarlægja meinið. Enn fremur virðist eftirfylgni eftir að konur greinast með brjóstakrabbamein vera ábótavant. Þ.e. ekki er fylgst nægjanlega vel með mögulegum meinvörpum út frá brjóstakrabbameininu. Þrátt fyrir að lyfja- og geislameðferð hefur verið lokið, geta meinvörp komið. Þrátt fyrir að þessar konur eigi tíma hjá krabbameinslæknum reglulega eftir að hafa lokið meðferðum, virðist ekki vera fylgst með meinvörpum en þekkt og algeng meinvörp eru í brjóstinu eða á því svæði sem brjóstið var, í bringunni, í eitlum, í beinum, í lungum eða umhverfi þeirra, í lifur og í heila. Sé fylgst vel með þessu geta konur með meinvörp lifað góðu lífi, enda er það ekki ósigrandi ef þetta er fundið í tíma. Sé það hins vegar dreift víða eru lífslíkurnar og lífsgæðin minni. Raunin er sú að konur eru ekki skoðaðar sérstaklega nema þegar þær fara að finna fyrir einkennum. Vandamálið er það að þegar svo er komið, að konur fara að finna einkenni, er meinið yfirleitt verulega dreift og ávinningur af lyfja- og geislameðferð mun mögulega tímabundið stöðva frekari útbreiðslu á meininu. Í ljósi þess að verið er að synja konum um skimanir eða klínískar skoðanir vegna ungs aldurs eða annarra hluta vegna, þá er vert að taka inn kostnaðarhliðina. Það er jú dýrt að mynda hverja og eina konu og senda í klínískar skoðanir en finnist krabbamein hjá þeim er lyfja- og geislameðferð mikið dýrari. Því er ekki tækt að bera fyrir sig að slíkar skoðanir séu svo kostnaðarsamar og að viðkomandi kona sé „örugglega ekki með krabbamein“. Svo er ávinningurinn auðvitað jafnframt sá að finna og greina brjóstakrabbamein á grunnstigi svo að konan geti lifað góðu lífi. Engin kona kýs að fá brjóstakrabbamein og þiggja sem betur fer margar konur boð í skimun. Þegar konur leita aðstoðar vegna einkenna í brjósti á að hlusta á þær í hvívetna. Þær eiga að upplifa sig öruggar og skimanir veita konum hugarró, þ.e. þær telja sig vera að sinna sinni heilsu. Konur eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum það sem framangreindar konur hafa þurft að gera, ásamt mörgum öðrum konum. Verkferlar og gæðamál í brjóstakrabbameinsmálum verða að breytast. Sé einhver vafi til staðar, á að kalla viðkomandi konu inn aftur í frekari skoðun. Konur eiga að fá tíma ef þær vilja skoðun, burt séð frá aldri, síðustu komu eða hvað eina annað. Þá verður að fylgja málum betur eftir, þ.e. að upplýsa konur um niðurstöður, ef eitthvað fór úrskeiðis, ásamt fræðslu. Það er ekki gott ef verið er að fæla konur í burtu, þ.e. þá eru þær jafnvel líklegar til þess að leita ekki læknisaðstoðar ef eitthvað bjátar á og halda jafnvel að eitthvað andlegt sé að hrjá þær. Þá eru margar hverjar ekki í stakk búnar til þess að taka einhvern slag við kerfið til að fá rannsóknir eða annað skoðað hjá sér, heilsunnar vegna. Til minningar um þær konur sem hafa látist á þessu ári og í virðingarskyni við aðstandendur þeirra ættum við að gera betur í þessum málum. Höfundur er lögmaður og MBA.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun