Landspítalinn á hættustig Þorgils Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 18:07 Landspítalinn var færður á hættustig í dag. Vísir/Vilhelm Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. Hættustigi er lýst yfir þegar atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar, sem getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nú eru 1.082 einstaklingar í eftirliti COVID göngudeildar. Þrír sjúklingar liggja á gjörgæsludeild, allir í öndunarvél og einn í hjarta- og lungnavél. Á smitsjúkdómadeild eru nú 13 sjúklingar og nálgast deildin hratt þolmörk. Byrjað er að huga að flutningi sjúklinga frá lungnadeild til að skapa rými þar fyrir COVID sjúklinga en búast má við a.m.k. þremur innlögnum á dag að jafnaði næstu daga. Í tilkynningunni er leitt líkum að því að mikill og vaxandi fjöldi smita undanfarið muni skila talsverðum fjölda innlagna á næstu vikum. Legutími óbólusettra sjúklinga og þeirra sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda sé nokkuð lengri en þeirra sem eru fullbólusettir og því er erfitt að spá um flæði sjúklinga, en gott flæði sé lykillinn að því að hafa vís legurými á hverjum degi. Þegar spítalinn er færður á hættustig er dregið úr valkvæðri starfsemi (aðgerðum, inngripum, göngudeildarþjónustu). Með því móti losni um eitthvað af starfsfólki sem getur þá komið til liðs við COVID-deildirnar. Einnig skapist svigrúm á legudeildum. Spítalinn mun meðal annars grípa til eftirfarandi úrræða: 1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans munu funda daglega næstu daga og gefa út tilkynningar að fundi loknum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Hættustigi er lýst yfir þegar atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar, sem getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nú eru 1.082 einstaklingar í eftirliti COVID göngudeildar. Þrír sjúklingar liggja á gjörgæsludeild, allir í öndunarvél og einn í hjarta- og lungnavél. Á smitsjúkdómadeild eru nú 13 sjúklingar og nálgast deildin hratt þolmörk. Byrjað er að huga að flutningi sjúklinga frá lungnadeild til að skapa rými þar fyrir COVID sjúklinga en búast má við a.m.k. þremur innlögnum á dag að jafnaði næstu daga. Í tilkynningunni er leitt líkum að því að mikill og vaxandi fjöldi smita undanfarið muni skila talsverðum fjölda innlagna á næstu vikum. Legutími óbólusettra sjúklinga og þeirra sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda sé nokkuð lengri en þeirra sem eru fullbólusettir og því er erfitt að spá um flæði sjúklinga, en gott flæði sé lykillinn að því að hafa vís legurými á hverjum degi. Þegar spítalinn er færður á hættustig er dregið úr valkvæðri starfsemi (aðgerðum, inngripum, göngudeildarþjónustu). Með því móti losni um eitthvað af starfsfólki sem getur þá komið til liðs við COVID-deildirnar. Einnig skapist svigrúm á legudeildum. Spítalinn mun meðal annars grípa til eftirfarandi úrræða: 1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans munu funda daglega næstu daga og gefa út tilkynningar að fundi loknum.
1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira