Spítalinn geti ekki starfað eðlilega nema með fleiri hjúkrunarrýmum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 12:07 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir starfsemi spítalans að miklu leyti standa og falla með fjölda hjúkrunarrýma í landinu. Á meðan hjúkrunarrýmin séu þetta fá geti spítalinn ekki starfað með eðlilegum hætti. Landspítalinn var færður á hættustig í gær. „Dagleg starfsemi og þessi daglegi rekstur dugir ekki til þess að taka við covidsjúklingum. Við erum með heila legudeild undir og á meðan svo er þá eru engir aðrir sjúklingar þar. Við þurfum að draga eins mikið úr starfseminni og við mögulega getum,“ segir Guðlaug. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd færðu spítalann síðdegis í gær yfir á hættustig, en þá lágu þrír á gjörgæslu. Guðlaug segir þetta meðal annars þau áhrif að draga þurfi úr skurðaðgerðum auk þess sem heimsóknarbann hefur verið sett á. Er það ekki ákveðinn áfellisdómur yfir Landspítalanum, að það þurfi að færa hann yfir á hættustig þegar það eru aðeins þrír inniliggjandi með covid á gjörgæslu? „Þetta er alls ekki svona einfalt. Við erum með heila legudeild undir fyrir covid. Það eru núna tæplega 1200 manns sem eru í eftirliti í covid göngudeildinni hjá okkur og það þarf mannskap til að sinna því. Þessi smitsjúkdómadeild sem er lokuð er lokuð fyrir innlagnir annarra sjúklinga og það þýðir það að við þurfum að draga úr starfseminni. Þannig að nei, þetta er ekki áfellisdómur yfir Landspítala – langur vegur frá.“ Ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst því yfir að fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi verið stóraukin, og raunar sjaldan verið meiri. Guðlaug segir þetta spurningu um mönnun og fjölda hjúkrunarrýma. „Þetta stendur og fellur með að það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Það þarf að styrkja heimaþjónustu, það þarf að fjölga rúmum á Landspítala sem við erum sannarlega að gera og erum að vinna að núna, að opna fleiri rúm í næstu viku, til dæmis inni á Landakoti. Allt þetta krefst fjármagns og mannskaps. Það þarf mönnun í að opna fleiri rúm, hvort sem það er á Landspítala eða á hjúkrunarheimilum,“ segir Guðlaug og bætir við að hún hafi áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni, sérstaklega í ljósi þess að smitum fer fjölgandi og eftir því sem smitum fjölgar að þá fjölgar innlögnum á Landspítala. En við erum fyrst og fremst að reyna að bregðast við og það virðist ganga eftir að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
„Dagleg starfsemi og þessi daglegi rekstur dugir ekki til þess að taka við covidsjúklingum. Við erum með heila legudeild undir og á meðan svo er þá eru engir aðrir sjúklingar þar. Við þurfum að draga eins mikið úr starfseminni og við mögulega getum,“ segir Guðlaug. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd færðu spítalann síðdegis í gær yfir á hættustig, en þá lágu þrír á gjörgæslu. Guðlaug segir þetta meðal annars þau áhrif að draga þurfi úr skurðaðgerðum auk þess sem heimsóknarbann hefur verið sett á. Er það ekki ákveðinn áfellisdómur yfir Landspítalanum, að það þurfi að færa hann yfir á hættustig þegar það eru aðeins þrír inniliggjandi með covid á gjörgæslu? „Þetta er alls ekki svona einfalt. Við erum með heila legudeild undir fyrir covid. Það eru núna tæplega 1200 manns sem eru í eftirliti í covid göngudeildinni hjá okkur og það þarf mannskap til að sinna því. Þessi smitsjúkdómadeild sem er lokuð er lokuð fyrir innlagnir annarra sjúklinga og það þýðir það að við þurfum að draga úr starfseminni. Þannig að nei, þetta er ekki áfellisdómur yfir Landspítala – langur vegur frá.“ Ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst því yfir að fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi verið stóraukin, og raunar sjaldan verið meiri. Guðlaug segir þetta spurningu um mönnun og fjölda hjúkrunarrýma. „Þetta stendur og fellur með að það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Það þarf að styrkja heimaþjónustu, það þarf að fjölga rúmum á Landspítala sem við erum sannarlega að gera og erum að vinna að núna, að opna fleiri rúm í næstu viku, til dæmis inni á Landakoti. Allt þetta krefst fjármagns og mannskaps. Það þarf mönnun í að opna fleiri rúm, hvort sem það er á Landspítala eða á hjúkrunarheimilum,“ segir Guðlaug og bætir við að hún hafi áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni, sérstaklega í ljósi þess að smitum fer fjölgandi og eftir því sem smitum fjölgar að þá fjölgar innlögnum á Landspítala. En við erum fyrst og fremst að reyna að bregðast við og það virðist ganga eftir að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira