Fangelsismál

Fréttamynd

Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni

Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi.

Innlent
Fréttamynd

„Konur eiga ekki að vera á Vernd með karl­mönnum“

Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu.

Innlent
Fréttamynd

Fanginn fær innlögn en ó­víst hve lengi

Rúmlega þrítugur karlmaður sem á við geðrænan vanda að stríða er á leiðinni í innlögn á geðdeild Landspítalans í dag en óvíst er hve lengi. Forsenda innlagnar er sú að fangaverðir fylgja manninum til að gæta öryggis hans, annarra sjúklinga og starfsfólks geðdeildar.

Innlent
Fréttamynd

Baunar á ráð­herra vegna bjargarlauss fanga í geðrofi

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýnir heilbrigðiskerfið harðlega vegna fanga í geðrænum vanda sem fær ekki inni á bráðageðdeild Landspítalans. Hann segir að bregðast þurfi tafarlaust við og segir ástandið gerast á vakt Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu

„Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni.

Áskorun
Fréttamynd

Stór­tækar um­bætur í fangelsis­málum

Framundan eru stórtækar umbætur í fangelsismálum hérlendis með það að markmiði að byggja upp fangelsi og fullnustukerfi sem sæmir nútímaþjóðfélagi, með bætt öryggi og aðstöðu til betrunar að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar lítil þúfa...

Okkur sem störfum í málefnum fanga og frelsissviptra líður oft eins og ráðamenn berji stanslaust höfðinu við steininn þrátt fyrir að við færum þeim nytsamlegar hugmyndir og skotheld rök. Svo koma dagar eins og í dag og þá sjáum við hjá Afstöðu að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Og það gleður okkur mikið.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni

Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun.

Innlent
Fréttamynd

Fangar á Litla-Hrauni mættir til starfa á ný

Fangar á Litla hrauni mættu allir til vinnu í dag eftir að helmingur þeirra lagði niður störf í gær til að mótmæla bágum kjörum. Fangelsismálastjóri segir aðstæður sem sköpuðust hafa aukið álag á alla.

Innlent
Fréttamynd

Milljarða fram­kvæmdir á fangelsinu á Litla-Hrauni

Milljarða framkvæmdir eru hafnar við fangelsið á Litla Hrauni en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Dómsmálaráðherra kynnti sér framkvæmdirnar og fékk í leiðinni einkanúmer að gjöf frá fangelsinu með nafni sínu en hún má þó ekki nota númerið því önnur er með nafnið hennar á bíl sínum.

Innlent
Fréttamynd

„Pabbi hans er í fangelsi og við bara tölum um það“

„Við tölum mjög opið um þetta enda ætla ég ekki að láta barnið mitt upplifa þetta sem skömm á nokkurn hátt. Pabbi er bara í fangelsi og svona er það og það er bara allt í lagi, ekkert leyndarmál eða feluleikur,“ segir María Dís Knudsen.

Innlent
Fréttamynd

„Mín upplifun er sú að það var verið að refsa mér endalaust fyrir eitthvað sem ég gerði ekki“

Árið 2019 var Annþór Karlsson ásamt Berki Birgissyni sýknaður af ákæru um að hafa veitt samfanga sínum áverka í fangaklefa hans á Litla-Hrauni sem drógu hann til dauða. Samfanginn, Sigurður Hólm Sigurðsson lést með dularfullum hætti og án sýnilegra verka og neituðu þeir Börkur og Annþór sök frá upphafi. Málið er með þeim flóknari sem um getur í íslenskri réttarfarssögu, en það var til meðferðar hjá lögreglu og í réttarkerfinu í fjögur ár. 

Innlent
Fréttamynd

Fangar lýsa baráttu við fíkniefni, fangelsi og fjölmiðla

„Ég vil meina að fangavist skemmi þig andlega og líkamlega. Þegar ég fór í fyrsta skipti þá var nánast vitað að ég færi aftur. Þú í raun og veru kannt ekkert annað og það er ekkert unnið með þér. Þér er ekki kennt neitt og það er ekkert sem grípur þig. Þá ferðu bara í það sem þú kannt og heldur því áfram og allir vinir þínir verða fyrrverandi fangar,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánað hefur fleiri en einn fangelsisdóm.

Innlent
Fréttamynd

Meintur hand­rukkari aftur á bak við lás og slá

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir.

Innlent
Fréttamynd

„Bróðir minn eyddi allt of mörgum árum bak við lás og slá í flestum fangelsum landsins“

„Hann langaði svo mikið að öðlast eðlilegt líf. Hann sagði að hann ætlaði aldrei að fara í fangelsi aftur. Hann var búinn að ganga í gegnum svakalega hluti í gegnum ævina og var löngu búinn að fá nóg af þessu öllu,“ segir Haraldur Freyr Helgason sem í tæp tuttugu ár horfði upp á eldri bróður sinn, fara inn og út úr fangelsi. Bróðir hans náði aldrei almennilegri fótfestu í lífinu og lést af völdum ofskömmtunar árið 2020.

Innlent