Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. desember 2024 12:36 Stjórn Fangavarðafélags Íslands skorar á stjórnvöld að skera ekki meira niður til Fangelsismálastofnunar. Vísir/Arnar Formaður félags fangavarða segir niðurskurðaraðgerðir í fangelsismálum muni verða til þess að ýta þeim sem eftir eru í starfi út í veikindi eða önnur störf. Fangaverðir séu uggandi, sárir og reiðir. Í gær var greint frá því að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaraðgerða sem kynntar voru starfsfólki í gær. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu vera tugmilljóna króna hallarekstur. Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, harmar tillögur um fækkun stöðugilda. Hverjar heldurðu að mögulegar afleiðingar kunni að verða af þessu? „Klárlega þær að þeir sem eftir sitja munu koma til með að þurfa að hlaupa hraðar og það er nógu mikið álag á okkur nú þegar. Við erum að vinna ofboðslegt magn af aukavöktum, nú þegar, og ég held að þetta muni bara koma til með að ýta fólki út í veikindi eða út í önnur störf því þetta mun koma til með að auka álag á okkur alveg gífurlega.“ Hann segir að niðurskurður innan kerfisins muni á endanum bitna á föngum því langvarandi undirmönnun leiði ekkert gott af sér. „Sem þýðir það að við munum ekki geta sinnt þeim einstaklingum eins vel og við vildum gera því það er mjög stór hópur fólks hjá okkur sem á kannski ekki beint erindi inn í fangelsiskerfið heldur frekar inni á sjúkrastofnun eða slíkt og ef þessum einstaklingum með þessa andlegu erfiðleika er ekki sinnt vel og rétt þá getur voðinn orðið vís.“ Heiðari finnst þetta skjóta skökku við í ljósi áberandi umræðu um að bæta þurfi öryggi fangavarða. „Fólk er uggandi og bara hálfreitt yfir þessu og sárt. Mig langar að skora á stjórnvöld að setja meira fjármagn í þetta kerfi þannig að bæði fangavörðum og föngum verði rótt í því sem þeir eru að reyna að gera hérna.“ Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Streita og kulnun Tengdar fréttir Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47 Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Í gær var greint frá því að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaraðgerða sem kynntar voru starfsfólki í gær. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu vera tugmilljóna króna hallarekstur. Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, harmar tillögur um fækkun stöðugilda. Hverjar heldurðu að mögulegar afleiðingar kunni að verða af þessu? „Klárlega þær að þeir sem eftir sitja munu koma til með að þurfa að hlaupa hraðar og það er nógu mikið álag á okkur nú þegar. Við erum að vinna ofboðslegt magn af aukavöktum, nú þegar, og ég held að þetta muni bara koma til með að ýta fólki út í veikindi eða út í önnur störf því þetta mun koma til með að auka álag á okkur alveg gífurlega.“ Hann segir að niðurskurður innan kerfisins muni á endanum bitna á föngum því langvarandi undirmönnun leiði ekkert gott af sér. „Sem þýðir það að við munum ekki geta sinnt þeim einstaklingum eins vel og við vildum gera því það er mjög stór hópur fólks hjá okkur sem á kannski ekki beint erindi inn í fangelsiskerfið heldur frekar inni á sjúkrastofnun eða slíkt og ef þessum einstaklingum með þessa andlegu erfiðleika er ekki sinnt vel og rétt þá getur voðinn orðið vís.“ Heiðari finnst þetta skjóta skökku við í ljósi áberandi umræðu um að bæta þurfi öryggi fangavarða. „Fólk er uggandi og bara hálfreitt yfir þessu og sárt. Mig langar að skora á stjórnvöld að setja meira fjármagn í þetta kerfi þannig að bæði fangavörðum og föngum verði rótt í því sem þeir eru að reyna að gera hérna.“
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Streita og kulnun Tengdar fréttir Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47 Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47
Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19