Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. desember 2024 12:36 Stjórn Fangavarðafélags Íslands skorar á stjórnvöld að skera ekki meira niður til Fangelsismálastofnunar. Vísir/Arnar Formaður félags fangavarða segir niðurskurðaraðgerðir í fangelsismálum muni verða til þess að ýta þeim sem eftir eru í starfi út í veikindi eða önnur störf. Fangaverðir séu uggandi, sárir og reiðir. Í gær var greint frá því að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaraðgerða sem kynntar voru starfsfólki í gær. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu vera tugmilljóna króna hallarekstur. Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, harmar tillögur um fækkun stöðugilda. Hverjar heldurðu að mögulegar afleiðingar kunni að verða af þessu? „Klárlega þær að þeir sem eftir sitja munu koma til með að þurfa að hlaupa hraðar og það er nógu mikið álag á okkur nú þegar. Við erum að vinna ofboðslegt magn af aukavöktum, nú þegar, og ég held að þetta muni bara koma til með að ýta fólki út í veikindi eða út í önnur störf því þetta mun koma til með að auka álag á okkur alveg gífurlega.“ Hann segir að niðurskurður innan kerfisins muni á endanum bitna á föngum því langvarandi undirmönnun leiði ekkert gott af sér. „Sem þýðir það að við munum ekki geta sinnt þeim einstaklingum eins vel og við vildum gera því það er mjög stór hópur fólks hjá okkur sem á kannski ekki beint erindi inn í fangelsiskerfið heldur frekar inni á sjúkrastofnun eða slíkt og ef þessum einstaklingum með þessa andlegu erfiðleika er ekki sinnt vel og rétt þá getur voðinn orðið vís.“ Heiðari finnst þetta skjóta skökku við í ljósi áberandi umræðu um að bæta þurfi öryggi fangavarða. „Fólk er uggandi og bara hálfreitt yfir þessu og sárt. Mig langar að skora á stjórnvöld að setja meira fjármagn í þetta kerfi þannig að bæði fangavörðum og föngum verði rótt í því sem þeir eru að reyna að gera hérna.“ Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Streita og kulnun Tengdar fréttir Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47 Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í gær var greint frá því að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaraðgerða sem kynntar voru starfsfólki í gær. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu vera tugmilljóna króna hallarekstur. Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, harmar tillögur um fækkun stöðugilda. Hverjar heldurðu að mögulegar afleiðingar kunni að verða af þessu? „Klárlega þær að þeir sem eftir sitja munu koma til með að þurfa að hlaupa hraðar og það er nógu mikið álag á okkur nú þegar. Við erum að vinna ofboðslegt magn af aukavöktum, nú þegar, og ég held að þetta muni bara koma til með að ýta fólki út í veikindi eða út í önnur störf því þetta mun koma til með að auka álag á okkur alveg gífurlega.“ Hann segir að niðurskurður innan kerfisins muni á endanum bitna á föngum því langvarandi undirmönnun leiði ekkert gott af sér. „Sem þýðir það að við munum ekki geta sinnt þeim einstaklingum eins vel og við vildum gera því það er mjög stór hópur fólks hjá okkur sem á kannski ekki beint erindi inn í fangelsiskerfið heldur frekar inni á sjúkrastofnun eða slíkt og ef þessum einstaklingum með þessa andlegu erfiðleika er ekki sinnt vel og rétt þá getur voðinn orðið vís.“ Heiðari finnst þetta skjóta skökku við í ljósi áberandi umræðu um að bæta þurfi öryggi fangavarða. „Fólk er uggandi og bara hálfreitt yfir þessu og sárt. Mig langar að skora á stjórnvöld að setja meira fjármagn í þetta kerfi þannig að bæði fangavörðum og föngum verði rótt í því sem þeir eru að reyna að gera hérna.“
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Streita og kulnun Tengdar fréttir Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47 Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47
Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19