Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 3. apríl 2025 20:03 Mikil óvissa ríkir um hvort og hvenær nýtt fangelsi muni rísa á Stóra-Hrauni, eins og hugmyndir hafa verið um hjá stjórnvöldum. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir á s.k. Stóra-Hrauni á Eyrarbakka (við hlið Litla-Hrauns) næmu um 7 milljörðum króna. Þær áætlanir hafa, samkvæmt nýjum upplýsingum, breyst verulega. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður við fangelsið nemi 25,5 milljörðum króna. Í þeim áætlunum er reyndar ekki gert ráð fyrir rekstrarkostnaði fangelsisins né þeim fjölda starfa sem bæta þarf við nú þegar. Gera má ráð fyrir að sá viðbótarkostnaður nemi yfir 5 milljörðum króna. Það eru um 30 milljarðar, og hefur hækkað á rúmu einu ári um 23 milljarða! Í nýrri fjármálaáætlun eru aðeins 5 milljarðar eyrnamerktir framkvæmdunum á Stóra-Hrauni og áður höfðu verið samþykktir 14 milljarðar í verkið. Því er ljóst að verulega vantar upp á fjármögnun fangelsisins. Þetta skapar gríðarlega óvissu um það hvort eða hvenær fangelsi að Stóra-Hrauni yrði að veruleika. Það vekur einnig upp spurningar um forgangsröðun í opinberum fjármálum og hvort það sé yfir höfuð forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að setja tugi milljarða í nýtt öryggisfangelsi? Afstaða telur glapræði að setja tugi milljarða í fangelsi sem skilar engu til baka aftur til samfélagsins. Það er vanhugsað að ekki sé tryggt fjármagn til að reka fangelsið, afleikur að ekki sé horft til endurhæfingar frekar en steypu og óhyggni að hafa ekki samráð við hagaðila áður en vaðið var áfram og ákvarðanir teknar, rétt eins og var gert þegar Hólmsheiðarfangelsi var byggt. Aðstæður í fangelsum landsins hafa réttilega verið gagnrýndar á undanförnum árum og sú gagnrýni minnkaði ekkert með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði, sem þykir sérlega illa hannað og framkvæmdin í heild flaustursleg. Fulltrúar Afstöðu hafa að undanförnu skoðað aðstæður í fangelsum á Norðurlöndunum, m.a. fangelsi í Finnlandi fyrir um ári síðan. Í ferðinni hittu fulltrúar Afstöðu einnig fulltrúa systursamtaka í Finnlandi; frá Aggredi og RETS. Í nágrannalöndum okkar eru farnar einfaldari og árangursríkari leiðir til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með dómum. Kerava fangelsið sem við heimsóttum var opnað fyrir um fjórum árum og rúmar um 130 fanga (svipað og á öllu Íslandi). Um er að ræða þrettán einingar þar sem tíu vistmenn búa í hverri einingu, auk þjónusturýmis þar sem starfsfólk hefur aðstöðu og hefur eftirlit með starfi vistmanna. Afstaða kynnti á fundi í dómsmálaráðuneytinu nýverið ódýrari, en mun árangursríkari úrræði. Að mati Afstöðu þurfa stjórnvöld að endurskoða áform sín ef bæta á stöðuna í fangelsismálum. Það mun bæði skila sér í skilvirkni og hagkvæmni, en það þarf að gerast strax því þetta mál þolir enga bið lengur! Það er alveg ljóst að ef ekki verður tryggt fjármagn verður byggingin aðeins steypa með engu innihaldi og því ljóst að skoða þarf aðrar leiðir. Afstaða hefur yfir að ráða gífurlegri þekkingu á fangelsismálum, sem félagið vill þó frekar kalla betrunarmál. Það er enda öllum til hagsbóta að dómþolar snúi aftur út í samfélagið sem betri einstaklingar. Nokkuð sem hefur frá upphafi verið baráttumál Afstöðu – nú í 20 ár. Hjá Afstöðu býr bæði þekking og innsýn inn í þennan málaflokk. Vilji Afstöðu er, og hefur alltaf verið, að fullnusta dóma sé bæði markviss – og hagkvæm! Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á þær vogaskálar, ef eftir því er kallað. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil óvissa ríkir um hvort og hvenær nýtt fangelsi muni rísa á Stóra-Hrauni, eins og hugmyndir hafa verið um hjá stjórnvöldum. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir á s.k. Stóra-Hrauni á Eyrarbakka (við hlið Litla-Hrauns) næmu um 7 milljörðum króna. Þær áætlanir hafa, samkvæmt nýjum upplýsingum, breyst verulega. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður við fangelsið nemi 25,5 milljörðum króna. Í þeim áætlunum er reyndar ekki gert ráð fyrir rekstrarkostnaði fangelsisins né þeim fjölda starfa sem bæta þarf við nú þegar. Gera má ráð fyrir að sá viðbótarkostnaður nemi yfir 5 milljörðum króna. Það eru um 30 milljarðar, og hefur hækkað á rúmu einu ári um 23 milljarða! Í nýrri fjármálaáætlun eru aðeins 5 milljarðar eyrnamerktir framkvæmdunum á Stóra-Hrauni og áður höfðu verið samþykktir 14 milljarðar í verkið. Því er ljóst að verulega vantar upp á fjármögnun fangelsisins. Þetta skapar gríðarlega óvissu um það hvort eða hvenær fangelsi að Stóra-Hrauni yrði að veruleika. Það vekur einnig upp spurningar um forgangsröðun í opinberum fjármálum og hvort það sé yfir höfuð forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að setja tugi milljarða í nýtt öryggisfangelsi? Afstaða telur glapræði að setja tugi milljarða í fangelsi sem skilar engu til baka aftur til samfélagsins. Það er vanhugsað að ekki sé tryggt fjármagn til að reka fangelsið, afleikur að ekki sé horft til endurhæfingar frekar en steypu og óhyggni að hafa ekki samráð við hagaðila áður en vaðið var áfram og ákvarðanir teknar, rétt eins og var gert þegar Hólmsheiðarfangelsi var byggt. Aðstæður í fangelsum landsins hafa réttilega verið gagnrýndar á undanförnum árum og sú gagnrýni minnkaði ekkert með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði, sem þykir sérlega illa hannað og framkvæmdin í heild flaustursleg. Fulltrúar Afstöðu hafa að undanförnu skoðað aðstæður í fangelsum á Norðurlöndunum, m.a. fangelsi í Finnlandi fyrir um ári síðan. Í ferðinni hittu fulltrúar Afstöðu einnig fulltrúa systursamtaka í Finnlandi; frá Aggredi og RETS. Í nágrannalöndum okkar eru farnar einfaldari og árangursríkari leiðir til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með dómum. Kerava fangelsið sem við heimsóttum var opnað fyrir um fjórum árum og rúmar um 130 fanga (svipað og á öllu Íslandi). Um er að ræða þrettán einingar þar sem tíu vistmenn búa í hverri einingu, auk þjónusturýmis þar sem starfsfólk hefur aðstöðu og hefur eftirlit með starfi vistmanna. Afstaða kynnti á fundi í dómsmálaráðuneytinu nýverið ódýrari, en mun árangursríkari úrræði. Að mati Afstöðu þurfa stjórnvöld að endurskoða áform sín ef bæta á stöðuna í fangelsismálum. Það mun bæði skila sér í skilvirkni og hagkvæmni, en það þarf að gerast strax því þetta mál þolir enga bið lengur! Það er alveg ljóst að ef ekki verður tryggt fjármagn verður byggingin aðeins steypa með engu innihaldi og því ljóst að skoða þarf aðrar leiðir. Afstaða hefur yfir að ráða gífurlegri þekkingu á fangelsismálum, sem félagið vill þó frekar kalla betrunarmál. Það er enda öllum til hagsbóta að dómþolar snúi aftur út í samfélagið sem betri einstaklingar. Nokkuð sem hefur frá upphafi verið baráttumál Afstöðu – nú í 20 ár. Hjá Afstöðu býr bæði þekking og innsýn inn í þennan málaflokk. Vilji Afstöðu er, og hefur alltaf verið, að fullnusta dóma sé bæði markviss – og hagkvæm! Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á þær vogaskálar, ef eftir því er kallað. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar