Svört skýrsla komi ekki á óvart Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 12:54 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. Síðan í október í fyrra hefur Barna- og fjölskyldustofa notað fangaklefa í lögreglustöðinni í Hafnarfirði sem neyðarvistunarúrræði. Neyðarvistunin var fram að því á meðferðarheimilinu Stuðlum en þar var eldsvoði í október þar sem sautján ára piltur lést. Í gær birtist kolsvört skýrsla frá Umboðsmanni Alþingis. Fangageymslan sé ekki viðeigandi vistunarstaður en ekkert þar bendi til þess að vista eigi barn í viðkvæmri stöðu þar. Úrræðið beri öll merki um að þar eigi að vista fullorðna við hátt öryggisstig, en þar eru hvorki gluggar, klukkur né speglar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segist fagna skýrslunni. Niðurstaða umboðsmanns komi ekki á óvart. „Eins og ég er margoft búin að segja, eftir að Stuðlar brunnu voru engin úrræði sem stóðust öryggiskröfur. Þess vegna hefur þetta úrræði verið notað í neyð. Og það er miður að það hafi þurft að gera það,“ segir Ásthildur. Neyðarvistunin á Stuðlum átti ekki að vera tilbúin fyrr en undir lok þessa árs. Hins vegar er búið að flýta vinnunni og álman ætti að opna í byrjun apríl. Þó einungis tvö herbergi. „Þetta átti ekki að vera tilbúið fyrr en í lok árs. Þetta hefur okkur tekist að gera, að ýta þessu fram. Þannig að okkur voru gefnar fjórar til sex vikur til að ljúka þessum tveimur herbergjum sem eru gríðarlegar framfarir. Nú á þetta eftir tvær vikur að vera tilbúið og ég vona að það standist. Þá verður hægt að hætta að nota Flatahraun,“ segir Ásthildur. Það þarf að bæta úrræði fyrir börn í vanda. „Neyðarúrræði er neyðarúrræði. Að vera með varaneyðarúrræði, ég veit ekki hvað maður á að segja um það. En það þarf fleiri úrræði og það þyrfti helst að bæta við herbergjum á Stuðlum svo við lendum ekki í þessu aftur. Eftir brunann var þetta það eina sem fannst sem fullnægði öryggiskröfum,“ segir Ásthildur. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum og símtölum fréttastofu í dag. Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Sjá meira
Síðan í október í fyrra hefur Barna- og fjölskyldustofa notað fangaklefa í lögreglustöðinni í Hafnarfirði sem neyðarvistunarúrræði. Neyðarvistunin var fram að því á meðferðarheimilinu Stuðlum en þar var eldsvoði í október þar sem sautján ára piltur lést. Í gær birtist kolsvört skýrsla frá Umboðsmanni Alþingis. Fangageymslan sé ekki viðeigandi vistunarstaður en ekkert þar bendi til þess að vista eigi barn í viðkvæmri stöðu þar. Úrræðið beri öll merki um að þar eigi að vista fullorðna við hátt öryggisstig, en þar eru hvorki gluggar, klukkur né speglar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segist fagna skýrslunni. Niðurstaða umboðsmanns komi ekki á óvart. „Eins og ég er margoft búin að segja, eftir að Stuðlar brunnu voru engin úrræði sem stóðust öryggiskröfur. Þess vegna hefur þetta úrræði verið notað í neyð. Og það er miður að það hafi þurft að gera það,“ segir Ásthildur. Neyðarvistunin á Stuðlum átti ekki að vera tilbúin fyrr en undir lok þessa árs. Hins vegar er búið að flýta vinnunni og álman ætti að opna í byrjun apríl. Þó einungis tvö herbergi. „Þetta átti ekki að vera tilbúið fyrr en í lok árs. Þetta hefur okkur tekist að gera, að ýta þessu fram. Þannig að okkur voru gefnar fjórar til sex vikur til að ljúka þessum tveimur herbergjum sem eru gríðarlegar framfarir. Nú á þetta eftir tvær vikur að vera tilbúið og ég vona að það standist. Þá verður hægt að hætta að nota Flatahraun,“ segir Ásthildur. Það þarf að bæta úrræði fyrir börn í vanda. „Neyðarúrræði er neyðarúrræði. Að vera með varaneyðarúrræði, ég veit ekki hvað maður á að segja um það. En það þarf fleiri úrræði og það þyrfti helst að bæta við herbergjum á Stuðlum svo við lendum ekki í þessu aftur. Eftir brunann var þetta það eina sem fannst sem fullnægði öryggiskröfum,“ segir Ásthildur. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum og símtölum fréttastofu í dag.
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Sjá meira