Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 19:03 Úlfur Einarsson er forstöðumaður Stuðla. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. Þann 19. október lést hinn sautján ára gamli Geir Örn Jacobsen í eldsvoða á Stuðlum. Tveimur dögum áður hafði hann lýst slæmu ástandi inni á meðferðarheimilinu í viðtali við Stöð 2. Úlfur Einarsson, forstöðumaður Stuðla, hafði áður talað opinskátt um alvarlega stöðu á meðferðarheimilinu í Kveik á RÚV, en var sendur í leyfi frá störfum þremur dögum fyrir brunann. Úlfur er nú snúinn aftur til starfa og segir margt hafa breyst vegna þessa alvarlega atburðar. „Neyðarvistunin okkar er rekin núna með skertri afkastagetu miðað við það sem var áður. Nú höfum við bara rými fyrir fjögur börn á mun þrengra svæði en áður. En við teljum okkur hafa komið þessu þannig fyrir að aðstæður séu ásættanlegar í svona skammtímavistun,“ segir Úlfur. Unnið er að því að koma svæðinu sem brann aftur í lag.Vísir/Vilhelm Hann segir eldsvoðann hafa reynst starfsfólki erfiður. „Ég meina, hér lést skjólstæðingur. Það tekur mjög á fólk, hvort sem það var viðstatt þegar atburðurinn gerist eða ekki. Maður finnur að hópurinn tekur það mjög inn á sig,“ segir Úlfur. Aðstæður á Stuðlum eru þó enn ekki nægilegar góðar. Húsnæðið hefur ekki stækkað í takt við fjölgun þeirra sem þurfa á úrræðinu að halda. Húsið var byggt fyrir tæpum þrjátíu árum. Hins vegar glíma Stuðlar við fjárskort. „Það er frekar erfitt hjá okkur núna. Þjóðinni fjölgar og þessi starfsemi þarf að taka mið af því líka,“ segir Úlfur. „Ég held það séu allir meðvitaðir um það sem koma að þessum málaflokki og vinna í honum að það þarf meira. Og ég held það sé fullur skilningur hjá þeim sem hafa með það að gera, að gera betur,“ segir Úlfur. Stuðlar eru eina neyðarvistunarúrræðið fyrir ungmenni á landinu.Vísir/Vilhelm Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira
Þann 19. október lést hinn sautján ára gamli Geir Örn Jacobsen í eldsvoða á Stuðlum. Tveimur dögum áður hafði hann lýst slæmu ástandi inni á meðferðarheimilinu í viðtali við Stöð 2. Úlfur Einarsson, forstöðumaður Stuðla, hafði áður talað opinskátt um alvarlega stöðu á meðferðarheimilinu í Kveik á RÚV, en var sendur í leyfi frá störfum þremur dögum fyrir brunann. Úlfur er nú snúinn aftur til starfa og segir margt hafa breyst vegna þessa alvarlega atburðar. „Neyðarvistunin okkar er rekin núna með skertri afkastagetu miðað við það sem var áður. Nú höfum við bara rými fyrir fjögur börn á mun þrengra svæði en áður. En við teljum okkur hafa komið þessu þannig fyrir að aðstæður séu ásættanlegar í svona skammtímavistun,“ segir Úlfur. Unnið er að því að koma svæðinu sem brann aftur í lag.Vísir/Vilhelm Hann segir eldsvoðann hafa reynst starfsfólki erfiður. „Ég meina, hér lést skjólstæðingur. Það tekur mjög á fólk, hvort sem það var viðstatt þegar atburðurinn gerist eða ekki. Maður finnur að hópurinn tekur það mjög inn á sig,“ segir Úlfur. Aðstæður á Stuðlum eru þó enn ekki nægilegar góðar. Húsnæðið hefur ekki stækkað í takt við fjölgun þeirra sem þurfa á úrræðinu að halda. Húsið var byggt fyrir tæpum þrjátíu árum. Hins vegar glíma Stuðlar við fjárskort. „Það er frekar erfitt hjá okkur núna. Þjóðinni fjölgar og þessi starfsemi þarf að taka mið af því líka,“ segir Úlfur. „Ég held það séu allir meðvitaðir um það sem koma að þessum málaflokki og vinna í honum að það þarf meira. Og ég held það sé fullur skilningur hjá þeim sem hafa með það að gera, að gera betur,“ segir Úlfur. Stuðlar eru eina neyðarvistunarúrræðið fyrir ungmenni á landinu.Vísir/Vilhelm
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira