Börn og uppeldi

Fréttamynd

Fimmtán marka stúlkubarn fyrsta barn ársins

Fyrsta barn ársins er stúlkubarn. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítala klukkan 00:24 í nótt eða þegar tuttugu og fjórar mínútúr voru liðnar af nýju ári. Fjölskylda stúlkunnar er frá Hvammstanga samkvæmt upplýsingum frá fæðingarvaktinni. 

Innlent
Fréttamynd

Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur

„Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er bara slysa­gildra“

Foreldrar í Kórahverfi í Kópavogi telja frágangi á svæði í kringum Kórinn, þar sem ung börn eru iðulega að leik, víða ábótavant. Opið holræsi á svæðinu sé til dæmis mikil slysagildra. Sex ára barn féll þrjá metra niður um loftræstistokk á svæðinu í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Fundu örplast í fylgju ófæddra barna

Í fyrsta sinn hefur örplast hefur fundist í fylgju ófæddra barna sem vísindamenn segja vera „gríðarlegt áhyggjuefni.“ Ekki liggur þó fyrir á þessu stigi hverjar heilsufarslegar afleiðingar af völdum örplasts í fylgju kunna að vera að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið.

Erlent
Fréttamynd

Móðurmál: Meðvituð um gamlar átröskunarhugsanir á meðgöngu

„Ég glímdi við átröskun þegar ég var yngri og var því stressuð fyrir því að ég ætti erfitt með að sjá líkamann breytast á meðgöngunni. Það var ekki eins erfitt og ég hélt, en ég vandaði mig líka. Ég var mjög meðvituð frá degi eitt um að gera mitt besta í að leyfa gömlum hugsunum ekki að hafa áhrif á þetta fallega ferli,“ segir Ída Pálsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál.

Makamál
Fréttamynd

Móðurmál: Gaf kærastanum pakka með óléttuprófi á bóndadaginn

„Covid hefur haft áhrif á líf mitt eins og annarra en þegar kemur að meðgöngu og tilkomu dóttur minnar þá hefur það einna helst haft þau áhrif að ég hef þurft að sækja flestar skoðanir ein. Ég þurfti að fara í sónar ein, í mæðraverndina og svo hóf ég fæðingarferlið ein en kærastinn minn fékk ekki að koma fyrr en ég var komin af stað í virka fæðingu. Þá hafa mun færri af fjölskyldu og vinum hitt dóttur mína þrátt fyrir að hún sé orðin tveggja mánaða gömul. Mér þykir það mjög leitt,“ segir Sigríður Þóra í viðtalsliðnum Móðurmál.

Makamál
Fréttamynd

Reiðir sig á hjálparsamtök svo börnin fái að borða

Einstæð tveggja barna móðir sem býr við mikla fátækt kvíðir jólunum. Hún segir að þó að hún sé í fullri vinnu þá séu peningarnir búnir þann fimmta hvers mánaðar. Hún þurfi að reiða sig á hjálparsamtök til að geta gefið börnum sínum að borða.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fann ekki fyrir neinum stuðningi“

Ásdís Arna Gottskálksdóttir eignaðist langveikan dreng, Björgvin Arnar, árið 2007. Hann var sjö mánaða greindur með hjartagalla en rétt greining fékkst ekki fyrr en hann var sex ára. Greiningin var fjölskyldunni mikið áfall.

Lífið
Fréttamynd

Bíður eftir útsölum til að kaupa gleraugu á dætur sínar

„Dætur mínar geta ekki verið án gleraugna, þær verða að vera með þau til að geta lifað eðlilegu lífi.“ Þetta segir Ása Ingiþórsdóttir sem berst nú fyrir því að gleraugu barna verði að fullu niðurgreidd af ríkinu. Hún segir grófa mismunun felast í því að heyrnartæki barna séu niðurgreidd en gleraugu ekki.

Innlent
Fréttamynd

Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“

„Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál.

Makamál
Fréttamynd

Gylfi og Alexandra eiga von á barni

Gylfi Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Everton, og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Þetta tilkynntu þau bæði á Instagram-reikningum sínum í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn

Kæru jólasveinar. Nú fer alveg að líða að því að þið komið arkandi til byggða í rauðu göllunum með góðlega, kjánalega og óþarflega skítuga skeggið ykkar. Mikið tökum við ykkur fagnandi í ár, maður lifandi. Þetta ár er nefnilega búið að vera svolítið skrítið, svo ekki sé meira sagt.

Jól
Fréttamynd

Fjárfesting sonarins þrefaldaðist

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gáfu Mæðra­styrks­nefnd hand­prjónaðar ullar­húfur fyrir börn

Í dag afhentu Þórunn Ívarsdóttir og Alexsandra Berharð Guðmundsdóttir Mæðrastyrksnefnd veglega gjöf sem innihélt meðal annars tugi handprjónaðra ullarhúfa fyrir börn. Verkefnið framkvæmdu þær með því að fá íslenskar konur með sér í samprjón, í gegnum hlaðvarpið sitt Þokan.

Lífið
Fréttamynd

Leiksvæði barna og réttindi þeirra til leiks

Börn eiga rétt til hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Skoðun
Fréttamynd

Ný úrræðaleitarvél á eittlif.is

Sérsniðin leitarvél er nú aðgengileg á vefnum eittlif.is en henni er m.a. ætlað að auka sýnileika úrræða fyrir ungmenni í vanda og auðvelda þeim og aðstandendum þeirra að finna upplýsingar og aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Takk Ás­mundur Einar!

Starf mitt með ungbörnum og foreldrum undanfarin ár hefur leitt mig á fundi með nokkrum ráðherrum félags- og heilbrigðismála. Tilgangurinn hefur verið að fá liðsinni við málefni ungbarnafjölskyldna í vanda.

Skoðun