Ekki í anda trúarinnar að tvístra nemendahópum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2022 17:08 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Stöð 2 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur við Laugarneskirkju vísar á bug ásökunum um að kirkjan sé að kynda undir ófriðarbál með því að afþakka kirkjuheimsóknir á vegum grunnskólanna í aðventunni. Ákvörðunin hafi verið tekin sérstaklega til að slökkva ófriðarbál því andstaða hafi við skipulagðar kirkjuheimsóknir hafi farið stigvaxandi. Þá sé það ekki í anda kirkjunnar að skilja börn út undan. Í tveimur aðskildum skoðanagreinum í Morgunblaði dagsins var ákvörðunin gagnrýnd. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Einar S. Hálfdánarson eru skrifaðir fyrir pistlunum. Var kirkjan sökuð um að bregðast hlutverki sínu og um að kveikja nýtt ófriðarbál sem Davíð Þór segir af og frá. „Við erum þátttakendur í átaki sem heitir „Öll í sama liði“ sem gengur út á að búa til betra og kærleiksríkara mannlíf í hverfunum þar sem enginn er skilinn út undan. Að standa fyrir einhverju þar sem við vitum að börn eru tekin út úr hópnum og þau fá ekki að vera með skólafélögum sínum á skólatíma, það er ekki í anda þeirrar hugmyndafræði.“ Þarna vísar Davíð til þess að börn sem eru annarrar trúar hafa gjarnan verið tekin út úr nemendahópnum á meðan á þessum heimsóknum stendur. Tveir starfsmenn kirkjunnar, Davíð þar með talinn, eru foreldrar barna í Laugarnesskóla. „Við verðum vör við það í haust að það á að fara af stað undirskriftarsöfnun á meðal foreldra til þess að fá þessar skólaheimsóknir aflagðar og okkar fyrsta hugsun er bara allt í lagi, þá tökum við bara þann slag en strax kemur næsta hugsun, og hvað? Þá bíður hann eftir okkur næsta haust og þarnæsta haust. Er það hlutverk okkar að vera í slag við hluta af nærsamfélaginu okkar?“ Davíð segist, þvert á fullyrðingar greinarhöfunda, hafa lagt sig fram um að stilla til friðar og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. „Hlustum á mótmælin. Mótmælin eru þessi; það er verið að taka krakka úr hópnum og sundra hópnum. Við viljum ekki vera þess valdandi að það sé gert. Þess vegna tökum við þá ákvörðun að afþakka, vinsamlega, kirkjuheimsóknir skólabarna á vegum skólans.“ Þess í stað ætlar kirkjan að bjóða upp á veglega dagskrá fyrir börn á umræddu aldursbili á hverjum degi í fyrstu viku aðventu á milli klukkan 15 til 17. Trúmál Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38 Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Í tveimur aðskildum skoðanagreinum í Morgunblaði dagsins var ákvörðunin gagnrýnd. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Einar S. Hálfdánarson eru skrifaðir fyrir pistlunum. Var kirkjan sökuð um að bregðast hlutverki sínu og um að kveikja nýtt ófriðarbál sem Davíð Þór segir af og frá. „Við erum þátttakendur í átaki sem heitir „Öll í sama liði“ sem gengur út á að búa til betra og kærleiksríkara mannlíf í hverfunum þar sem enginn er skilinn út undan. Að standa fyrir einhverju þar sem við vitum að börn eru tekin út úr hópnum og þau fá ekki að vera með skólafélögum sínum á skólatíma, það er ekki í anda þeirrar hugmyndafræði.“ Þarna vísar Davíð til þess að börn sem eru annarrar trúar hafa gjarnan verið tekin út úr nemendahópnum á meðan á þessum heimsóknum stendur. Tveir starfsmenn kirkjunnar, Davíð þar með talinn, eru foreldrar barna í Laugarnesskóla. „Við verðum vör við það í haust að það á að fara af stað undirskriftarsöfnun á meðal foreldra til þess að fá þessar skólaheimsóknir aflagðar og okkar fyrsta hugsun er bara allt í lagi, þá tökum við bara þann slag en strax kemur næsta hugsun, og hvað? Þá bíður hann eftir okkur næsta haust og þarnæsta haust. Er það hlutverk okkar að vera í slag við hluta af nærsamfélaginu okkar?“ Davíð segist, þvert á fullyrðingar greinarhöfunda, hafa lagt sig fram um að stilla til friðar og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. „Hlustum á mótmælin. Mótmælin eru þessi; það er verið að taka krakka úr hópnum og sundra hópnum. Við viljum ekki vera þess valdandi að það sé gert. Þess vegna tökum við þá ákvörðun að afþakka, vinsamlega, kirkjuheimsóknir skólabarna á vegum skólans.“ Þess í stað ætlar kirkjan að bjóða upp á veglega dagskrá fyrir börn á umræddu aldursbili á hverjum degi í fyrstu viku aðventu á milli klukkan 15 til 17.
Trúmál Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38 Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38
Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44