Börn í kerfinu þola enga bið Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 22. september 2022 07:30 Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. Framkvæmdastýra barnaverndar í Reykjavíkur steig fram fyrir fáeinum vikum síðan og sagði frá þeim mikla úrræðaskorti sem barnaverndaryfirvöld standa nú frammi fyrir. Skortur sem þessi er ólíðandi, en það er þó ekki aðeins skorturinn sem er slæmur – heldur hafa úrræðin mörg hver ekki þróast mikið síðustu tíu til tuttugu árin. Barnaverndarkerfið er enn að kljást við skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi þess að veita viðeigandi úrræði hverju sinni. Börn með flókinn geð- og hegðunarvanda eru vanrækt af stjórnvöldum, þrátt fyrir að það sé skýrt hversu mikilvægt það er að setja þau í forgang og tryggja að úrræði séu tiltæk og ekki yfirfull. Ég beindi fyrirspurn til barna- og menntamálaráðherra á Alþingi fyrr á árinu þar sem ég spurði hvaða fjármunum hefði verið varið til þess að tryggja að sveitarfélög hafi yfir fullnægjandi úrræðum að ráða – og svarið sem barst staðfesti áhyggjur mínar: „Engar fjárveitingar hafa runnið frá ríki til sveitarfélaga sem er sérstaklega ætlað að koma á fót úrræðum fyrir börn vegna verkefna sem eru á ábyrgð sveitarfélaga.“ Fjársvelt og vanrækt barnaverndarkerfi er ekki barnaverndarkerfi nema að nafninu til – það getur ekki sinnt skyldu sinni og tilgangi, sem er að vernda börn. Þess vegna verðum við að leggja mun meiri orku og fjármagn í að sinna fjölskyldum og börnum í barnaverndarkerfinu. Það er ekki boðlegt að hér á landi séum við ekki að tryggja að börn í mjög viðkvæmri stöðu fái bestu þjónustu sem völ er á. Vandinn er augljós og viðvarandi en viðbrögðin og viljinn hjá stjórnvöldum eru lítil sem engin. Í ljósi þeirra átakanlegu reynslusagna sem við heyrum í dag frá einstaklingum sem dvöldu á meðferðarheimilum forðum er deginum ljósara hvað er í húfi þegar við tölum um að efla og fjölga úrræðum í kerfinu: það snýst um að tryggja að börn hljóti þá vernd sem þau þurfa til þess að þroskast og dafna í öruggu og heilsusamlegu umhverfi. Það er með öllu óforsvaranlegt að stjórnvöld sýni vandanum svo lítinn áhuga. Höfundur er varaþingmaður Pírata og barnaverndarstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Eyjafjarðarsveit Alþingi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Börn og uppeldi Barnavernd Félagsmál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. Framkvæmdastýra barnaverndar í Reykjavíkur steig fram fyrir fáeinum vikum síðan og sagði frá þeim mikla úrræðaskorti sem barnaverndaryfirvöld standa nú frammi fyrir. Skortur sem þessi er ólíðandi, en það er þó ekki aðeins skorturinn sem er slæmur – heldur hafa úrræðin mörg hver ekki þróast mikið síðustu tíu til tuttugu árin. Barnaverndarkerfið er enn að kljást við skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi þess að veita viðeigandi úrræði hverju sinni. Börn með flókinn geð- og hegðunarvanda eru vanrækt af stjórnvöldum, þrátt fyrir að það sé skýrt hversu mikilvægt það er að setja þau í forgang og tryggja að úrræði séu tiltæk og ekki yfirfull. Ég beindi fyrirspurn til barna- og menntamálaráðherra á Alþingi fyrr á árinu þar sem ég spurði hvaða fjármunum hefði verið varið til þess að tryggja að sveitarfélög hafi yfir fullnægjandi úrræðum að ráða – og svarið sem barst staðfesti áhyggjur mínar: „Engar fjárveitingar hafa runnið frá ríki til sveitarfélaga sem er sérstaklega ætlað að koma á fót úrræðum fyrir börn vegna verkefna sem eru á ábyrgð sveitarfélaga.“ Fjársvelt og vanrækt barnaverndarkerfi er ekki barnaverndarkerfi nema að nafninu til – það getur ekki sinnt skyldu sinni og tilgangi, sem er að vernda börn. Þess vegna verðum við að leggja mun meiri orku og fjármagn í að sinna fjölskyldum og börnum í barnaverndarkerfinu. Það er ekki boðlegt að hér á landi séum við ekki að tryggja að börn í mjög viðkvæmri stöðu fái bestu þjónustu sem völ er á. Vandinn er augljós og viðvarandi en viðbrögðin og viljinn hjá stjórnvöldum eru lítil sem engin. Í ljósi þeirra átakanlegu reynslusagna sem við heyrum í dag frá einstaklingum sem dvöldu á meðferðarheimilum forðum er deginum ljósara hvað er í húfi þegar við tölum um að efla og fjölga úrræðum í kerfinu: það snýst um að tryggja að börn hljóti þá vernd sem þau þurfa til þess að þroskast og dafna í öruggu og heilsusamlegu umhverfi. Það er með öllu óforsvaranlegt að stjórnvöld sýni vandanum svo lítinn áhuga. Höfundur er varaþingmaður Pírata og barnaverndarstarfsmaður.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun