Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2022 20:01 Páll Winkel fangelsismálstjóri segir aðstöðuna til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslega. Hann segir brýnt að bregðast við athugasemdum Umboðsmanns barna. Vísir/Vilhelm Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur. Niðurstöður tveggja rannsókna bendi til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Meðal þess sem talið er upp er að skortur sé á upplýsingagjöf og stuðningsþjónustu til barna eins og sérstökum barnafulltrúa, þá sé aðstaða barna til heimsókna ekki nógu góð. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast við en mikilvægt sé að átta sig á að kerfið sé margfalt stærra á hinum Norðurlöndunum. „Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Okkar verkefni fyrir örfáum árum síðan var að loka ónýtum fangelsum. Fangelsi sem voru rekin á undanþágu heilbrigðisyfirvalda. Það er búið að loka þeim og við erum að byggja eða búin að byggja ný fangelsi í staðinn. Við fórum líka í að bæta innihald vistunar einsn og að bjóða upp á félagsráðgjafa og geðheilbrigðisteymi í fangelsin. Síðan þurfum við að huga að næstu skrefum og þetta er svo sannarlega slíkt verkefni. Við þurfum samt að hafa í huga að löndin sem við erum borin saman við í skýrslu Umboðsmanns barna eru fimmtán til tuttugu sinnum stærri en hér þannig að það hafa barnafulltrúa í hverju fangelsi hér væri of mikið. Það breytir ekki því að við þurfum að bregðast við þessu,“ segir Páll. Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Í skýrslunni er bent á að aðstaða fyrir heimsóknir barna í fangelsum sé afar misjöfn en alls staðar sé hægt að bæta úr. Fangelsið á Hólmsheiði var opnað árið 2016 og þar er sérstakur heimsóknargangur með herbergjum fyrir fanga og íbúð þar sem fangar geta tekið á móti fjölskyldum sínum. Páll segir að nú sé verið að skoða að lengja heimsóknartíma þar. Barnaherbergi í íbúð í fangelsinu á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir verið að skoða að fangar fái að vera í íbúðinni yfir nótt ásamt fjölskyldu.Vísir/Vilhelm „Við erum að skoða að bjóða upp á heimsóknir til fanga í íbúðina sem væru jafnvel yfir nótt,“ segir Páll. Viðbjóðsleg aðstaða fyrir börn á Litla-Hrauni Hann segir allt annað upp á tengingnum í hinu lokaða fangelsinu eða á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. „Aðstaðan fyrir börn í Barnakoti á Litla-Hrauni er viðbjóðsleg, en um er að ræða lítinn gám fyrir utan sjálft fangelsið. Hún er bara opið á virkum dögum vegna manneklu og peningaskorts. Það er verið að vinna í að bæta þetta og má búast við að ný aðstaða líti dagsins ljós þar í febrúar 2024. En staðan núna er það slæm að þegar velgjörðamaður okkar heyrði af málinu í gær bauðst hann til þess í gær að styrkja fangelsið þar og gefa nýjan sófa og aðra innanstokksmuni. Þetta segir ýmislegt um þennan málaflokk,“ segir Páll Winkel að lokum. Barnakot á Litla-HrauniVísir/Magnús Fangelsismál Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur. Niðurstöður tveggja rannsókna bendi til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Meðal þess sem talið er upp er að skortur sé á upplýsingagjöf og stuðningsþjónustu til barna eins og sérstökum barnafulltrúa, þá sé aðstaða barna til heimsókna ekki nógu góð. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast við en mikilvægt sé að átta sig á að kerfið sé margfalt stærra á hinum Norðurlöndunum. „Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Okkar verkefni fyrir örfáum árum síðan var að loka ónýtum fangelsum. Fangelsi sem voru rekin á undanþágu heilbrigðisyfirvalda. Það er búið að loka þeim og við erum að byggja eða búin að byggja ný fangelsi í staðinn. Við fórum líka í að bæta innihald vistunar einsn og að bjóða upp á félagsráðgjafa og geðheilbrigðisteymi í fangelsin. Síðan þurfum við að huga að næstu skrefum og þetta er svo sannarlega slíkt verkefni. Við þurfum samt að hafa í huga að löndin sem við erum borin saman við í skýrslu Umboðsmanns barna eru fimmtán til tuttugu sinnum stærri en hér þannig að það hafa barnafulltrúa í hverju fangelsi hér væri of mikið. Það breytir ekki því að við þurfum að bregðast við þessu,“ segir Páll. Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Í skýrslunni er bent á að aðstaða fyrir heimsóknir barna í fangelsum sé afar misjöfn en alls staðar sé hægt að bæta úr. Fangelsið á Hólmsheiði var opnað árið 2016 og þar er sérstakur heimsóknargangur með herbergjum fyrir fanga og íbúð þar sem fangar geta tekið á móti fjölskyldum sínum. Páll segir að nú sé verið að skoða að lengja heimsóknartíma þar. Barnaherbergi í íbúð í fangelsinu á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir verið að skoða að fangar fái að vera í íbúðinni yfir nótt ásamt fjölskyldu.Vísir/Vilhelm „Við erum að skoða að bjóða upp á heimsóknir til fanga í íbúðina sem væru jafnvel yfir nótt,“ segir Páll. Viðbjóðsleg aðstaða fyrir börn á Litla-Hrauni Hann segir allt annað upp á tengingnum í hinu lokaða fangelsinu eða á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. „Aðstaðan fyrir börn í Barnakoti á Litla-Hrauni er viðbjóðsleg, en um er að ræða lítinn gám fyrir utan sjálft fangelsið. Hún er bara opið á virkum dögum vegna manneklu og peningaskorts. Það er verið að vinna í að bæta þetta og má búast við að ný aðstaða líti dagsins ljós þar í febrúar 2024. En staðan núna er það slæm að þegar velgjörðamaður okkar heyrði af málinu í gær bauðst hann til þess í gær að styrkja fangelsið þar og gefa nýjan sófa og aðra innanstokksmuni. Þetta segir ýmislegt um þennan málaflokk,“ segir Páll Winkel að lokum. Barnakot á Litla-HrauniVísir/Magnús
Fangelsismál Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07