Umdeild reglugerð ráðherra um fjölda barna á leikskólum sett á bið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. október 2022 12:18 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir fjölmargar áskoranir blasa við í málaflokknum. Vísir/Einar Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. Breytingin var kynnt í samráðsgátt fyrr á árinu en hún vakti hörð viðbrögð og urðu umsagnirnar alls 136 talsins, heilt yfir afar neikvæðar. Í breytingunni eins og hún var kynnt fólst að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skyldi tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitastjórnar en að sveitastjórnir skyldu taka ákvörðun ef til ágreinings kæmi. Leikskólastjóri sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að breytingin væri aðför að leikskólastjórnendum og óttaðist að sveitarfélögin myndu með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna. „Við höfum bara verið að hlusta á þær athugasemdir sem hafa komið, sem eru fjölmargar, og raunar líka tekið samhliða ákvörðun um að við ætlum að taka þessi mál í svolítið stærra samhengi. Þannig þessi reglugerð hefur verið sett á bið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu mála. „Við erum að undirbúa samtal sem að við þurfum að taka um þennan aldur, það er að segja á breiðari grunni, tengja þar saman sveitarfélög, leikskólasamfélagið , hagsmuni barnanna, vinnumarkaðinn, jafnréttismálin, vegna þess að það eru fjölmargar áskoranir þarna sem að ég held að við þurfum svona heildstæða nálgun til þess að taka á,“ segir hann enn fremur. Vill taka stærri skref en áður Í samfélaginu hafi myndast jarðvegur fyrir breiðari umræðu og telur ráðherrann að leiða þurfi saman ólík sjónarmið. Gagnrýni hafi að hluta til verið ástæða þess að reglugerðin hafi verið sett á bið en aðrir þættir spili sömuleiðis inn í. „Ég held að við þurfum bara stærri breytingar en voru undir í þessari reglugerð og það er svolítið það sem við erum að undirbúa, að fara í stærra samtal. Við stefnum á það núna á leikskólaþingi á haustdögum að kalla alla ólíka hópa að og kannski að hugsa þetta ekki í svona litlum skrefum, heldur að fara mögulega í stærri skref þarna og erum að eiga samtal við ólíka aðila um það þessa dagana,“ segir Ásmundur. Ríkisvaldið hafi í látið málaflokkinn afskiptalausan í nokkurn tíma og eftir standi ýmsar áskoranir þar sem leita þurfi lausna, sem þau ætli nú að gera. Samtal um þau mál muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er allt saman eitthvað sem við þurfum að eiga samtal um og ég held að sé löngu tímabært,“ segir Ásmundur. Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Breytingin var kynnt í samráðsgátt fyrr á árinu en hún vakti hörð viðbrögð og urðu umsagnirnar alls 136 talsins, heilt yfir afar neikvæðar. Í breytingunni eins og hún var kynnt fólst að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skyldi tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitastjórnar en að sveitastjórnir skyldu taka ákvörðun ef til ágreinings kæmi. Leikskólastjóri sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að breytingin væri aðför að leikskólastjórnendum og óttaðist að sveitarfélögin myndu með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna. „Við höfum bara verið að hlusta á þær athugasemdir sem hafa komið, sem eru fjölmargar, og raunar líka tekið samhliða ákvörðun um að við ætlum að taka þessi mál í svolítið stærra samhengi. Þannig þessi reglugerð hefur verið sett á bið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu mála. „Við erum að undirbúa samtal sem að við þurfum að taka um þennan aldur, það er að segja á breiðari grunni, tengja þar saman sveitarfélög, leikskólasamfélagið , hagsmuni barnanna, vinnumarkaðinn, jafnréttismálin, vegna þess að það eru fjölmargar áskoranir þarna sem að ég held að við þurfum svona heildstæða nálgun til þess að taka á,“ segir hann enn fremur. Vill taka stærri skref en áður Í samfélaginu hafi myndast jarðvegur fyrir breiðari umræðu og telur ráðherrann að leiða þurfi saman ólík sjónarmið. Gagnrýni hafi að hluta til verið ástæða þess að reglugerðin hafi verið sett á bið en aðrir þættir spili sömuleiðis inn í. „Ég held að við þurfum bara stærri breytingar en voru undir í þessari reglugerð og það er svolítið það sem við erum að undirbúa, að fara í stærra samtal. Við stefnum á það núna á leikskólaþingi á haustdögum að kalla alla ólíka hópa að og kannski að hugsa þetta ekki í svona litlum skrefum, heldur að fara mögulega í stærri skref þarna og erum að eiga samtal við ólíka aðila um það þessa dagana,“ segir Ásmundur. Ríkisvaldið hafi í látið málaflokkinn afskiptalausan í nokkurn tíma og eftir standi ýmsar áskoranir þar sem leita þurfi lausna, sem þau ætli nú að gera. Samtal um þau mál muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. „Þetta er allt saman eitthvað sem við þurfum að eiga samtal um og ég held að sé löngu tímabært,“ segir Ásmundur.
Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7. september 2022 06:52
Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42
Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. 23. ágúst 2022 13:37