Vísindi Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans hefur aldrei aukist hraðar en um þessar mundir þrátt fyrir loforð ríkja um að koma böndum á hana. Hún er sögð auka hættuna á að hnattræn hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér. Erlent 11.9.2024 15:36 „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. Innlent 9.9.2024 09:01 Stjörnu-Sævarar leiddu saman hesta sína Tveir þekktir vísindamiðlarar leiddu saman hesta sína þegar Sævar Helgi Bragason og Neil Degrasse Tyson hittust í New York í Bandaríkjunum í dag. Fundur þeir tengist að hluta frétt Vísis af heimsókn Tyson til Íslands þar sem honum var lýst sem bandarískum Stjörnu-Sævari. Lífið 5.9.2024 23:26 Jöklafræðingur heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga Íslenskur jöklafræðingur sem helgar stóran hluta frítíma síns athugunum á næturhimninum var gerður heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga í síðasta mánuði. Hann segir vægi áhugastjarnfræðinga sífellt að aukast. Innlent 3.9.2024 07:01 Sjá ekki fyrir endann á eldsumbrotum á Reykjanesskaga Ekki sér enn fyrir endann á þeirri eldvirkni sem hófst á Reykjanesskaga fyrir þremur árum, að sögn jarðeðlisfræðings. Hann útilokar þó að búast megi lengi áfram við stöðugum eldgosum á nokkurra mánaða fresti. Innlent 23.8.2024 21:54 Grindavík ekki í hættu ef fer sem horfir Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík og bærinn er ekki í hættu ef gosið heldur áfram með þessum hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Hann áætlar að hraun þeki yfir fimm ferkílómetra. Innlent 22.8.2024 23:50 Óttast aukna útbreiðslu sýklalyfjaónæmra lekandabaktería Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa áhyggjur af fjölgun tilvika sýklalyfjaónæmra lekandasýkinga. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn þar sem hefðbundin sýklalyf virkuðu ekki gegn sýkingunni. Erlent 15.8.2024 08:46 Tryggja sér 650 milljóna króna fjármögnun Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur tryggt sér fjármögnun upp á 4,3 milljóna evra, eða um 650 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 14.8.2024 11:02 Rannsaka möguleika til kolefnisförgunar í Hvalfirði Vísindarannsóknir eru hafnar í Hvalfirði með það fyrir augum að kanna möguleika til kolefnisförgunar. Markmiðið er ekki að græða pening með sölu kolefniseininga eða öðru, heldur að skapa þekkingu sem gæti nýst til að milda áhrif loftslagsbreytinga. Í stuttu máli felst aðferðin sem er til skoðunar í því að kanna hvort hægt sé að flýta náttúrulegu ferli kolefnisbindingar í hafi með því að auka svokallaða basavirkni sjávar. Innlent 28.7.2024 22:01 Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. Erlent 26.7.2024 14:37 Vaxandi áhrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli Meirihluti landssvæðis á jörðinni hefur upplifað stærri sveiflur á milli úrkomu og þurrks en áður vegna hlýnunar lofthjúpsins. Þá eru merki um að loftslagsbreytingar hafi þau áhrif að fellibylir við Asíu verða fátíðari en öflugri en ella. Erlent 26.7.2024 11:48 Heimshitamet slegið tvisvar á jafnmörgum dögum Methiti sem mælist nú á jörðinni hélt áfram á mánudag. Þá var dagsgamalt hitamet sem talið er að hafi verið sett á sunnudag slegið um brot úr gráðu. Ekki hefur verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Erlent 24.7.2024 12:19 Erfðabreytileikar hafa áhrif á DNA metýleringu Ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að erfðabreytileikar móta tengsl á milli DNA metýleringar og virkni gena, og eru þá líklegri til að tengjast ýmsum sjúkdómum sem og öðrum eiginleikum mannsins. Innlent 24.7.2024 09:56 Kári vandar um við heimsfrægan rithöfundinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ekki hrifinn af kenningum Matt Ridleys, blaðamanns og rithöfundar, sem hefur verið hér á landi við veiðar og notaði tækifærið og viðraði kenningar sínar. Innlent 23.7.2024 10:56 Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. Innlent 20.7.2024 22:04 „Þetta eru í rauninni mjög sorglegar niðurstöður“ Blý og fjöldi annarra skaðlegra þungmálma finnast í túrtöppum samkvæmt nýrri rannsókn. Kallað er eftir frekari rannsóknum á áhrifum eiturefna á líkamann og neytendur eru hvattir til að vanda valið á tíðavörum. Innlent 17.7.2024 23:30 Bóluefni eða veirur Öðru hverju rata fyrir augu mér textar gegn notkun bóluefna þar sem varað er við skaðsemi þeirra. Ég hefi ekki ástæðu til að ætla að textahöfundum gangi neitt illt til með skrifum sínum en mér sýnist flestum þessum skrifum vera sameiginlegt að þau lýsa þekkingar eða skilningsleysi á því í hverju virkni bóluefna felst og að horft er framhjá því að ræða mikilvægan mun á virkni bóluefna annars vegar og veirusýkinga hins vegar. Skoðun 17.7.2024 11:30 Íslensk stökkbreyting þrefaldar áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hafa fundið erfðabreytileika í LAG-3 geninu sem meira en þrefaldar áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil. Tveir erfðabreytileikar fundust sem auka áhættuna mest, og finnast þeir bara á Íslandi og í Finnlandi. Innlent 12.7.2024 18:48 Freista þess að spá um sólstorma með loftbelgnum yfir Íslandi Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt. Innlent 12.7.2024 12:06 Loftbelgur frá NASA svífur yfir Austurlandi Loftbelgur hefur sést svífa í háloftunum yfir Austurlandi í dag og margar kenningar hafa fæðst um hvaða fljúgandi furðuhlutur þetta sé. Sumir hafa haldið að um sé að ræða kínverskan eða rússneskan njósnabelg en aðrir einkennilega blöðrulaga ský. Sannleikurinn er sá að belgurinn er rannsóknarloftbelgur frá bandarísku heimvísindastofnuninni NASA. Innlent 11.7.2024 23:30 Gagnaleki á Messenger mögulega það versta sem gæti komið fyrir Gunnar Ingi Reykjalín forstöðumaður forstöðumaður skýja- og netreksturs Origo segir netárásum stöðugt fjölga. Fólk þurfi að vita meira til að geta brugðist við. Opin umræða sé mikilvæg og forvarnir áríðandi. En líka viðbragðsáætlanir við mögulegum árásum. Innlent 9.7.2024 09:02 Hvetur fólk til að skipta sér meira af öðrum Afbrotafræðingur segir fólk ekki eiga að vera hrætt við að vera afskiptasamt ef það telur annað fólk í hættu eða í þörf á aðstoð. Ábyrgðarþynning [e. bystander effect] geri það að verkum að fólk bregðist síður við. Innlent 5.7.2024 09:03 Sóttu sýni á fjarhlið tunglsins Kínverska geimfarinu Chang'e 6 var lent í eyðimörk í Mongólíu í dag að loknu vel heppnuðu tæplega tveggja mánaða ferðalagi til fjarhliðar tunglsins. Kínverjar urðu fyrstir til að lenda geimfari þar árið 2019 og nú hefur þeim tekist að taka með sér sýni frá fjarhliðinni, fyrstum allra. Erlent 25.6.2024 06:40 Gerðu lykiluppgötvun í baráttunni við Alzheimer Fyrsta stökkbreytingin með sterkan víkjandi þátt sem stóreykur líkur á Alzheimur sjúkdómi er fundin. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru fyrir stórri alþjóðlegri rannsókn á erfðum Alzheimer sjúkdóms. Innlent 24.6.2024 09:54 Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. Erlent 18.6.2024 23:00 Notkun bóluefna veldur ekki einhverfu Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar. Skoðun 18.6.2024 14:31 Apollo-geimfarinn sem laumaði íslenskum peningi til tunglsins „Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu. Innlent 9.6.2024 08:12 Vilja eiga aðkomu að ákvörðunum um aðgengi að viðkvæmum gögnum Landlæknisembættið hefur lýst sig algjörlega andvígt því að afnema aðkomu ábyrgðaraðila að umfjöllun um umsóknir og sjálfstæði við ákvarðanatöku um aðgang að gögnum í þágu vísindarannsókna. Innlent 5.6.2024 12:18 Nýtt bóluefni gegn sortuæxlum helmingar líkur á endurkomu Nýtt mRNA bóluefni gegn sortuæxlum, sem er sérsniðið að hverjum sjúklingi fyrir sig, helmingar líkurnar á dauða og endurkomu krabbameinsins. Erlent 4.6.2024 11:29 Heilablóðfall sjaldgæfur fylgikvilli eftir ósæðarlokuskipti Tíðni heilablóðfalls í kjölfar ósæðarlokuskiptaaðgerða á nærri tveggja áratuga tímabili á Landspítala reyndist innan við 2% sem telst lágt og áþekkt því sem gengur og gerist á stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands og Landspítala sem greint er frá í maíblaði Læknablaðsins. Innlent 27.5.2024 14:42 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 52 ›
Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans hefur aldrei aukist hraðar en um þessar mundir þrátt fyrir loforð ríkja um að koma böndum á hana. Hún er sögð auka hættuna á að hnattræn hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér. Erlent 11.9.2024 15:36
„Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. Innlent 9.9.2024 09:01
Stjörnu-Sævarar leiddu saman hesta sína Tveir þekktir vísindamiðlarar leiddu saman hesta sína þegar Sævar Helgi Bragason og Neil Degrasse Tyson hittust í New York í Bandaríkjunum í dag. Fundur þeir tengist að hluta frétt Vísis af heimsókn Tyson til Íslands þar sem honum var lýst sem bandarískum Stjörnu-Sævari. Lífið 5.9.2024 23:26
Jöklafræðingur heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga Íslenskur jöklafræðingur sem helgar stóran hluta frítíma síns athugunum á næturhimninum var gerður heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga í síðasta mánuði. Hann segir vægi áhugastjarnfræðinga sífellt að aukast. Innlent 3.9.2024 07:01
Sjá ekki fyrir endann á eldsumbrotum á Reykjanesskaga Ekki sér enn fyrir endann á þeirri eldvirkni sem hófst á Reykjanesskaga fyrir þremur árum, að sögn jarðeðlisfræðings. Hann útilokar þó að búast megi lengi áfram við stöðugum eldgosum á nokkurra mánaða fresti. Innlent 23.8.2024 21:54
Grindavík ekki í hættu ef fer sem horfir Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík og bærinn er ekki í hættu ef gosið heldur áfram með þessum hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Hann áætlar að hraun þeki yfir fimm ferkílómetra. Innlent 22.8.2024 23:50
Óttast aukna útbreiðslu sýklalyfjaónæmra lekandabaktería Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa áhyggjur af fjölgun tilvika sýklalyfjaónæmra lekandasýkinga. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn þar sem hefðbundin sýklalyf virkuðu ekki gegn sýkingunni. Erlent 15.8.2024 08:46
Tryggja sér 650 milljóna króna fjármögnun Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur tryggt sér fjármögnun upp á 4,3 milljóna evra, eða um 650 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 14.8.2024 11:02
Rannsaka möguleika til kolefnisförgunar í Hvalfirði Vísindarannsóknir eru hafnar í Hvalfirði með það fyrir augum að kanna möguleika til kolefnisförgunar. Markmiðið er ekki að græða pening með sölu kolefniseininga eða öðru, heldur að skapa þekkingu sem gæti nýst til að milda áhrif loftslagsbreytinga. Í stuttu máli felst aðferðin sem er til skoðunar í því að kanna hvort hægt sé að flýta náttúrulegu ferli kolefnisbindingar í hafi með því að auka svokallaða basavirkni sjávar. Innlent 28.7.2024 22:01
Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. Erlent 26.7.2024 14:37
Vaxandi áhrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli Meirihluti landssvæðis á jörðinni hefur upplifað stærri sveiflur á milli úrkomu og þurrks en áður vegna hlýnunar lofthjúpsins. Þá eru merki um að loftslagsbreytingar hafi þau áhrif að fellibylir við Asíu verða fátíðari en öflugri en ella. Erlent 26.7.2024 11:48
Heimshitamet slegið tvisvar á jafnmörgum dögum Methiti sem mælist nú á jörðinni hélt áfram á mánudag. Þá var dagsgamalt hitamet sem talið er að hafi verið sett á sunnudag slegið um brot úr gráðu. Ekki hefur verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Erlent 24.7.2024 12:19
Erfðabreytileikar hafa áhrif á DNA metýleringu Ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að erfðabreytileikar móta tengsl á milli DNA metýleringar og virkni gena, og eru þá líklegri til að tengjast ýmsum sjúkdómum sem og öðrum eiginleikum mannsins. Innlent 24.7.2024 09:56
Kári vandar um við heimsfrægan rithöfundinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ekki hrifinn af kenningum Matt Ridleys, blaðamanns og rithöfundar, sem hefur verið hér á landi við veiðar og notaði tækifærið og viðraði kenningar sínar. Innlent 23.7.2024 10:56
Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. Innlent 20.7.2024 22:04
„Þetta eru í rauninni mjög sorglegar niðurstöður“ Blý og fjöldi annarra skaðlegra þungmálma finnast í túrtöppum samkvæmt nýrri rannsókn. Kallað er eftir frekari rannsóknum á áhrifum eiturefna á líkamann og neytendur eru hvattir til að vanda valið á tíðavörum. Innlent 17.7.2024 23:30
Bóluefni eða veirur Öðru hverju rata fyrir augu mér textar gegn notkun bóluefna þar sem varað er við skaðsemi þeirra. Ég hefi ekki ástæðu til að ætla að textahöfundum gangi neitt illt til með skrifum sínum en mér sýnist flestum þessum skrifum vera sameiginlegt að þau lýsa þekkingar eða skilningsleysi á því í hverju virkni bóluefna felst og að horft er framhjá því að ræða mikilvægan mun á virkni bóluefna annars vegar og veirusýkinga hins vegar. Skoðun 17.7.2024 11:30
Íslensk stökkbreyting þrefaldar áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hafa fundið erfðabreytileika í LAG-3 geninu sem meira en þrefaldar áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil. Tveir erfðabreytileikar fundust sem auka áhættuna mest, og finnast þeir bara á Íslandi og í Finnlandi. Innlent 12.7.2024 18:48
Freista þess að spá um sólstorma með loftbelgnum yfir Íslandi Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt. Innlent 12.7.2024 12:06
Loftbelgur frá NASA svífur yfir Austurlandi Loftbelgur hefur sést svífa í háloftunum yfir Austurlandi í dag og margar kenningar hafa fæðst um hvaða fljúgandi furðuhlutur þetta sé. Sumir hafa haldið að um sé að ræða kínverskan eða rússneskan njósnabelg en aðrir einkennilega blöðrulaga ský. Sannleikurinn er sá að belgurinn er rannsóknarloftbelgur frá bandarísku heimvísindastofnuninni NASA. Innlent 11.7.2024 23:30
Gagnaleki á Messenger mögulega það versta sem gæti komið fyrir Gunnar Ingi Reykjalín forstöðumaður forstöðumaður skýja- og netreksturs Origo segir netárásum stöðugt fjölga. Fólk þurfi að vita meira til að geta brugðist við. Opin umræða sé mikilvæg og forvarnir áríðandi. En líka viðbragðsáætlanir við mögulegum árásum. Innlent 9.7.2024 09:02
Hvetur fólk til að skipta sér meira af öðrum Afbrotafræðingur segir fólk ekki eiga að vera hrætt við að vera afskiptasamt ef það telur annað fólk í hættu eða í þörf á aðstoð. Ábyrgðarþynning [e. bystander effect] geri það að verkum að fólk bregðist síður við. Innlent 5.7.2024 09:03
Sóttu sýni á fjarhlið tunglsins Kínverska geimfarinu Chang'e 6 var lent í eyðimörk í Mongólíu í dag að loknu vel heppnuðu tæplega tveggja mánaða ferðalagi til fjarhliðar tunglsins. Kínverjar urðu fyrstir til að lenda geimfari þar árið 2019 og nú hefur þeim tekist að taka með sér sýni frá fjarhliðinni, fyrstum allra. Erlent 25.6.2024 06:40
Gerðu lykiluppgötvun í baráttunni við Alzheimer Fyrsta stökkbreytingin með sterkan víkjandi þátt sem stóreykur líkur á Alzheimur sjúkdómi er fundin. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru fyrir stórri alþjóðlegri rannsókn á erfðum Alzheimer sjúkdóms. Innlent 24.6.2024 09:54
Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. Erlent 18.6.2024 23:00
Notkun bóluefna veldur ekki einhverfu Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar. Skoðun 18.6.2024 14:31
Apollo-geimfarinn sem laumaði íslenskum peningi til tunglsins „Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu. Innlent 9.6.2024 08:12
Vilja eiga aðkomu að ákvörðunum um aðgengi að viðkvæmum gögnum Landlæknisembættið hefur lýst sig algjörlega andvígt því að afnema aðkomu ábyrgðaraðila að umfjöllun um umsóknir og sjálfstæði við ákvarðanatöku um aðgang að gögnum í þágu vísindarannsókna. Innlent 5.6.2024 12:18
Nýtt bóluefni gegn sortuæxlum helmingar líkur á endurkomu Nýtt mRNA bóluefni gegn sortuæxlum, sem er sérsniðið að hverjum sjúklingi fyrir sig, helmingar líkurnar á dauða og endurkomu krabbameinsins. Erlent 4.6.2024 11:29
Heilablóðfall sjaldgæfur fylgikvilli eftir ósæðarlokuskipti Tíðni heilablóðfalls í kjölfar ósæðarlokuskiptaaðgerða á nærri tveggja áratuga tímabili á Landspítala reyndist innan við 2% sem telst lágt og áþekkt því sem gengur og gerist á stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands og Landspítala sem greint er frá í maíblaði Læknablaðsins. Innlent 27.5.2024 14:42