Erlent

Jane Goodall látin

Agnar Már Másson skrifar
Jane Goodall
Jane Goodall

Jane Goodall, Íslandsvinur og ein ástsælasta vísindakona heims, er látin 91 árs að aldri. 

Goodall, sem var atferlisfræðingur, fremdardýrafræðingur og friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna, er þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum.

Jane Goodall Institute greinir frá þessu á Facebook þar sem segir að hún hafi látist í morgun af náttúrulegum orsökum í Kaliforníu, þar sem hún hefur verið í fyrirlestraferð.

„Uppgötvanir dr. Goodall sem atferlisfræðings ollu byltingu í vísindum og hún var óþreytandi talsmaður verndar og endurheimtar náttúru heimsins,“ sagði í færslunni. 

Goodall var almennt talin fremsti sérfræðingur heims um simpansa en hún hóf rannsóknir sínar 26 ára gömul í Austur-Afríku árið 1960 þar sem hún fylgdist með simpönsum. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir gætu sýnt flókna félagslega hegðun eins og að kitla.

Árið 2016 heimsótti hún Ísland til að halda fyrirlestur í Háskólabíó á vegum Stofnunar Sæmundar fróða. Þá hefur hún í tvígang svarað spurningum á Vísindavefnum.

Í fyrra birti hún skoðanagrein á Vísi þar sem hún biðlaði til íslenskra stjórnvalda, einkum Höllu Tómasdóttur forseta og Bjarna Benediktssonar þáverandi forsætisráðherra, að stöðva hvalveiðar við strendur landsins.

 


Tengdar fréttir

Jane Goodall hitti Archie

Dýrafræðingurinn Jane Goodall heimsótti hertogahjónin af Sussex í síðasta mánuði á heimili þeirra.

Ný Barbí­dúkka Jane Goodall komin á markað

Mattel, framleiðendur Barbí hafa nú gefið út dúkku eftir útliti fremdardýrafræðingsins, Dr. Jane Goodall. Dúkka Goodall er hluti af línu Barbí sem einblínir á hvetjandi konur.

Jane Goodall hvetur ís­lensk stjórn­völd til að hætta hval­veiðum

Kæri forseti Halla Tómasdóttir, kæri forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, Ég heiti Jane Goodall, og ég hef helgað lífi mínu vernd og velferð villtra dýra. Og reyndar líka þeirra sem lifa í haldi manna, en sérstaklega villtra simpansa, og nú nýlega einnig fíla, mauraæta, höfrunga og hvala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×