Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2025 11:07 Þórhildur segir fátt vitað um áhrif samfélagsmiðla á heilavirkni ungmenna. Getty/HR „Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“ Þetta segir Þórhildur Halldórsdóttir, barnasálfræðingur og dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, um áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna. Þórhildur og fleiri standa saman að rannsókn sem er ætlað að varpa ljósi á málið. Þórhildur, sem er móðir og mikil áhugamanneskja um áhrif samfélagsmiðla á þroska ungmenna, segir að á sama tíma og þau hafi lítið verið rannsökuð sé vitað að heilavirknin hjá börnum nánast „stökkbreytist“ á unglingsárunum, sérstaklega á svæðum sem samfélagsmiðlar gætu haft áhrif á. „Og við vitum ekkert hvort það er jákvætt eða neikvætt. Almennt vitum við bara ekki einu sinni hvort þeir hafi áhrif á þessi heilasvæði.“ Þórhildur segir umrædd svæði meðal annars stjórna félagsþroska og hvernig einstaklingurinn höndlar streitu. Þá nefnir hún einnig svæði sem stjórna „stýrifærni“; þáttum sem geta haft áhrif á hvernig börnum gengur í skóla. Innt eftir því hvort samfélagsmiðlafyrirtækin hafi ekki rannsakað þetta sjálf, segir hún að þau hafi verið meira dugleg við að rannsaka hvernig hægt sé að halda fólki sem lengst á miðlunum. Rannsókn Þórhildar og kollega gengur út á að gera taugalífeðlisfræðilega mælingu (e. EEG) á heilavirkni ungmenna á meðan þau leysa verkefni sem líkja eftir samfélagsmiðlanotkun. Þórhildur er að leita að þátttakendum fyrir rannsóknina, á aldrinum 10 til 16 ára. „Af því að það er nákvæmlega þessi tímapunktur sem heilinn er að taka þessi rosalegu stökk hvað varðar þroska.“ Útfærslan á rannsókninni hafi hins vegar verið svolítið snúin, þar sem finna þurfi leiðir til að líka eftir samfélagsmiðlanotkun án þess að láta börnin vera á samfélagsmiðlum. „Þær nýtast í margt,“ svarar Þórhildur um hæl, spurð að því hvernig niðurstöðurnar verða notaðar. „Það vantar svolítið svona grunnrannsóknir á því hvað er að gerast á meðan ungmenni eru á samfélagsmiðlum, þannig að þetta eykur þekkingu þannig. En þá getur þetta líka kannski, svona seinna meir, varpað ljósi á það hvort 13 ára sé til dæmis góður tímapunktur til að leyfa þeim að fara á Instagram eða TikTok. Ættum við að bíða lengur? Hefur þetta engin áhrif? Eða er þetta kannski að betrumbæta einhverja færni? Ættum við kannski að lækka aldursviðmiðið?“ Þá segist Þórhildur hafa mikinn áhuga á því að rannsaka frekar hvaða tengsl eru þarna við líðan ungmenna. Vísindi Tækni Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þetta segir Þórhildur Halldórsdóttir, barnasálfræðingur og dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, um áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna. Þórhildur og fleiri standa saman að rannsókn sem er ætlað að varpa ljósi á málið. Þórhildur, sem er móðir og mikil áhugamanneskja um áhrif samfélagsmiðla á þroska ungmenna, segir að á sama tíma og þau hafi lítið verið rannsökuð sé vitað að heilavirknin hjá börnum nánast „stökkbreytist“ á unglingsárunum, sérstaklega á svæðum sem samfélagsmiðlar gætu haft áhrif á. „Og við vitum ekkert hvort það er jákvætt eða neikvætt. Almennt vitum við bara ekki einu sinni hvort þeir hafi áhrif á þessi heilasvæði.“ Þórhildur segir umrædd svæði meðal annars stjórna félagsþroska og hvernig einstaklingurinn höndlar streitu. Þá nefnir hún einnig svæði sem stjórna „stýrifærni“; þáttum sem geta haft áhrif á hvernig börnum gengur í skóla. Innt eftir því hvort samfélagsmiðlafyrirtækin hafi ekki rannsakað þetta sjálf, segir hún að þau hafi verið meira dugleg við að rannsaka hvernig hægt sé að halda fólki sem lengst á miðlunum. Rannsókn Þórhildar og kollega gengur út á að gera taugalífeðlisfræðilega mælingu (e. EEG) á heilavirkni ungmenna á meðan þau leysa verkefni sem líkja eftir samfélagsmiðlanotkun. Þórhildur er að leita að þátttakendum fyrir rannsóknina, á aldrinum 10 til 16 ára. „Af því að það er nákvæmlega þessi tímapunktur sem heilinn er að taka þessi rosalegu stökk hvað varðar þroska.“ Útfærslan á rannsókninni hafi hins vegar verið svolítið snúin, þar sem finna þurfi leiðir til að líka eftir samfélagsmiðlanotkun án þess að láta börnin vera á samfélagsmiðlum. „Þær nýtast í margt,“ svarar Þórhildur um hæl, spurð að því hvernig niðurstöðurnar verða notaðar. „Það vantar svolítið svona grunnrannsóknir á því hvað er að gerast á meðan ungmenni eru á samfélagsmiðlum, þannig að þetta eykur þekkingu þannig. En þá getur þetta líka kannski, svona seinna meir, varpað ljósi á það hvort 13 ára sé til dæmis góður tímapunktur til að leyfa þeim að fara á Instagram eða TikTok. Ættum við að bíða lengur? Hefur þetta engin áhrif? Eða er þetta kannski að betrumbæta einhverja færni? Ættum við kannski að lækka aldursviðmiðið?“ Þá segist Þórhildur hafa mikinn áhuga á því að rannsaka frekar hvaða tengsl eru þarna við líðan ungmenna.
Vísindi Tækni Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira