Akstursíþróttir

Fréttamynd

Ungur mótorhjólakappi lést í hræðilegu slysi

Japanski ökuþórinn Shoya Tomizawa lést eftir hræðilegt slys í Moto2 mótorhjólakappakstri sem fram fór í San Marino í dag. Tomizawa, sem var aðeins 19 ára gamall, var rísandi stjarna í Moto2 kappakstrinum og var annar á stigalistanum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Einar Sigraði

Einar Sverrir Sigurðarson sigraði aðra umferð Íslandsmótsins í motocross sem fram fór í Ólafsvík um síðustu helgi. Brautin var í sínu besta formi enda var búið að leggja mikla vinnu í hana.

Sport
Fréttamynd

SuperMoto æfing í Hafnarfirði

SuperMoto æfing verður í Rallýcross brautinni í Hafnarfirði á fimmtudaginn kl 19.00. Nú verður tímatökubúnaður og því hvetjum við alla að koma með sendana, eða redda sér sendum.

Sport
Fréttamynd

Kári vann á Álfsnesi

Kári Jónsson sigraði í fyrstu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem haldin var á Álfsnesi í dag. Kári keppti á TM hjóli með 250cc tvígengismótor og fékk 72 stig. Annar varð Einar Sigurðarson á KTM hjóli og fékk hann 64 stigl. Þriðji varð Hjálmar Jónsson en hann fékk 57 stig.

Sport
Fréttamynd

Klaustur afstaðið

Síðustu helgi fór fram stærsta og vinsælasta enduromót Íslands á Kirkjubæjarklaustri. Mættir voru til leiks allir helstu torfæruhjólaökumenn landsins ásamt nokkrum erlendum ökumönnum. Veðrið lék við keppendur og áhorfendur í byrjun og voru allir mjög vongóðir um framhald dagsins. En uppúr kl. 14:00 byrjaði að rigna og varð brautin mjög blaut.

Sport
Fréttamynd

Úrslit frá Hellu

Laugardaginn 12 maí síðastliðinn voru haldnar fyrsta og önnur umferð Íslandsmótsins í þolakstri. Veður á mótsstað var gott og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Metþátttaka var í mótinu en um 150 keppendur voru mættir til leiks í meistaraflokki, baldursdeild og tvímenningsflokki. Brautarstæðið á Hellu er á margan hátt einstakt frá náttúrunnar hendi og er brautin að mestu í sandi. Það reynir því mjög á úthald keppenda þar sem akstur í sandi er erfiður og mátti sjá marga uppgefna keppendur að keppni lokinni. Brautin var frekar þröng og tæknileg á köflum.

Sport
Fréttamynd

AÍH óskar eftir starfsfólki á Hellu

Nú eru bara nokkrir dagar í fyrstu Enduro keppni ársins. Brautin verður frábær - eitthvað við allra hæfi. AÍH vantar hins vegar starfsfólk til að vera í race police og flagga. Þeir sem vilja hjálpa til við að auka öryggi keppenda og aðstoða okkur er bent að hafa samband við Kristján Geir

Sport
Fréttamynd

Mótorkrossbrautin á Selfossi opnar

Mótorkrossbrautin á Selfossi hefur lengi verið talin sú skemmtilegasta á landinu. Nú hafa Árborgarmenn ákveðið að opna loksins brautina og var það gert í gærkvöldi. Í gær var unnið hörðum höndum að gera brautina tilbúnna fyrir opnun og var verið að slétta hana í gær. Að sögn þeirra sem fór í brautina í gær er hún æðisleg.

Sport
Fréttamynd

HondaRacing leggur land undir fót

Honda Racing hefur áhveðið að skella sér á krókinn um komandi helgi með MX1, MX2 , MX85 liðið og stelpurnar, í brautina sem hefur verið í smíðum undanfarið á króknum.

Sport
Fréttamynd

Götuhjólastuntari sýnir listir sínar á morgun

Á morgun miðvikudag verður Aaron Colton 15 ára götuhjólastöntari með sýningu á planinu hjá Nítró/N1 kl. 18:30 - 21:00. Þrátt fyrir ungan aldur er Aaron talinn verða næsti heimsmeistari í þessari rosalegu íþrótt. Þetta er sýning sem fólk sér ekki á hverjum degi og hvetjum við þessvegna sem flesta að mæta.

Sport
Fréttamynd

Allt að gerast á króknum

VS eða Vélhjólaklúbbur skagafjarðar hefur undanfarna mánuði verið að byggja upp eina glæsilegustu krossbraut á landinu ef má marka heimamenn sem hjóla í brautinni reglulega.

Sport
Fréttamynd

Bikarmót á Akureyri

Stjórn KKA á Akureyri ætlar hugsanlega að halda bikarmót í maí. Það er gert vegna breytinga sem hafa orðið á brautinni og verða þeir að halda bikarmót til að geta verið með í umferð til Íslandsmeistara titilsins í motocross í sumar

Sport
Fréttamynd

Mótorhjólasýning Nitro í dag

Nitro heldur mótorhjólasýningu fyrir framan húsakynni sín að Bíldshöfða 9 í dag frá kl. 12 til 16. Auk ýmissa gerða hjóla, fatnaðar og aukabúnaðar sem til sýnis verður, hefur verið búin til torfæruhjólabraut á grasflöt framan við verslunina þar sem nokkrir keppnismenn í mótorkrossi munu sýna tilþrif.

Sport
Fréttamynd

þeir kalla sig viskí og vindlaklúbbinn.

Já þegar fréttaritari Vísi.is var að vafra um veraldarvefinn í gærkveldi, rakst hann á skemmtilega síðu að nafni www.wv-club.com. Þetta eru hressir íslenskir strákar sem eiga það sameiginlegt að vera forfallnir hjólamenn og áhugasamir tónlistarmenn.

Sport
Fréttamynd

Styttist í Klaustur

Nú fer að styttast í stærstu endurkeppni ársins "Klaustur Offroad Challange". Nú þegar rúmur einn og hálfur mánuður er til stefnu eru 350 manns skráðir til leiks, en búist er við metskráningu í ár. Öll gistiaðstaða fyrir utan tjaldsvæðin er uppbókuð fyrir keppnishelgina en búist er við hátt í 5000 manns á svæðið. Ekki hefur verið gefið upp hvort brautin verði sú sama og í fyrra en miklar líkur eru á því að hún breytist eitthvað.

Sport
Fréttamynd

Travis Pastrana keppir á MXDN 2007

Travis Pastrana hefur tekið tilboði Peurto Rico að keppa fyrir þeirra hönd á MXDN eða Motocross of nations 2007 sem verður haldin í bandaríkjunum í haust.

Sport
Fréttamynd

Hjólapáskar að baki

Hjólamenn nutu páskana eins og aðrir íþróttamenn um land allt þessa páska sem aðra. Mikið var um manninn í bæði Bolöldu hjá litlu kaffistofunni sem er í umsjón VÍK, einnig var mikið hjólað í Sólbrekku við Grindavíkur afleggjara, en hún er í umsjón VÍR.

Sport
Fréttamynd

Josh Coppins fór með sigur af hólmi

Yamaha ökumaðurinn Josh Coppins fór með sigur af hólmi í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í motocross sem fram fór í Valkenswaard. Mikið var talað um að Coppins væri líkur Stefan Everts í akstri en hann vann auðveldan sigur á þeim Jonathan Barragan, Steve Ramon og Kevin Strijbos.

Sport
Fréttamynd

Carmichael keyrir á vegg

Ricky Carmichael keyrði sína fyrstu keppni í stock car nú um helgina. Keppnin var haldin í Lakecity - Florida, nánar tiltekið í columbia motosports park.

Sport
Fréttamynd

2007 FIM GPMX á Mediazone

Nú er hægt að kaupa sér aðgang og horfa á heimsmeistara keppnina í motocross á mediazone.com. Íslenskar sjónvarpsstöðvar hafa ekki séð fyrir bensín þyrstum áhorfendum fyrir miklu efni í heimi mótorsportsins.

Sport
Fréttamynd

Indianapolis Supercross úrslit.

Það var mikil spenna sem myndaðist þegar einn af fremstu supercross ökumönnum heims í dag byrjaði síðastur eftir hræðilegt start. Enginn Ricky Carmichael einkenndi þó keppnina og mun supercrossið örugglega ekki vera það sama og þegar sú hetja er farinn.

Sport
Fréttamynd

Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn gegn uppgangi akstursíþrótta.

Framsýn tillaga Guðjóns Arnars Kristjánssonar um að breyta umferðarlögum með þeim hætti að skilgreina hvað akstursíþróttabraut væri fékk ekki náð fyrir augum stjórnarmeirihlutans. Atkvæðagreiðslan á Alþingi var nokkuð eftirminnileg þar sem að formaður samgöngunefndar Guðmundur Hallvarðsson studdi tillgöuna þegar hún var í fyrstu borin upp til atkvæða og sömuleiðis nokkrir stjórnarliðar til viðbótar. Þetta varð til þess að tillagan var samþykkt.

Sport
Fréttamynd

Supercross Lites úrslit

Gríðarleg spenna var í lites flokknum þegar það kom að aðalkeppninni í Orlando. Bjuggust menn við svipuðum úrslitum líkt og í síðustu keppnum, þar sem þeir sömu jafnan raða sér upp á verðlauna pall.

Sport