Helgin í Formúlunni er aðeins öðruvísi en þær oftast eru. Tímataka fyrir kappaksturinn fór fram í gær en í dag fer fram nokkurs konar sprettakstur. Það er styttri útgáfa af kappakstrinum og keyra ökuþórarnir aðeins 24 hringi á brautinni.
Þeir sem enda í átta efstu sætunum fá stig í keppni ökuþóra, sá efsti 8 stig og svo koll af kolli niður í 8. sæti. Alls fara fram sex sprekkakstrar á tímabilinu.
Your Top 3 from the Sprint
— Formula 1 (@F1) July 1, 2023
Max Verstappen
Sergio Perez
Carlos Sainz #AustrianGP #F1Sprint pic.twitter.com/PO5x4gvFuy
Hollendingurinn Max Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína síðustu misserin og hann kom fyrstur í mark í sprettinum í Austurríki í dag. Kappaksturinn var spennandi en liðsfélagi Verstappen, hinn spænski Sergio Perez, varð annar.
Á fyrsta hring kappakstursins munaði í tvígang litlu að liðsfélagarnir myndu rekast saman en þeir byrjuðu fremstir. Carlos Sainz varð þriðji en hann ekur fyrir Ferrari.