
Ólympíuleikar

Fyrsta konan sem verður forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar
Kirsty Coventry frá Simbabve hefur verið kosin forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Hún verður fyrsta konan til að gegna því embætti.

Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics
Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu.

Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð
Sundmaðurinn fyrrverandi Anthony James, sem keppti fyrir hönd Bretlands á Ólympíuleikunum á heimavelli 2012, hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum
Donald Trump Jr., sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vill sjá íþróttafólk taka ólögleg lyf til að ná enn betri árangri.

Ólympíumeistari í bann til ársins 2031
Hestaíþróttamaðurinn Eric Lamaze vann Ólympíugull í Peking árið 2008 en nú má hann ekki koma nálægt íþrótt sinni næstu árin. Hann hefur verið dæmdur í bann til ársins 2031.

Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París
Kýpverski fimleikadómarinn Evangelia Trikomiti hefur verið dæmd í fjögurra ára bann fyrir að hafa hjálpað samlöndu sinni, Veru Tugolukova, að komast inn á Ólympíuleikana í París síðasta sumar.

Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum
Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti.

Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup
Hin ungverska Agnes Keleti er látin 103 ára að aldri. Hún lifði af helför nasista í síðari heimsstyrjöldinni og vann síðar meir til tíu verðlauna á Ólympíuleikunum.

Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig
Gabriela Dabrowski vann til verðlauna á Ólympíuleikunum og þrjú risamót í tvíliðaleik. Hún endaði árið á gullmedalíu á WTA lokamótinu og greindi svo frá því að hún hefði glímt við brjóstakrabbamein allt keppnistímabilið 2024.

Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar
Frakkinn Martin Fourcade var að bæta við sínu sjötta Ólympíugulli en það vann hann fyrir fimmtán árum á leikunum í Vancouver án þess að vita það þá.

Anton Sveinn er hættur
Sundkappinn og fjórfaldi Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee hefur ákveðið að láta gott heita og mun ekki keppa á fleiri mótum á sínum glæsta ferli.

Sexfaldur Ólympíugullverðlaunahafi dauðvona
Hjólreiðagoðsögnin Sir Chris Hoy sagði frá því í viðtali við Sunday Times í morgun að barátta hans við krabbameinið sé töpuð.

Býðst til þess að gefa þjófnum gullið í arf
Ungverjinn László Csongrádi hefur í örvæntingu sinni boðist til þess að arfleiða innbrotsþjóf að ólympíugullinu sem hann vann á sínum tíma.

Langyngst og eina konan í framboði til forseta IOC
Sjö manns sækjast eftir því að verða næsti forseti Alþjóða ólympíusambandsins, IOC, í mars á næsta ári þegar núverandi forseti, Thomas Bach, lætur af störfum.

Ólympíufara fagnað á Selfossi
Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Fimmfaldur Ólympíufari kafnaði í íbúð sinni
Fyrrum afreksíþróttakonan Daniela Larreal Chirinos er látin aðeins fimmtug að aldri. Hún lifði viðburðaríku lífi en endalokin voru mjög sorgleg.

„Við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel“
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza verða þau fyrstu til að keppa fyrir Íslands hönd í parakeppni á listskautum.

Eigum við Íslendingar of fáa keppendur á Ólympíuleikum?
Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við.

Óttast um framtíð handboltans á Ólympíuleikunum
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki komist á síðustu tvo Ólympíuleika og ef marka má áhyggjur handboltasérfræðings þá er mögulega hver að verða síðastur að keppa í handbolta á leikunum.

Daley hættur að dýfa sér í sundlaugar
Eftir sína fimmtu Ólympíuleika, þar sem hann nældi sér í silfur, hefur Tom Daley ákveðið að hætta að stinga sér til sunds. Frá þessu er greint á vef Sky Sports.

Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles
Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles.

Vann fyrstu verðlaunin fyrir flóttamannalið Ólympíuleikanna
Hnefaleikakonan Cindy Ngamba vann bronsverðlaun og varð þar með fyrsti keppandi í flóttamannaliði Ólympíuleikanna til að vinna verðlaun.

Þórir með norska liðið í úrslitaleik Ólympíuleikanna
Norska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna eftir öruggan sigur á Dönum. Þórir Hergeirsson er því á leið í sinn annan úrslitaleik á Ólympíuleikum sem þjálfari liðsins.

Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna
Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta.

Ledecky nú orðin gulldrottning Ólympíusögunnar
Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann sín níundu gullverðlaun á Ólympíuleikum í gær þegar hún kom fyrst í mark í 800 metra skriðsundi.

Sigraði lærisvein sinn og vann fjórðu gullverðlaunin
Vincent Hancock upplifði mikla togstreitu innra með sér í leirdúfuskotfimikeppninni í gær en á endanum sigraði keppnisskapið og hann lagði lærisvein sinn Conner Prince á leið að fjórða Ólympíugullinu.

Fjöldi líflátshótana borist skipuleggjanda opnunarhátíðarinnar
Skipuleggjandi opnunarhátíðar Ólympíuleikanna hefur kært til lögreglu líflátshótanir sem honum hafa borist. Borgarstjóri Parísar hefur lýst yfir fullum stuðningi við hann.

Ólympíufari sem á ekki fyrir leigu
Bandaríski kringlukastarinn Veronica Fraley keppir í kvöld í kringluvarpi á Ólympíuleikunum í París. Hún vakti hins vegar athygli á því á samfélagsmiðlum að þrátt fyrir að skara fram úr í sinni íþróttagrein hefur hún enn ekki efni á leigu heima fyrir.

Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíuþorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“
„Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á umbúðum smokka sem keppendur í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París geta nálgast sér að kostnaðarlausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir íþróttafólk á Ólympíuleikunum í ólympíuþorpinu þetta árið.

Króatískir lærisveinar Dags steinlágu fyrir Svíum
Króatíska handboltalandsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar steinlá fyrir því sænska, 38-27, í leik liðanna á Ólympíuleikunum.