105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 13:02 Fyrstu Ólympíumeistararnir í íshokkí sem voru „íslensku“ Fálkarnir frá Winnipeg í Manitoba fylki í Kanada. The Winnipeg Falcons Í dag 26. apríl eru liðin 105 ár frá því að liðsmenn Winnipeg Falcons tryggðu Kanada Ólympiugull í íshokkí á Ólympíuleikunum í Antwerpen 1920. Ísland hefur vissulega aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hins vegar þetta Ólympíugull á leikunum í Belgíu í apríl 2020. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu þarna Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíumeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Today in 1920, the Winnipeg Falcons, representing Canada, win the first Olympic gold in hockey at the Antwerp Olympics.Canada outscored its opponents 29-1 in 3 games, winning the gold medal with a 12-1 win over Sweden.Canada wins every gold from 1920-1952, except 1936. pic.twitter.com/UZxJa8Bomv— Craig Baird - Canadian History Ehx (@CraigBaird) April 26, 2023 Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga en þeir áttu allir íslenska foreldra. Allir leikmenn liðsins voru þannig ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Þjálfari Fálkanna var síðan Íslendingurinn Guðmundur Sigurjónsson, Gordon Sigurjonsson, sem hafði farið fyrir hönd Íslands á leikana í London 2008 þar sem hann og fleiri sýndu íslenska glímu. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kanadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Lykilsigur „íslenska“ liðsins var á móti því bandaríska í undanúrslitunum en hann unnu Fálkarnir 2-0 með mörkum Frank Fredrickson og Konrad Johannesson. Winnipeg Fálkarnir unnu annars alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Frank Fredrickson [Sigurður Franklín Friðriksson] sem skoraði 12 mörk og Haldor Halderson [Halldór Halldórsson] sem skoraði 9 mörk voru þannig með 21 af 29 marki liðsins á leikunum í Antwerpen.bÞeir áttu báðir eftir að vinna Stanley bikarinn með liði Victoria Cougars og Frank Fredrickson er í heiðurshöllinni. Sigurður Franklin Friðriksson, Frank Fredrickson, var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur Jóns Vídalíns Friðrikssonar (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Sigurðardóttur (1861-1928). <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jCeNqqSxXrU">watch on YouTube</a> Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sjá meira
Ísland hefur vissulega aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hins vegar þetta Ólympíugull á leikunum í Belgíu í apríl 2020. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu þarna Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíumeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Today in 1920, the Winnipeg Falcons, representing Canada, win the first Olympic gold in hockey at the Antwerp Olympics.Canada outscored its opponents 29-1 in 3 games, winning the gold medal with a 12-1 win over Sweden.Canada wins every gold from 1920-1952, except 1936. pic.twitter.com/UZxJa8Bomv— Craig Baird - Canadian History Ehx (@CraigBaird) April 26, 2023 Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga en þeir áttu allir íslenska foreldra. Allir leikmenn liðsins voru þannig ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Þjálfari Fálkanna var síðan Íslendingurinn Guðmundur Sigurjónsson, Gordon Sigurjonsson, sem hafði farið fyrir hönd Íslands á leikana í London 2008 þar sem hann og fleiri sýndu íslenska glímu. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kanadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Lykilsigur „íslenska“ liðsins var á móti því bandaríska í undanúrslitunum en hann unnu Fálkarnir 2-0 með mörkum Frank Fredrickson og Konrad Johannesson. Winnipeg Fálkarnir unnu annars alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Frank Fredrickson [Sigurður Franklín Friðriksson] sem skoraði 12 mörk og Haldor Halderson [Halldór Halldórsson] sem skoraði 9 mörk voru þannig með 21 af 29 marki liðsins á leikunum í Antwerpen.bÞeir áttu báðir eftir að vinna Stanley bikarinn með liði Victoria Cougars og Frank Fredrickson er í heiðurshöllinni. Sigurður Franklin Friðriksson, Frank Fredrickson, var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur Jóns Vídalíns Friðrikssonar (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Sigurðardóttur (1861-1928). <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jCeNqqSxXrU">watch on YouTube</a>
Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sjá meira