105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 13:02 Fyrstu Ólympíumeistararnir í íshokkí sem voru „íslensku“ Fálkarnir frá Winnipeg í Manitoba fylki í Kanada. The Winnipeg Falcons Í dag 26. apríl eru liðin 105 ár frá því að liðsmenn Winnipeg Falcons tryggðu Kanada Ólympiugull í íshokkí á Ólympíuleikunum í Antwerpen 1920. Ísland hefur vissulega aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hins vegar þetta Ólympíugull á leikunum í Belgíu í apríl 2020. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu þarna Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíumeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Today in 1920, the Winnipeg Falcons, representing Canada, win the first Olympic gold in hockey at the Antwerp Olympics.Canada outscored its opponents 29-1 in 3 games, winning the gold medal with a 12-1 win over Sweden.Canada wins every gold from 1920-1952, except 1936. pic.twitter.com/UZxJa8Bomv— Craig Baird - Canadian History Ehx (@CraigBaird) April 26, 2023 Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga en þeir áttu allir íslenska foreldra. Allir leikmenn liðsins voru þannig ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Þjálfari Fálkanna var síðan Íslendingurinn Guðmundur Sigurjónsson, Gordon Sigurjonsson, sem hafði farið fyrir hönd Íslands á leikana í London 2008 þar sem hann og fleiri sýndu íslenska glímu. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kanadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Lykilsigur „íslenska“ liðsins var á móti því bandaríska í undanúrslitunum en hann unnu Fálkarnir 2-0 með mörkum Frank Fredrickson og Konrad Johannesson. Winnipeg Fálkarnir unnu annars alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Frank Fredrickson [Sigurður Franklín Friðriksson] sem skoraði 12 mörk og Haldor Halderson [Halldór Halldórsson] sem skoraði 9 mörk voru þannig með 21 af 29 marki liðsins á leikunum í Antwerpen.bÞeir áttu báðir eftir að vinna Stanley bikarinn með liði Victoria Cougars og Frank Fredrickson er í heiðurshöllinni. Sigurður Franklin Friðriksson, Frank Fredrickson, var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur Jóns Vídalíns Friðrikssonar (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Sigurðardóttur (1861-1928). <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jCeNqqSxXrU">watch on YouTube</a> Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira
Ísland hefur vissulega aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hins vegar þetta Ólympíugull á leikunum í Belgíu í apríl 2020. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu þarna Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíumeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Today in 1920, the Winnipeg Falcons, representing Canada, win the first Olympic gold in hockey at the Antwerp Olympics.Canada outscored its opponents 29-1 in 3 games, winning the gold medal with a 12-1 win over Sweden.Canada wins every gold from 1920-1952, except 1936. pic.twitter.com/UZxJa8Bomv— Craig Baird - Canadian History Ehx (@CraigBaird) April 26, 2023 Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga en þeir áttu allir íslenska foreldra. Allir leikmenn liðsins voru þannig ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Þjálfari Fálkanna var síðan Íslendingurinn Guðmundur Sigurjónsson, Gordon Sigurjonsson, sem hafði farið fyrir hönd Íslands á leikana í London 2008 þar sem hann og fleiri sýndu íslenska glímu. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kanadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Lykilsigur „íslenska“ liðsins var á móti því bandaríska í undanúrslitunum en hann unnu Fálkarnir 2-0 með mörkum Frank Fredrickson og Konrad Johannesson. Winnipeg Fálkarnir unnu annars alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Frank Fredrickson [Sigurður Franklín Friðriksson] sem skoraði 12 mörk og Haldor Halderson [Halldór Halldórsson] sem skoraði 9 mörk voru þannig með 21 af 29 marki liðsins á leikunum í Antwerpen.bÞeir áttu báðir eftir að vinna Stanley bikarinn með liði Victoria Cougars og Frank Fredrickson er í heiðurshöllinni. Sigurður Franklin Friðriksson, Frank Fredrickson, var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur Jóns Vídalíns Friðrikssonar (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Sigurðardóttur (1861-1928). <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jCeNqqSxXrU">watch on YouTube</a>
Íshokkí Ólympíuleikar Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira