Sport

Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Vera Tugolukova fékk sæti á Ólympíuleikunum í París út af dómarasvindli. Hún mun ekki taka út refsingu þar sem ekkert benti til þess að hún hafi átt sök í málinu.
Vera Tugolukova fékk sæti á Ólympíuleikunum í París út af dómarasvindli. Hún mun ekki taka út refsingu þar sem ekkert benti til þess að hún hafi átt sök í málinu. Tom Weller/VOIGT/GettyImages

Kýpverski fimleikadómarinn Evangelia Trikomiti hefur verið dæmd í fjögurra ára bann fyrir að hafa hjálpað samlöndu sinni, Veru Tugolukova, að komast inn á Ólympíuleikana í París síðasta sumar.

Trikomiti var yfirdómari á Evrópumótinu í fimleikum sem fór fram í Búdapest í maí 2024 og „skipti sér óþarflega af“ störfum dómara, sem leiddi til þess að Tugolukova endaði sæti ofar og komst inn á Ólympíuleikana í staðinn fyrir Liliönu Lewinska. BBC greindi frá. 

Evangelia Trikomiti var yfirdómari á Evrópumótinu.

Trikomiti verður ekki leyft að dæma á fimleikamótum næstu fjögur árin en má þó starfa við þjálfun. Evrópska fimleikasambandinu var gert að greiða allan málskostnað, rúma milljón króna.

Trikomiti hefur starfað sem fimleikadómari um árabil og á dóttur sem keppti fyrir hönd Kýpur á Ólympíuleikunum 2012. Hún ætlar ekki að taka banninu þegjandi og mun áfrýja að sögn lögfræðings hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×