Hús og heimili

Fréttamynd

Innlit í höfuðstöðvar Google

Tæknifyrirtækið Google er með heljarinnar í San Francisco í Sílikon-dalnum fræga. Nágrannar þeirra eru meðal annars Facebook, eBay, Neflix, Apple og fleiri fyrirtæki.

Lífið
Fréttamynd

Eiður Smári og Ragnhildur selja einbýlið

Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Fossvoginum á sölu. Um er að ræða 233 fermetra einbýlishús í Haðalandi með sex herbergjum. Myndir af húsinu að utan er að finna á fasteignavef Vísis en þó engar myndir innandyra.

Lífið
Fréttamynd

Steindi og Sigrún selja raðhúsið í Mosó

„Jæja, þá er elsku Víðiteigurinn farinn á sölu. Ég mun kveðja þetta hús með miklum söknuði, hér hefur verið yndislegt að búa síðustu ár en kominn tími til að stækka við sig þar sem Sigrún hættir ekki að væla um fleiri krakka (djók, við erum hætt) við lofuðum nágrönnum okkar að aðeins gott fólk kæmi til greina. Það er best að búa í Mosó,“ skrifar Steinþór Hróar Steinþórsson en hann og Sigrún Sig hafa sett raðhús sitt á sölu í Mosfellsbænum.

Lífið
Fréttamynd

Glimmerjakkarnir og skórnir hans Jóhanns fá nýtt heimili

„Kæru vinir, já það er komið að þessu, við erum búin að setja fallegu íbúðina okkar á sölu. Hér er hátt til lofts og vítt til veggja og dásamlegt að vera,“ skrifar britinn og dansdómarinn Jóhann Gunnar Arnarsson í færslu á Facebook en hann fór meðal annars á kostum sem dómari í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

Kaupa Esso-húsið á 1,2 milljarða króna

Félag hjónanna Birgis Bieltvedt fjárfestis og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, Eyja fjarfestingarfélag, hefur keypt fasteignina við Suðurlandsbraut 18, Esso-húsið svokallaða, af fasteignaþróunarfélaginu Festi. Kaupverðið er 1,2 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Marta María og Páll selja eignina í Fossvoginum

„Lognmolla og kyrrstaða eru ekki til í orðabók okkar Páls. Í öldugangi lífsins getur allt gerst eins og við höfum kynnst með harkalegum hætti. Þrátt fyrir allt heldur lífið áfram og því höfum við ákveðið að flytja. Ef ykkur vantar geggjaða íbúð í Fossvogi þá er þessi komin á sölu,“ skrifar Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, á Mbl.is en hún og Páll Winkel hafa sett jarðhæð sína við Lautarveg í Fossvoginum á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Högni selur fallega íbúð við Bergstaðastræti

„Nú eru tímamót í lífi mínu og ég kveð heimilið mitt á Bergstaðastræti og eitthvað nýtt og spennandi tekur við. Margar eru minningarnar frá þessum skemmtilega stað þar sem alltaf virtist vera nægileg ástæða til þess að gleðjast og fagna,“ skrifar tónlistarmaðurinn Högni Egilsson í færslu á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Enginn eytt meiru í breytingar á Hvíta húsinu

Enginn forseti Bandaríkjanna hefur eytt meiri pening í því að endurhanna Hvíta húsið en Donald Trump. Forsetar Bandaríkjanna hafa leyfi til þess að breyta innanhússhönnuninni í húsinu þegar þeir taka við embætti.

Lífið