Eftir fjögur ár er húsið ekki tilbúið og gluggatjón upp á þrjátíu milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2022 10:31 Sólveig og Emilía hafa heldur betur staðið í ströngu í gegnum allt þetta ferli. Vinahjón fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. Þau létu rífa það og lögðust í að byggja parhús á sama stað. Það má með sanni segja að verkefnið hafi verið mikið og stórt. Enn sér ekki fyrir endann á því. Um er að ræða hjónin Sólveigu Ragnheiði Gunnarsdóttur og Karl Stephen Stock annars vegar og Emilíu C. Gylfadóttur og Róbert Kristjánsson hins vegar. Til að bæta gráu ofan á svart gekk hreinlega allt á afturfótunum til að byrja með í verkefninu. Eftir að húsið var rifið varð að brjóta niður klöpp áður en hægt væri að reisa grunn hússins. Fjallað er um verkefnið í þættinum Gulli Byggir á Stöð 2. Gulli hefur fylgt hjónunum eftir í fjögur ár. Enn sér ekki fyrir endann á parhúsinu þó að fjölskyldurnar séu fluttar inn. Karl Stephen lýsti því í þætti gærkvöldsins hvernig hann hefði gjörsamlega keyrt sig út. Hann var allt ferlið í fullri vinnu, í háskólanámi og að vinna í húsinu. Hann lenti svo á vegg í febrúar í fyrra. Álagið var alltof mikið. Emilía var orðin fullviss um að lóðin væri bölvuð og endaði á því að fá miðil á staðinn. Sú sagði að það væru álfar í klettinum sem væru ekki sáttir við framkvæmdirnar. Það væri ástæðan fyrir því að allt gengi á afturfótunum. Emilía var tilbúin að reyna allt. Hún gaf álfunum brauð og hunang til að friða álfana. Þau Ragnar hlógu gríðarlega mikið af því í þættinum í gærkvöldi. Héldu að þetta yrði bara græjað En ástæðan fyrir því að ekki hefur enn verið hægt að klæða húsið eru gluggarnir. Eftir mikla framkvæmd við að koma þeim fyrir kom á daginn, við fyrstu rigningu, að þeir láku. Allir sem einn. Eftir skoðun kom í ljós að þeir standast ekki kröfur sem íslensk veðurfar gerir. Gluggarnir voru mjög dýrir, sérpantaðir erlendis frá. Nú standa yfir málaferli við söluaðilann þar sem pörin krefjast skaðabóta og að gert sé við gluggana svo þeir standist kröfur. „Þetta er tveggja ára mál og við töldum að þetta yrði bara lagað fyrir okkur af söluaðilum en svo kemur í ljós að það er ekki svo einfalt. Þetta var ekki aðeins frágangsmál heldur eru gluggarnir líka aðeins gallaðir,“ segir Sólveig Ragnheiður og heldur áfram. „Bara viðgerð og kaup á gluggum fyrir bæði húsin til að koma því í rétt stand kostar yfir 16 milljónir. Það er án alls afleidds kostnaðar sem við höfum þurft að fara í; Að fá aðra iðnaðarmenn, lögmenn og matsskýrslu. Það er komið upp í þrjátíu milljóna tjón. Þetta er að lenda á okkur en ef þetta endar fyrir dómstólum þá erum við að vonast til að fá þetta til baka til þess að geta gert viðeigandi viðgerðir.“ Klippa: Eftir fjögur ár er húsið ekki tilbúið og gluggatjón upp á þrjátíu milljónir Gulli byggir Kópavogur Hús og heimili Skipulag Tengdar fréttir Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús Vinahjónin Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Karl Stephen Stock og Emilía C Gylfadóttir og Róbert Kristjánsson fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. 5. september 2022 10:30 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Um er að ræða hjónin Sólveigu Ragnheiði Gunnarsdóttur og Karl Stephen Stock annars vegar og Emilíu C. Gylfadóttur og Róbert Kristjánsson hins vegar. Til að bæta gráu ofan á svart gekk hreinlega allt á afturfótunum til að byrja með í verkefninu. Eftir að húsið var rifið varð að brjóta niður klöpp áður en hægt væri að reisa grunn hússins. Fjallað er um verkefnið í þættinum Gulli Byggir á Stöð 2. Gulli hefur fylgt hjónunum eftir í fjögur ár. Enn sér ekki fyrir endann á parhúsinu þó að fjölskyldurnar séu fluttar inn. Karl Stephen lýsti því í þætti gærkvöldsins hvernig hann hefði gjörsamlega keyrt sig út. Hann var allt ferlið í fullri vinnu, í háskólanámi og að vinna í húsinu. Hann lenti svo á vegg í febrúar í fyrra. Álagið var alltof mikið. Emilía var orðin fullviss um að lóðin væri bölvuð og endaði á því að fá miðil á staðinn. Sú sagði að það væru álfar í klettinum sem væru ekki sáttir við framkvæmdirnar. Það væri ástæðan fyrir því að allt gengi á afturfótunum. Emilía var tilbúin að reyna allt. Hún gaf álfunum brauð og hunang til að friða álfana. Þau Ragnar hlógu gríðarlega mikið af því í þættinum í gærkvöldi. Héldu að þetta yrði bara græjað En ástæðan fyrir því að ekki hefur enn verið hægt að klæða húsið eru gluggarnir. Eftir mikla framkvæmd við að koma þeim fyrir kom á daginn, við fyrstu rigningu, að þeir láku. Allir sem einn. Eftir skoðun kom í ljós að þeir standast ekki kröfur sem íslensk veðurfar gerir. Gluggarnir voru mjög dýrir, sérpantaðir erlendis frá. Nú standa yfir málaferli við söluaðilann þar sem pörin krefjast skaðabóta og að gert sé við gluggana svo þeir standist kröfur. „Þetta er tveggja ára mál og við töldum að þetta yrði bara lagað fyrir okkur af söluaðilum en svo kemur í ljós að það er ekki svo einfalt. Þetta var ekki aðeins frágangsmál heldur eru gluggarnir líka aðeins gallaðir,“ segir Sólveig Ragnheiður og heldur áfram. „Bara viðgerð og kaup á gluggum fyrir bæði húsin til að koma því í rétt stand kostar yfir 16 milljónir. Það er án alls afleidds kostnaðar sem við höfum þurft að fara í; Að fá aðra iðnaðarmenn, lögmenn og matsskýrslu. Það er komið upp í þrjátíu milljóna tjón. Þetta er að lenda á okkur en ef þetta endar fyrir dómstólum þá erum við að vonast til að fá þetta til baka til þess að geta gert viðeigandi viðgerðir.“ Klippa: Eftir fjögur ár er húsið ekki tilbúið og gluggatjón upp á þrjátíu milljónir
Gulli byggir Kópavogur Hús og heimili Skipulag Tengdar fréttir Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús Vinahjónin Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Karl Stephen Stock og Emilía C Gylfadóttir og Róbert Kristjánsson fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. 5. september 2022 10:30 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús Vinahjónin Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Karl Stephen Stock og Emilía C Gylfadóttir og Róbert Kristjánsson fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. 5. september 2022 10:30