Lífið

„Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjögur hús alveg frá grunni. Það er ekkert smáverkefni hjá Andreu og Tolla. 
Fjögur hús alveg frá grunni. Það er ekkert smáverkefni hjá Andreu og Tolla. 

Andrea Eyland og Þorleifur Kamban hafa átt þann draum í mörg ár að byggja sér hús í sveit og nú með því að kaupa lóð í Ölfusi rétt hjá Hveragerði ætla þau að láta drauminn rætast.

Lóðin er um það bil tveimur kílómetrum frá hringtorginu í Hveragerði en húsið verður úr límtréstbitum. Andrea og Tolli ætla að byggja húsið ásamt fjölskyldu sinni. Ætlunin var að byggja fjögur hús á landinu. Fjallað var um verkefnið í síðasta þætti af Gulla Byggi sem var á Stöð 2 í gærkvöldi.

Verkefnið er risavaxið og mjög spennandi eins og fram kom í þættinum. Þau Andrea og Tolli eru bæði jógakennarar og ætla sér að reka jógastúdíó í einu húsinu, foreldrar Tolla ætla sér að búa í einu og í einu húsi verður Tolli með gróðurhús.

Það má segja að ekki hafi alltaf allt gengið að óskum og til að mynda fór fyrirtækið sem hjónin versluðu gluggana af í greiðslustöðvun en gátu ekki afhent gluggana.

„Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti í þessu ferli sem er logið að okkur. Þeir sem sagt staðfesta við okkur 9.nóvember að gluggarnir séu að koma mánaðamótin nóv, des. Það var náttúrlega lygi því einum og hálfum mánuði áður var búið að stoppa framleiðsluna á gluggunum. Þeir voru aldrei á leiðinni. Sem betur fer komumst við í samband við framleiðandann úti og þetta er mögulega að reddast,“ segir Andrea í þættinum.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Gulla Byggi.

Klippa: Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.