Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Maður sem kveikti í eigin veitinga­stað fer ekki fyrir Hæsta­rétt

Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist.

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður Pírata hand­tekinn á skemmti­stað

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata, var hand­tek­in síðasta föstu­dag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins.

Innlent
Fréttamynd

Frír fiskur og franskar handa Grind­víkingum

Hjálparsamtökin World Central Kitchen ætla að bjóða Grindvíkingum upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í Kópavogi í dag. Þar fara fram leikir karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta.

Innlent
Fréttamynd

Wok On sver af sér tengsl við lagerinn

Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Nýr pítsustaður í Vestur­bæinn

Pítsustaður bætist í flóru veitingastaða í vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar Pizza 107 opnar dyrnar í Úlfarsfelli. Valgeir Gunnlaugsson er maðurinn á bak við staðinn og með honum í liði er söngvarinn Páll Óskar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loka kaffi­húsinu á Ár­bæjar­safni

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey.

Innlent
Fréttamynd

Telja að mat­vælum hafi verið dreift úr kjallaranum

Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif.

Innlent
Fréttamynd

Snjórinn fallinn

J-dagurinn, svonefndi, er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim til að fagna því að jólabjórinn sé mættur. Dagskrá hófst á Dönsku kránni klukkan 12:00 í dag og „snjórinn féll“ klukkan 20:59.

Lífið
Fréttamynd

Ó­hæfir em­bættis­menn valdi skatt­greið­endum fjár­hags­tjóni

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, annars eiganda skemmtistaðarins B, telur lögreglu hafa farið algjöru offari þegar kom að eftirliti á staðnum og sakar hana um valdníðslu. Þá telur hann að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga með þeirri ákvörðun að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. 

Innlent
Fréttamynd

Starfs­­­leyfi skemmti­staðarins B aftur­­­kallað

Skemmtistaðnum B verður lokað tímabundið, frá og með deginum í dag. Lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Eigendur ætla í skaðabótamál.

Innlent
Fréttamynd

Gömlu húsa­kynni Húrra glædd nýju lífi

Skemmtistaðurinn Húrra fær endurnýjun lífdaga von bráðar en rekstrarstjóri skemmtistaðarins Bravó hyggst opna þar nýjan stað, sem ber nafnið Radar. Áhersla verður lögð á raftónlist og þá tekur Bravó einnig breytingum. Nýi staðurinn opnar í nóvember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skrúfa niður í djamminu á Prikinu

Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allt mat­væla­eftir­lit fari til ríkisins

Ein­róma niður­staða starfs­hóps um fyrir­komu­lag eftir­lits með hollustu­háttum, mengunar­vörnum og mat­væla­eftir­liti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftir­lit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftir­lits­stofnanir, svo­kallaðar heil­brigðis­nefndir, á vegum sveitar­fé­laga verði lagðar niður.

Innlent