Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. október 2024 12:46 Starfsfólk Ítalíu hjá bílnum sem um ræðir. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. Starfsfólkið, sem allt segist félagar í Eflingu, ræddi við fréttastofu fyrir utan húsnæði Eflingar áður en inn var haldið. Þar sagðist það ekki hafa lent í neinum vandræðum við að fá laun sín greidd, en í síðasta mánuði var greint frá mótmælum Eflingar við veitingastaðinn vegna meints launaþjófnaðar. Staðurinn er í eigu Elvars Ingimarssonar. „Efling ætlar ekki að hætta að leggja bílnum fyrir utan veitingastaðinn, þannig að við fáum enga viðskiptavini. Fyrst við fáum enga viðskiptavini eigum við á hættu að missa störfin okkar. Þess vegna erum við hér,“ sagði Alex Gonzalez, einn starfsmannanna. Starfsmennirnir sögðu að eftir því sem þeir best vissu væri búið að leysa úr öllum launamálum staðarins, og því væri mál að linni. Efling þyrfti að hlusta á kröfur þeirra og hætta að leggja bílnum fyrir utan staðinn. Ræddi við hópinn frammi á biðstofu Hópurinn, sem taldi um tíu manns, hélt því næst inn í húsnæði Eflingar, ræddi við móttökuritara og vildi fá að ræða við einhvern sem hefði eitthvað með sendiferðabílinn að segja. Ekki leið að löngu þar til Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar, mætti og ræddi við Alex í viðurvist hinna starfsmannanna. Hann sagði meðal annars að staðurinn hefði ekki staðið skil á öllum launagreiðslum sem fólk ætti inni, né heldur öllum skattgreiðslum. Viðar og Alex ræddu saman á biðstofu Eflingar.Vísir/Vilhelm „Við erum líka launafólk,“ sagði Alex við Viðar, sem samsinnti sjónarmiðum starfsmannahópsins að mörgu leyti. Hann sagði þó líklegt að á einhverjum tímapunkti myndi launaþjófnaður eða önnur brot gera vart við sig, og að það væri réttur fyrri starfsmanna að fá greidd þau laun sem þeir eigi inni. „Þetta ætti ekki að leggja störf ykkar í hættu. Það er á ábyrgð rekstraraðila fyrirtækisins að leysa þessi mál,“ sagði Viðar, og sýndi því skilning að starfsfólkið væri í erfiðri stöðu. Bókuðu fund og tókust í hendur Samtali þeirra Viðars og Alex lauk með því að þeir urðu ásáttir um að halda fund með núverandi og fyrrverandi starfsfólki á Ítalíu, auk fulltrúa Eflingar, til þess að ræða málin og finna málinu farsælan farveg. „Ert þú tilbúinn til þess að gerast trúnaðarmaður,“ spurði Viðar í lok samtalsins. „Já, af hverju ekki,“ svaraði Alex þá um hæl. Að svo búnu tókust þeir í hendur og starfsfólkið hélt sína leið. Alex Gonzalez fór fyrir hópnum.Vísir/Vilhelm Fyrirtækið með „allt niður um sig“ Í samtali við fréttastofu sagðist Viðar vel skilja málstað starfsmannanna. Í þessu tilviki væru aðgerðir Eflingar byggðar á reynslu og vilja stórs hóps fyrrverandi starfsmanna Ítalíu. „Þetta er staða sem getur komið upp og ég hlakka til að eiga samtal við þessa starfsmenn, þessa félagsmenn okkar,“ sagði Viðar. Hann sagði félagið sem stendur að rekstri Ítalíu ekki hafa greitt úr öllum sínum málum, heldur væri með „allt niður um sig“. „Það er ekki bara í því að greiða laun til félagsfólks í Eflingu, heldur líka greiðslur á skatti, svo dæmi sé tekið. Ég myndi segja að ef þú ert starfsmaður sem er að vinna hjá þessu fyrirtæki þá er bara tímaspursmál hvenær þú verður svikinn um laun, vegna þess að mynstrið í því er svo algjörlega skýrt.“ Nú ætlið þið að hittast, þessi hópur og fyrrverandi starfsmenn. Kemur til greina að láta af þessum aðgerðum í millitíðinni, að beiðni þessa fólks? „Ég held að við metum það bara, hvað við teljum rétt.“ Kjaramál Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. 14. september 2024 08:52 Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti. 12. september 2024 19:02 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Starfsfólkið, sem allt segist félagar í Eflingu, ræddi við fréttastofu fyrir utan húsnæði Eflingar áður en inn var haldið. Þar sagðist það ekki hafa lent í neinum vandræðum við að fá laun sín greidd, en í síðasta mánuði var greint frá mótmælum Eflingar við veitingastaðinn vegna meints launaþjófnaðar. Staðurinn er í eigu Elvars Ingimarssonar. „Efling ætlar ekki að hætta að leggja bílnum fyrir utan veitingastaðinn, þannig að við fáum enga viðskiptavini. Fyrst við fáum enga viðskiptavini eigum við á hættu að missa störfin okkar. Þess vegna erum við hér,“ sagði Alex Gonzalez, einn starfsmannanna. Starfsmennirnir sögðu að eftir því sem þeir best vissu væri búið að leysa úr öllum launamálum staðarins, og því væri mál að linni. Efling þyrfti að hlusta á kröfur þeirra og hætta að leggja bílnum fyrir utan staðinn. Ræddi við hópinn frammi á biðstofu Hópurinn, sem taldi um tíu manns, hélt því næst inn í húsnæði Eflingar, ræddi við móttökuritara og vildi fá að ræða við einhvern sem hefði eitthvað með sendiferðabílinn að segja. Ekki leið að löngu þar til Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar, mætti og ræddi við Alex í viðurvist hinna starfsmannanna. Hann sagði meðal annars að staðurinn hefði ekki staðið skil á öllum launagreiðslum sem fólk ætti inni, né heldur öllum skattgreiðslum. Viðar og Alex ræddu saman á biðstofu Eflingar.Vísir/Vilhelm „Við erum líka launafólk,“ sagði Alex við Viðar, sem samsinnti sjónarmiðum starfsmannahópsins að mörgu leyti. Hann sagði þó líklegt að á einhverjum tímapunkti myndi launaþjófnaður eða önnur brot gera vart við sig, og að það væri réttur fyrri starfsmanna að fá greidd þau laun sem þeir eigi inni. „Þetta ætti ekki að leggja störf ykkar í hættu. Það er á ábyrgð rekstraraðila fyrirtækisins að leysa þessi mál,“ sagði Viðar, og sýndi því skilning að starfsfólkið væri í erfiðri stöðu. Bókuðu fund og tókust í hendur Samtali þeirra Viðars og Alex lauk með því að þeir urðu ásáttir um að halda fund með núverandi og fyrrverandi starfsfólki á Ítalíu, auk fulltrúa Eflingar, til þess að ræða málin og finna málinu farsælan farveg. „Ert þú tilbúinn til þess að gerast trúnaðarmaður,“ spurði Viðar í lok samtalsins. „Já, af hverju ekki,“ svaraði Alex þá um hæl. Að svo búnu tókust þeir í hendur og starfsfólkið hélt sína leið. Alex Gonzalez fór fyrir hópnum.Vísir/Vilhelm Fyrirtækið með „allt niður um sig“ Í samtali við fréttastofu sagðist Viðar vel skilja málstað starfsmannanna. Í þessu tilviki væru aðgerðir Eflingar byggðar á reynslu og vilja stórs hóps fyrrverandi starfsmanna Ítalíu. „Þetta er staða sem getur komið upp og ég hlakka til að eiga samtal við þessa starfsmenn, þessa félagsmenn okkar,“ sagði Viðar. Hann sagði félagið sem stendur að rekstri Ítalíu ekki hafa greitt úr öllum sínum málum, heldur væri með „allt niður um sig“. „Það er ekki bara í því að greiða laun til félagsfólks í Eflingu, heldur líka greiðslur á skatti, svo dæmi sé tekið. Ég myndi segja að ef þú ert starfsmaður sem er að vinna hjá þessu fyrirtæki þá er bara tímaspursmál hvenær þú verður svikinn um laun, vegna þess að mynstrið í því er svo algjörlega skýrt.“ Nú ætlið þið að hittast, þessi hópur og fyrrverandi starfsmenn. Kemur til greina að láta af þessum aðgerðum í millitíðinni, að beiðni þessa fólks? „Ég held að við metum það bara, hvað við teljum rétt.“
Kjaramál Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. 14. september 2024 08:52 Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti. 12. september 2024 19:02 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. 14. september 2024 08:52
Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11
„Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44
Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti. 12. september 2024 19:02