Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. nóvember 2024 12:04 Í Staðarskála er hægt að kaupa alls kyns mat. Þar er hins vegar ekki leyfilegt að koma með sinn eigin mat. Vísir/Vilhelm Rekstrarstjóri bensínstöðvarinnar í Staðarskála segir farir starfsfólks síns ekki sléttar eftir samskipti við stóran hóp erlendra ferðamanna í gær. Hópurinn hafi gengið fram með svo miklum dónaskap að það hálfa væri meira en nóg. „Það kom Indverjahópur hér á föstudaginn, og spyr hvort hann megi ekki borða nestið sitt inni. Við sögðum þeim að þeir gætu bara setið úti, ég meina, þú tekur ekki þinn eigin bjór inn á veitingastað,“ segir Ólafur Ragnar Eyvindsson, rekstrarstjóri N1-stöðvarinnar í Staðarskála. Hópurinn, sem Ólafur segir að hafi talið um 80 manns, hafi látið sér það að góðu verða að sitja úti og borða matinn sinn. Í gær hafi annað verið uppi á teningnum. Eldað úti. Matur sem síðar átti eftir að rata inn. „Aðstoðarstöðvarstjórinn sem þau ræddu við á föstudaginn var ekki á svæðinu í gær. Þá byrja þau bara með leiðindi og yfirgang. Vildu ekki ræða við vaktstjóra, vildu bara tala við manninn sem þau ræddu við á föstudaginn, lugu því að hann hefði leyft þeim að sitja inni. Hún sagði bara: „Nei, það tekur enginn mat hér inn á veitingastaðinn.“ Sem er bara ósköp eðlilegt.“ Tóku yfir matsalinn Við það hafi virst sem fararstjóri hópsins hafi látið til leiðast. Hópar Indverja hafi áður fengið leyfi til að elda sér mat fyrir utan stöðina, sem hafi orðið lendingin í gær. „En svo opnar hann bara neyðarútganginn og hleypir öllu fólkinu inn.“ Ólafur Ragnar segir viðskiptavini stöðvarinnar hafa verið gapandi yfir framferði fararstjórans og ferðamannanna. Ólafur segir um 80 manns hafa verið í hópnum, sem hafi fyllt matsalinn eftir að hafa laumast inn um neyðarútgang. „Þau yfirtóku bara matsalinn, án þess að hafa keypt eitt né neitt. Þau fara bara út, elda, koma með matinn inn á pappadiskum og neita svo að fara út.“ Vaðið yfir rúmlega tvítugan vaktstjórann Aðstoðarstöðvarstjórinn sem rætt hafi við hópinn á föstudag hafi þurft að gera sér ferð á stöðina, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. „Það var ekkert hlustað á vaktstjórann, sem er yfirmaður hússins. Fararstjórinn reynir að ljúga því að henni að maðurinn hefði leyft þeim að borða inni á föstudaginn. Hún sagðist bara hafa verið á svæðinu á föstudag og séð það það væri ekki rétt. Svo tóku þeir bara allt ruslið, settu í poka og skildu eftir fyrir framan húsið,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að umræddur vaktstjóri sé 22 ára. Hann hafi í kjölfarið sett sig í samband við fyrirtækið sem hélt utan um ferðina, en fengið fá svör önnur en þau að best væri fyrir hann að senda tölvubréf. „Ég geri það á eftir, í samráði við N1. Þetta er svakalegur yfirgangur í þeim.“ Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veitingastaðir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
„Það kom Indverjahópur hér á föstudaginn, og spyr hvort hann megi ekki borða nestið sitt inni. Við sögðum þeim að þeir gætu bara setið úti, ég meina, þú tekur ekki þinn eigin bjór inn á veitingastað,“ segir Ólafur Ragnar Eyvindsson, rekstrarstjóri N1-stöðvarinnar í Staðarskála. Hópurinn, sem Ólafur segir að hafi talið um 80 manns, hafi látið sér það að góðu verða að sitja úti og borða matinn sinn. Í gær hafi annað verið uppi á teningnum. Eldað úti. Matur sem síðar átti eftir að rata inn. „Aðstoðarstöðvarstjórinn sem þau ræddu við á föstudaginn var ekki á svæðinu í gær. Þá byrja þau bara með leiðindi og yfirgang. Vildu ekki ræða við vaktstjóra, vildu bara tala við manninn sem þau ræddu við á föstudaginn, lugu því að hann hefði leyft þeim að sitja inni. Hún sagði bara: „Nei, það tekur enginn mat hér inn á veitingastaðinn.“ Sem er bara ósköp eðlilegt.“ Tóku yfir matsalinn Við það hafi virst sem fararstjóri hópsins hafi látið til leiðast. Hópar Indverja hafi áður fengið leyfi til að elda sér mat fyrir utan stöðina, sem hafi orðið lendingin í gær. „En svo opnar hann bara neyðarútganginn og hleypir öllu fólkinu inn.“ Ólafur Ragnar segir viðskiptavini stöðvarinnar hafa verið gapandi yfir framferði fararstjórans og ferðamannanna. Ólafur segir um 80 manns hafa verið í hópnum, sem hafi fyllt matsalinn eftir að hafa laumast inn um neyðarútgang. „Þau yfirtóku bara matsalinn, án þess að hafa keypt eitt né neitt. Þau fara bara út, elda, koma með matinn inn á pappadiskum og neita svo að fara út.“ Vaðið yfir rúmlega tvítugan vaktstjórann Aðstoðarstöðvarstjórinn sem rætt hafi við hópinn á föstudag hafi þurft að gera sér ferð á stöðina, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. „Það var ekkert hlustað á vaktstjórann, sem er yfirmaður hússins. Fararstjórinn reynir að ljúga því að henni að maðurinn hefði leyft þeim að borða inni á föstudaginn. Hún sagðist bara hafa verið á svæðinu á föstudag og séð það það væri ekki rétt. Svo tóku þeir bara allt ruslið, settu í poka og skildu eftir fyrir framan húsið,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að umræddur vaktstjóri sé 22 ára. Hann hafi í kjölfarið sett sig í samband við fyrirtækið sem hélt utan um ferðina, en fengið fá svör önnur en þau að best væri fyrir hann að senda tölvubréf. „Ég geri það á eftir, í samráði við N1. Þetta er svakalegur yfirgangur í þeim.“
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veitingastaðir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira