Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2024 12:22 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konu á salerni skemmtistaðar á Suðurlandi árið 2022. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022, á salerni skemmtistaðar haldið annarri hendi konunnar fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var íklædd. Mætti ekki Þess hafi verið krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Maðurinn hafi hvorki mætt við þingfestingu málsins né síðari fyrirtöku þess þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 2. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Því var málið dómtekið án þess að maðurinn héldi uppi vörnum og útivistardómur gekk í því. Sannað hafi verið að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og hann því sakfelldur. Hæfileg refsing hafi verið metin níutíu daga fangelsi en þar sem hann hefði ekki hlotið refsingu áður þætti rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 600 þúsund Þá hafi konan krafist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi mannsins en hæfilegt væri að hann greiddi konunni 600 þúsund krónur. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, samtals 918 þúsund krónur. Þar af er þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola 862 þúsund krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Næturlíf Veitingastaðir Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022, á salerni skemmtistaðar haldið annarri hendi konunnar fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var íklædd. Mætti ekki Þess hafi verið krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Maðurinn hafi hvorki mætt við þingfestingu málsins né síðari fyrirtöku þess þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 2. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Því var málið dómtekið án þess að maðurinn héldi uppi vörnum og útivistardómur gekk í því. Sannað hafi verið að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og hann því sakfelldur. Hæfileg refsing hafi verið metin níutíu daga fangelsi en þar sem hann hefði ekki hlotið refsingu áður þætti rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 600 þúsund Þá hafi konan krafist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi mannsins en hæfilegt væri að hann greiddi konunni 600 þúsund krónur. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, samtals 918 þúsund krónur. Þar af er þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola 862 þúsund krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Næturlíf Veitingastaðir Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira