Athafnamaðurinn Þráinn Hafstein Kristjánsson látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 22:31 Þráinn Hafstein Kristjánsson stofnaði og rak fjölda veitingastaða í Bandaríkjunum og Kanada. Þráinn Hafstein Kristjánsson, athafnamaður, tónlistarmaður og veitingastjóri, er látinn, 84 ára gamall. Hann lést 2. október síðastliðinn og verður jarðsettur þriðjudaginn 8. október í Steinbach í Manitoba. Foreldrar Þráins voru Kristján Gíslason veitingamaður og Svandís Gísladóttir húsfrú. Saman áttu þau sex börn og fæddist þeim Þráinn þann 1. ágúst 1940. Þráinn byrjaði níu ára gamall í veitingabransanum sem móttökustjóri á veitingastað föður síns, Selfoss. Þar tók hann á móti fólki klæddur í kjólföt og lakkskó. Nítján ára gamall var hann orðinn yfirþjónn á Hótel Borg og á Naustinu. Þráinn var einnig mikill áhugamaður um jazz, spilaði á bæði píanó og sílófón og var um tíma formaður Jazzklúbbs Reykjavíkur. Hann hjálpaði einnig bróður sínum, Hilmari Kristjánssyni, að koma hljómsveitinni Dátum á legg og var umboðsmaður hennar. Þráinn fékk einnig erlendar hljómsveitir til að spila á Íslandi og má þar nefna The Hollies. Stórtækur í veitingarekstri vestanhafs Þráinn hafði mikla ástríðu fyrir faglegri framkomu og veitingastjórnun og fór því í nám við Minnesotaháskóla þar sem lagði stund á hótel- og veitingahúsarekstur. Illa gekk þó að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og eftir námið flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Eddu Ólafsdóttur og börnum þeirra, Önnu Bertu og Kristján Hafstein til Winnipeg í Kanada. Seinna fæddist þeim annar sonur, Víkingur, en Þráinn átti fyrir dótturina Guðrúnu sem býr nú á austurströnd Bandaríkjanna. Í Winnipeg vann hann með amerísku fyrirtæki að stofnun steikhúsakeðjunnar The Round Table og opnaði fyrsti veitingastaður hennar þann 7. október 1973. Þráinn opnaði síðan fyrsta Grape’s-staðinn árið 1980 og var fljótlega fenginn til að aðstoða fjárfesta við að koma öðram veitingastað á laggirnar, Jonathan’s. Hann tók starfið að sér í þrjú ár en ákvað árið 1985 að gera Grape’s að veitingahúsakeðju og rak á tímabili fimm Grape’s-staði og fjóra Round Table-staði. Þá var hann yfirmaður yfir 243 svokölluðum „country kitchens“ í Norður-Ameríku, má þar nefna Swensons, Jonathan’s, The Golden Spike og Gringo’s. Fjölskyldan í fyrsta sæti Þrátt fyrir mikla vinnusemi þá var fjölskylda Þráins alltaf í fyrsta sæti að sögn fjölskyldumeðlima hans. Helsta ástríða Þráins voru stundirnar sem hann átti með sinni fjölskyldu, bæði í Winnipeg og á Íslandi. Hann ræktaði fjölskyldutengslin af mikilli ást og umhyggju. Þráinn var trúrækin maður og vann alla sína tíð í að koma boðskapnum áfram. Eftir að hann seldi sitt fyrsta og síðasta veitingahús, The Round Table, til Kristjáns sonar síns þá flutti hann frá Selkirk til Steinbach þar sem yngsti sonur hans býr ásamt fjölskyldu sinni. Þar tók Þráinn að sér sjálfboðastarf við kirkjuna þar, Southland Church. Andlát Kanada Bandaríkin Veitingastaðir Íslendingar erlendis Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Foreldrar Þráins voru Kristján Gíslason veitingamaður og Svandís Gísladóttir húsfrú. Saman áttu þau sex börn og fæddist þeim Þráinn þann 1. ágúst 1940. Þráinn byrjaði níu ára gamall í veitingabransanum sem móttökustjóri á veitingastað föður síns, Selfoss. Þar tók hann á móti fólki klæddur í kjólföt og lakkskó. Nítján ára gamall var hann orðinn yfirþjónn á Hótel Borg og á Naustinu. Þráinn var einnig mikill áhugamaður um jazz, spilaði á bæði píanó og sílófón og var um tíma formaður Jazzklúbbs Reykjavíkur. Hann hjálpaði einnig bróður sínum, Hilmari Kristjánssyni, að koma hljómsveitinni Dátum á legg og var umboðsmaður hennar. Þráinn fékk einnig erlendar hljómsveitir til að spila á Íslandi og má þar nefna The Hollies. Stórtækur í veitingarekstri vestanhafs Þráinn hafði mikla ástríðu fyrir faglegri framkomu og veitingastjórnun og fór því í nám við Minnesotaháskóla þar sem lagði stund á hótel- og veitingahúsarekstur. Illa gekk þó að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og eftir námið flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Eddu Ólafsdóttur og börnum þeirra, Önnu Bertu og Kristján Hafstein til Winnipeg í Kanada. Seinna fæddist þeim annar sonur, Víkingur, en Þráinn átti fyrir dótturina Guðrúnu sem býr nú á austurströnd Bandaríkjanna. Í Winnipeg vann hann með amerísku fyrirtæki að stofnun steikhúsakeðjunnar The Round Table og opnaði fyrsti veitingastaður hennar þann 7. október 1973. Þráinn opnaði síðan fyrsta Grape’s-staðinn árið 1980 og var fljótlega fenginn til að aðstoða fjárfesta við að koma öðram veitingastað á laggirnar, Jonathan’s. Hann tók starfið að sér í þrjú ár en ákvað árið 1985 að gera Grape’s að veitingahúsakeðju og rak á tímabili fimm Grape’s-staði og fjóra Round Table-staði. Þá var hann yfirmaður yfir 243 svokölluðum „country kitchens“ í Norður-Ameríku, má þar nefna Swensons, Jonathan’s, The Golden Spike og Gringo’s. Fjölskyldan í fyrsta sæti Þrátt fyrir mikla vinnusemi þá var fjölskylda Þráins alltaf í fyrsta sæti að sögn fjölskyldumeðlima hans. Helsta ástríða Þráins voru stundirnar sem hann átti með sinni fjölskyldu, bæði í Winnipeg og á Íslandi. Hann ræktaði fjölskyldutengslin af mikilli ást og umhyggju. Þráinn var trúrækin maður og vann alla sína tíð í að koma boðskapnum áfram. Eftir að hann seldi sitt fyrsta og síðasta veitingahús, The Round Table, til Kristjáns sonar síns þá flutti hann frá Selkirk til Steinbach þar sem yngsti sonur hans býr ásamt fjölskyldu sinni. Þar tók Þráinn að sér sjálfboðastarf við kirkjuna þar, Southland Church.
Andlát Kanada Bandaríkin Veitingastaðir Íslendingar erlendis Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira